Gosið tvöfalt öflugra en hefur verið lengst af Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2021 11:48 Aukið flæði hefur haldist í hendur við hækkandi kvikustróka og öfluga framrás hraunsins í Meradölum. Vísir/Vilhelm Veruleg aukning hefur orðið í hraunrennsli í Fagradalsfjalli síðustu vikuna. Meðalrennslið yfir tímabilið mælist þrettán rúmmetrar á sekúndu sem er miklu meira en þeir tæplega átta rúmmetrar á sekúndu sem áður hafa mælst. Frá þessu segir í tilkynningu á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Nýjustu niðurstöðurnar eru sögð nokkur tíðindi þar sem veruleg aukning hafi orðið í hraunrennsli í Fagradalsfjalli síðustu vikuna. „Aukið flæði hefur haldist í hendur við hækkandi kvikustróka og öfluga framrás hraunsins í Meradölum. Gosið er nú tvöfalt öflugra en það hefur verið lengst af. Merki um aukningu hafa þó verið undanfarnar tvær vikur en mælingin nú tekur af öll tvímæli. Rúmmál hraunsins er nú orðið rúmlega 30 millj. rúmmetrar og flatarmál þess tæplega 1,8 ferkílómetrar,“ segir í tilkynningunni. Jarðvísindastofnun segir að af þeim rúmlega fimmtíu dögum sem liðnir séu frá upphafi gossins megi gróflega skipta í þrennt. Fyrsta tímabilið stóð í um tvær vikur og einkenndist af fremur stöðugu en þó örlítið minnkandi hraunrennsli. Rennslið lækkaði úr 7-8 m3/s í 4-5 m3/s á tveimur vikum. Annað tímabilið, sem einnig stóð í tvær vikur, einkenndist af opnun nýrra gosopa norðan við upphaflegu gígana. Hraunrennsli var nokkuð breytilegt, á bilinu 5-8 m3/s. Þriðja tímabilið, síðustu þrjár vikur, hef einn gígur verið ráðandi og kemur nær allt hraunið úr honum. Hraunrennsli hefur heldur vaxið á þessum tíma. Aukningin hefur verið mikil síðustu vikuna og nú er gosið mun stærra en verið hefur hingað til. Enn er þó ákafi gossins fremur lítill miðað við önnur gos. Nýi stígurinn liggur í þægilegum gönguhalla upp brekkuna. Áður fengu margir byltu við að klöngrast niður skriðuna vinstra megin.KMU Frábrugðið fyrri gosum Ennfremur segir að gosið í Fagradalsfjalli sé um margt frábrugðið þeim gosum sem Íslendingar hafi orðið vitni að undanfarna áratugi. „Flest gosin hafa átt upptök í kvikuhólfum undir megineldstöðvum þar sem þrýstingur í hólfinu og stærð þess virðist ráða mestu um stærð og lengd goss. Í Fagradalsfjalli virðist þessu vera nokkuð öðruvísi varið. Þar er svo að sjá að aðstreymisæðin og eiginleikar hennar ráði miklu um kvikuflæðið. Rásin sem opnaðist var tiltölulega þröng og löng (nær niður á ~17 km dýpi) og flutningsgetan takmörkuð. Aukning með tíma bendir til þess að rásin fari víkkandi, sennilega vegna rofs í veggjum hennar. Ekki er að sjá að þrýstingur í upptökum hafi minnkað að ráði og því vex flæðið með tímanum þar sem rásin stækkar. Engin leið er á þessari stundu til að segja til um hve lengi gosið muni vara eða hvort hraunrennslið muni halda áfram að aukast,“ segir í tilkynningunni frá Jarðvísindastofnun. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Brennheitt gjallið kveikir gróðurelda fjarri gígnum Glóandi gjall, sem þeytist hátt til himins úr eldgígnum á Fagradalsfjalli, hefur náð að kveikja gróðurelda í yfir eins kílómetra fjarlægð og var gossvæðið af þeim sökum lokað í dag. Kapp er nú lagt á bæta göngustíginn vegna tíðra slysa, með tveimur til þremur ökklabrotum á dag. 10. maí 2021 21:32 Elsti gígurinn mættur aftur til leiks Kvika er aftur farin að leita á yfirborð jarðar upp úr fyrsta gígnum sem myndaðist í gosinu í Fagradalsfjalli. Það er nokkur breyting enda hefur sá gígur verið mjög lítið virkur frá því að virknin færðist yfir í annan gíg skömmu eftir að gosið hófst. 