29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2021 12:15 Cristiano Ronaldo svekkir sig eftir lokaflautið og vildi ekkert með íslensku strákana hafa. Aron Einar Gunnarsson reynir að tala við Ronaldo og Gylfi Þór Sigurðsson virðist vera frekar hneykslaður á Portúgalanum. EPA/YURI KOCHETKOV Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. Íslenska karlalandsliðið náði frábærum úrslitum í fyrsta leik liðsins í sögunni á stórmóti. Ísland og Portúgal gerðu þá 1-1 jafntefli í fyrsta leik sínum í F-riðli á EM í Frakklandi 2016. Það bjuggust eflaust flestir við auðveldum sigri hjá Cristiano Ronaldo og félögum á móti smáþjóðinni norður í Atlantshafi. Ekki breyttist sú skoðun mikið þegar Portúgal komst í 1-0 á 31. mínútu með marki Nani. Íslensku strákarnir brotnuðu ekki við það heldur sóttu í veðrið í seinni háfleiknum. Það var síðan Birkir Bjarnason sem jafnaði metin á 50. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Íslensku strákarnir héldu Cristiano Ronaldo niðri og tókst að pirra stórstjörnuna eins og sást í viðtölum eftir leikinn. „Þeir fögnuðu eins og þeir hefðu unnið Evróputitilinn eða eitthvað. Það er merki um lélegt hugarfar. Það er ástæðan fyrir því að þeir munu ekki gera neitt á þessu móti,“ var haft eftir Ronaldo. Kári Árnason var spurður út í ummæli Ronaldo sem kom sér einnig hjá því að taka í hendur strákanna okkar í reiði sinni eftir leikinn. „Sigurinn verður bara enn sætari fyrst hann er svona tapsár. Hann getur sagt það sem hann vill. Hann fékk varla færi í dag. Hann fékk eitt færi en gat ekki nýtt það. Hvað get ég sagt. Hann er tapsár,“ sagði Kári. Birkir Bjarnason, fyrsti markaskorari Íslands á stórmóti í knattspyrnu karla, var gríðarlega stoltur í leikslok eftir 1-1 jafnteflið gegn Portúgal. „Þetta er bara frábært. Að fá svona byrjun er ómetanlegt og ég held að það hafi bara verið Íslendingar sem héldu að við gætum gert eitthvað í þessum leik. Maður er auðvitað gríðarlega stoltur að því að skora fyrsta markið, en maður er nánast stoltari hvernig við spiluðum. Ég er gríðarlega stoltur að hafa skorað þetta mark og á eftir að minnast þess alla ævi, sagði Birkir eftir leikinn. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið náði frábærum úrslitum í fyrsta leik liðsins í sögunni á stórmóti. Ísland og Portúgal gerðu þá 1-1 jafntefli í fyrsta leik sínum í F-riðli á EM í Frakklandi 2016. Það bjuggust eflaust flestir við auðveldum sigri hjá Cristiano Ronaldo og félögum á móti smáþjóðinni norður í Atlantshafi. Ekki breyttist sú skoðun mikið þegar Portúgal komst í 1-0 á 31. mínútu með marki Nani. Íslensku strákarnir brotnuðu ekki við það heldur sóttu í veðrið í seinni háfleiknum. Það var síðan Birkir Bjarnason sem jafnaði metin á 50. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Íslensku strákarnir héldu Cristiano Ronaldo niðri og tókst að pirra stórstjörnuna eins og sást í viðtölum eftir leikinn. „Þeir fögnuðu eins og þeir hefðu unnið Evróputitilinn eða eitthvað. Það er merki um lélegt hugarfar. Það er ástæðan fyrir því að þeir munu ekki gera neitt á þessu móti,“ var haft eftir Ronaldo. Kári Árnason var spurður út í ummæli Ronaldo sem kom sér einnig hjá því að taka í hendur strákanna okkar í reiði sinni eftir leikinn. „Sigurinn verður bara enn sætari fyrst hann er svona tapsár. Hann getur sagt það sem hann vill. Hann fékk varla færi í dag. Hann fékk eitt færi en gat ekki nýtt það. Hvað get ég sagt. Hann er tapsár,“ sagði Kári. Birkir Bjarnason, fyrsti markaskorari Íslands á stórmóti í knattspyrnu karla, var gríðarlega stoltur í leikslok eftir 1-1 jafnteflið gegn Portúgal. „Þetta er bara frábært. Að fá svona byrjun er ómetanlegt og ég held að það hafi bara verið Íslendingar sem héldu að við gætum gert eitthvað í þessum leik. Maður er auðvitað gríðarlega stoltur að því að skora fyrsta markið, en maður er nánast stoltari hvernig við spiluðum. Ég er gríðarlega stoltur að hafa skorað þetta mark og á eftir að minnast þess alla ævi, sagði Birkir eftir leikinn.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira