Geymslur þurfa ekki að greiða skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2021 16:30 Frá vettvangi brunans í Garðabæ í apríl 2018. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur fyrst, svo Landsréttur og nú Hæstiréttur eru sammála um að fyrirtækið Geymslur sé ekki skaðabótaskylt vegna stórbrunans í Garðabæ í apríl 2018. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í dag og staðfesti dóm á neðri dómstigum. Stór hópur fólks var að baki málsókninni gegn Geymslum sem fékk áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Leigjendur geymslu kröfðust viðurkenningar á bótaábyrgð Geymslna vegna tjóns sem varð í brunanum. Fólkið geymdi tilteknar eigur sínar þar á grundvelli samnings við Geymslur. Var krafan einkum reist á því að Geymslur rækju þjónustustarfsemi um geymslu á lausafjármunum samkvæmt lögum um þjónustukaup. Hæstiréttur benti á að í ákvæðum samningsins kom fram að leigjendur hefðu afmarkaða og aflokaða geymslu auk þess sem Geymslur hefðu hvorki afskipti né vitneskju um hvaða munir væru geymdir þar. Því væri ekki hægt að fallast á með leigjandanum að samningurinn hefði verið um geymslu lausafjármuna gegn endurgjaldi í skilningi laga um þjónustukaup. Samningurinn félli undir gildissvið húsaleigulaga. Ekki kæmi því til álita að með samningnum hefði verið vikið frá ákvæðum þjónustukaupalaga neytendum í óhag. Jafnframt var kröfu leigjandans um að víkja ákvæðum samningsins til hliðar á grundvelli ógildingarreglna samningaréttar hafnað. Þá var talið ósannað að tjón leigjenda yrði rakið til vanrækslu eða annars konar saknæmrar háttsemi Geymslna. Dóminn má lesa hér. Dómsmál Tryggingar Stórbruni í Miðhrauni Garðabær Tengdar fréttir Landsréttur telur Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ Landsréttur hefur sýknað fyrirtækið Geymslur af þremur kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins við Miðhraun í Garðabæ í apríl 2018. 30. október 2020 16:07 Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fyrirtækið Geymslur af kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins í Garðabæ í apríl í fyrra. 5. júní 2019 11:43 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Vilja flytja starfsemi Vogs upp á Kjalarnes Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Stór hópur fólks var að baki málsókninni gegn Geymslum sem fékk áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Leigjendur geymslu kröfðust viðurkenningar á bótaábyrgð Geymslna vegna tjóns sem varð í brunanum. Fólkið geymdi tilteknar eigur sínar þar á grundvelli samnings við Geymslur. Var krafan einkum reist á því að Geymslur rækju þjónustustarfsemi um geymslu á lausafjármunum samkvæmt lögum um þjónustukaup. Hæstiréttur benti á að í ákvæðum samningsins kom fram að leigjendur hefðu afmarkaða og aflokaða geymslu auk þess sem Geymslur hefðu hvorki afskipti né vitneskju um hvaða munir væru geymdir þar. Því væri ekki hægt að fallast á með leigjandanum að samningurinn hefði verið um geymslu lausafjármuna gegn endurgjaldi í skilningi laga um þjónustukaup. Samningurinn félli undir gildissvið húsaleigulaga. Ekki kæmi því til álita að með samningnum hefði verið vikið frá ákvæðum þjónustukaupalaga neytendum í óhag. Jafnframt var kröfu leigjandans um að víkja ákvæðum samningsins til hliðar á grundvelli ógildingarreglna samningaréttar hafnað. Þá var talið ósannað að tjón leigjenda yrði rakið til vanrækslu eða annars konar saknæmrar háttsemi Geymslna. Dóminn má lesa hér.
Dómsmál Tryggingar Stórbruni í Miðhrauni Garðabær Tengdar fréttir Landsréttur telur Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ Landsréttur hefur sýknað fyrirtækið Geymslur af þremur kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins við Miðhraun í Garðabæ í apríl 2018. 30. október 2020 16:07 Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fyrirtækið Geymslur af kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins í Garðabæ í apríl í fyrra. 5. júní 2019 11:43 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Vilja flytja starfsemi Vogs upp á Kjalarnes Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Landsréttur telur Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ Landsréttur hefur sýknað fyrirtækið Geymslur af þremur kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins við Miðhraun í Garðabæ í apríl 2018. 30. október 2020 16:07
Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fyrirtækið Geymslur af kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins í Garðabæ í apríl í fyrra. 5. júní 2019 11:43