Tuchel þurfti að ljúga að Aubameyang Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2021 09:30 Thomas Tuchel og Pierre-Emerick Aubameyang frá tíma þeirra saman hjá Dortmund. EPA/Christian Charisius Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði frá sérstökum samskiptum sínum við núverandi fyrirliða Arsenal þegar þeir unnu saman hjá Borussia Dortmund. Það er ljóst á orðum Tuchel að Pierre-Emerick Aubameyang á í svolitlum vandræðum með að mæta á réttum tíma. Þýski knattspyrnustjórinn er hins vegar lausnamiðaður og það sést vel á því hvernig hann tók á því þegar Aubameyang var alltaf að mæta of seint. Aubameyang komst í fréttirnar í mars þegar honum var hent út úr liðinu fyrir leik á móti Tottenham eftir að hafa mætt seint á æfingu daginn fyrir leikinn. Tuchel ræddi reynslu sína af Aubameyang á blaðamannafundi fyrir leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. I still don't know how he managed to keep the driving licence in his pocket because from the sound of the car, I don't know if he was always on the speed limit. Thomas Tuchel on managing Pierre-Emerick Aubameyang. https://t.co/KjFnRE8dLP— John Cross (@johncrossmirror) May 11, 2021 „Það er ekki styrkur hans að mæta nákvæmlega á réttum tíma. Hann var eiginlega sá eini hjá okkur í Dortmund sem glímdi við þetta vandamál. Það fór því þannig að þegar við vildum að hann mætti á réttum tíma þá sögðum við honum að fundurinn var klukkan 10.45 þegar hann hófst í rauninni klukkan 11.00. Þá voru ágætis líkur á því að hann myndi mæta á fundinn eins og allir aðrir,“ sagði Thomas Tuchel. „Svo heyrðir þú líka í honum langt að. Það heyrðist vel í vélinni á kagganum hans síðasta kílómetrann. Við gátum því byrjað að undirbúa allt saman og byrjað myndbandið um leið og hann gekk í salinn,“ sagði Tuchel. „Ég veit ekki ennþá hvernig honum tókst að halda bílprófinu þessi tvö ár því ef marka má hljóðin úr bílnum þá var ekki hægt að ímynda sér að hann væri að keyra undir hámarkshraða. Hann var alltaf á síðustu stundu,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel lauds 'crazy' Pierre-Emerick Aubameyang as he fondly recalls their time at Borussia Dortmund | @Matt_Barlow_DM https://t.co/x4FfarVCGj— MailOnline Sport (@MailSport) May 12, 2021 „Svona er hann bara. Það er erfitt að vera reiður út hann því svo mætir hann skælbrosandi, opnar hjarta sitt og gefur öllum góða afsökun. Það er hægt að sætta sig við það að vera með einn eða tvo svona menn í sínu liði,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel stýrði Pierre-Emerick Aubameyang hjá Dortmund í tvö ár og þeir urðu þýskir bikarmeistarar saman 2017 og þá var Aubameyang einnig markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar. „Þetta er ekki stærsta vandamálið. Á sama tíma þá var hann mikill fagmaður. Ég veit ekki til þess að hann hafi misst af einni einustu æfingu. Hann laumaðist heldur aldrei í burtu af æfingunni einni mínútu áður en henni lauk. Þvert á móti. Þegar hann var kominn í æfingafötin þá var hann tilbúinn. Það var gott að hafa hann,“ sagði Tuchel. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Það er ljóst á orðum Tuchel að Pierre-Emerick Aubameyang á í svolitlum vandræðum með að mæta á réttum tíma. Þýski knattspyrnustjórinn er hins vegar lausnamiðaður og það sést vel á því hvernig hann tók á því þegar Aubameyang var alltaf að mæta of seint. Aubameyang komst í fréttirnar í mars þegar honum var hent út úr liðinu fyrir leik á móti Tottenham eftir að hafa mætt seint á æfingu daginn fyrir leikinn. Tuchel ræddi reynslu sína af Aubameyang á blaðamannafundi fyrir leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. I still don't know how he managed to keep the driving licence in his pocket because from the sound of the car, I don't know if he was always on the speed limit. Thomas Tuchel on managing Pierre-Emerick Aubameyang. https://t.co/KjFnRE8dLP— John Cross (@johncrossmirror) May 11, 2021 „Það er ekki styrkur hans að mæta nákvæmlega á réttum tíma. Hann var eiginlega sá eini hjá okkur í Dortmund sem glímdi við þetta vandamál. Það fór því þannig að þegar við vildum að hann mætti á réttum tíma þá sögðum við honum að fundurinn var klukkan 10.45 þegar hann hófst í rauninni klukkan 11.00. Þá voru ágætis líkur á því að hann myndi mæta á fundinn eins og allir aðrir,“ sagði Thomas Tuchel. „Svo heyrðir þú líka í honum langt að. Það heyrðist vel í vélinni á kagganum hans síðasta kílómetrann. Við gátum því byrjað að undirbúa allt saman og byrjað myndbandið um leið og hann gekk í salinn,“ sagði Tuchel. „Ég veit ekki ennþá hvernig honum tókst að halda bílprófinu þessi tvö ár því ef marka má hljóðin úr bílnum þá var ekki hægt að ímynda sér að hann væri að keyra undir hámarkshraða. Hann var alltaf á síðustu stundu,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel lauds 'crazy' Pierre-Emerick Aubameyang as he fondly recalls their time at Borussia Dortmund | @Matt_Barlow_DM https://t.co/x4FfarVCGj— MailOnline Sport (@MailSport) May 12, 2021 „Svona er hann bara. Það er erfitt að vera reiður út hann því svo mætir hann skælbrosandi, opnar hjarta sitt og gefur öllum góða afsökun. Það er hægt að sætta sig við það að vera með einn eða tvo svona menn í sínu liði,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel stýrði Pierre-Emerick Aubameyang hjá Dortmund í tvö ár og þeir urðu þýskir bikarmeistarar saman 2017 og þá var Aubameyang einnig markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar. „Þetta er ekki stærsta vandamálið. Á sama tíma þá var hann mikill fagmaður. Ég veit ekki til þess að hann hafi misst af einni einustu æfingu. Hann laumaðist heldur aldrei í burtu af æfingunni einni mínútu áður en henni lauk. Þvert á móti. Þegar hann var kominn í æfingafötin þá var hann tilbúinn. Það var gott að hafa hann,“ sagði Tuchel.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira