Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
Vaðlaheiðargöng eru í eigu Greiðrar leiðar ehf., sem á 66 prósent, og ríkissjóðs, sem á 33 prósent. Greið leið er í eigu allra sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra.
Fréttablaðið hefur eftir Valgeiri Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga, að reksturinn hafi gengið vel og tekjur séu langt umfram gjöld. Hins vegar námu vaxtagjöld Vaðlaheiðarganga tæpum 900 milljónum króna árið 2019.
„Við erum með mjög óhagstæð vaxtakjör miðað við það sem þekkist í dag og þess vegna skiptir miklu máli að endurfjármagna lánin svo reksturinn geti staðið undir sér til framtíðar,“ segir Valgeir.
Heildarumferð um göngin dróst saman um 20 prósent á síðasta ári vegna fækkunar ferðamanna í kórónaveirufaraldrinum.