8. maí 2021 14:09 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Nýjustu niðurstöðurnar eru sögð nokkur tíðindi þar sem veruleg aukning hafi orðið í hraunrennsli í Fagradalsfjalli síðustu vikuna. „Aukið flæði hefur haldist í hendur við hækkandi kvikustróka og öfluga framrás hraunsins í Meradölum. Gosið er nú tvöfalt öflugra en það hefur verið lengst af. Merki um aukningu hafa þó verið undanfarnar tvær vikur en mælingin nú tekur af öll tvímæli. Rúmmál hraunsins er nú orðið rúmlega 30 millj. rúmmetrar og flatarmál þess tæplega 1,8 ferkílómetrar,“ segir í tilkynningunni. Jarðvísindastofnun segir að af þeim rúmlega fimmtíu dögum sem liðnir séu frá upphafi gossins megi gróflega skipta í þrennt. Fyrsta tímabilið stóð í um tvær vikur og einkenndist af fremur stöðugu en þó örlítið minnkandi hraunrennsli. Rennslið lækkaði úr 7-8 m3/s í 4-5 m3/s á tveimur vikum. Annað tímabilið, sem einnig stóð í tvær vikur, einkenndist af opnun nýrra gosopa norðan við upphaflegu gígana. Hraunrennsli var nokkuð breytilegt, á bilinu 5-8 m3/s. Þriðja tímabilið, síðustu þrjár vikur, hef einn gígur verið ráðandi og kemur nær allt hraunið úr honum. Hraunrennsli hefur heldur vaxið á þessum tíma. Aukningin hefur verið mikil síðustu vikuna og nú er gosið mun stærra en verið hefur hingað til. Enn er þó ákafi gossins fremur lítill miðað við önnur gos. Nýi stígurinn liggur í þægilegum gönguhalla upp brekkuna. Áður fengu margir byltu við að klöngrast niður skriðuna vinstra megin.KMU Frábrugðið fyrri gosum Ennfremur segir að gosið í Fagradalsfjalli sé um margt frábrugðið þeim gosum sem Íslendingar hafi orðið vitni að undanfarna áratugi. „Flest gosin hafa átt upptök í kvikuhólfum undir megineldstöðvum þar sem þrýstingur í hólfinu og stærð þess virðist ráða mestu um stærð og lengd goss. Í Fagradalsfjalli virðist þessu vera nokkuð öðruvísi varið. Þar er svo að sjá að aðstreymisæðin og eiginleikar hennar ráði miklu um kvikuflæðið. Rásin sem opnaðist var tiltölulega þröng og löng (nær niður á ~17 km dýpi) og flutningsgetan takmörkuð. Aukning með tíma bendir til þess að rásin fari víkkandi, sennilega vegna rofs í veggjum hennar. Ekki er að sjá að þrýstingur í upptökum hafi minnkað að ráði og því vex flæðið með tímanum þar sem rásin stækkar. Engin leið er á þessari stundu til að segja til um hve lengi gosið muni vara eða hvort hraunrennslið muni halda áfram að aukast,“ segir í tilkynningunni frá Jarðvísindastofnun.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Brennheitt gjallið kveikir gróðurelda fjarri gígnum Glóandi gjall, sem þeytist hátt til himins úr eldgígnum á Fagradalsfjalli, hefur náð að kveikja gróðurelda í yfir eins kílómetra fjarlægð og var gossvæðið af þeim sökum lokað í dag. Kapp er nú lagt á bæta göngustíginn vegna tíðra slysa, með tveimur til þremur ökklabrotum á dag. 10. maí 2021 21:32 Elsti gígurinn mættur aftur til leiks Kvika er aftur farin að leita á yfirborð jarðar upp úr fyrsta gígnum sem myndaðist í gosinu í Fagradalsfjalli. Það er nokkur breyting enda hefur sá gígur verið mjög lítið virkur frá því að virknin færðist yfir í annan gíg skömmu eftir að gosið hófst. 8. maí 2021 14:09 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Brennheitt gjallið kveikir gróðurelda fjarri gígnum Glóandi gjall, sem þeytist hátt til himins úr eldgígnum á Fagradalsfjalli, hefur náð að kveikja gróðurelda í yfir eins kílómetra fjarlægð og var gossvæðið af þeim sökum lokað í dag. Kapp er nú lagt á bæta göngustíginn vegna tíðra slysa, með tveimur til þremur ökklabrotum á dag. 10. maí 2021 21:32
Elsti gígurinn mættur aftur til leiks Kvika er aftur farin að leita á yfirborð jarðar upp úr fyrsta gígnum sem myndaðist í gosinu í Fagradalsfjalli. Það er nokkur breyting enda hefur sá gígur verið mjög lítið virkur frá því að virknin færðist yfir í annan gíg skömmu eftir að gosið hófst. 8. maí 2021 14:09