Fólki aftur heimilt að fara að gossvæðinu þar sem kvikuflæði færist nú í vöxt Eiður Þór Árnason skrifar 12. maí 2021 19:12 Mikil virkni hefur verið í eldgosinu í Geldingadölum. Vísir/vilhelm Nýjustu mælingar og gögn gefa til kynna að kvikuflæðið í Geldingadölum hafi vaxið á síðustu dögum og sé nú nærri þrettán rúmmetrum á sekúndu. Samhliða því hefur verið mikil kvikustrókavirkni í eldgosinu og kvikustrókar þeytast 100 til 300 metra upp úr gígnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum en Vísindaráð almannavarna kom saman í dag til að ræða stöðuna á svæðinu. Aftur var opnað inn á gönguleiðirnar að gosstöðvunum klukkan sjö í kvöld en þeim var lokað í dag vegna framkvæmda á annarri leiðinni. Meðfram mikilli kvikustrókavikrni hefur gjalli og hraunslettum rignt niður umhverfis gíginn. Flatarmál hraunsins er nú 1,78 ferkílómetrar og rúmmál hraunsins sem runnið hefur mælist 30,7 milljónir rúmmetra. Gera verður ráð fyrir að auknu kvikuflæði fylgi aukið útstreymi eldfjallagasa að sögn almannavarna. Ástæða til að nota reykköfunartæki „Þeim mun hærri sem kvikustrókarnir eru þeim mun lengra berast þessi efni. Ef kvikustrókar ná 300 metra hæð og vindur er 13-15 metrar á sekúndu má búast við hraunbombum (molar/slettur sem eru meira en 6 sm í þvermál) í allt að 600 metra fjarlægð frá gígnum. Glóandi slettur kveikja í mosa og gróðri sem þau lenda á og í reyknum er mikið af kolmónoxíði (CO) sem er eitrað fólki. Stundum mælist það mikið af kolmónoxíði í reyknum af gróðurbrunanum að slökkviliðsmenn myndu nota reykköfunartæki ef þeir ætluðu inn á svæðið,“ segir í tilkynningu. Þá kemur fram að skjálftavirkni á Reykjanesskaga hafi verið fremur lítil að undanförnu. Skjálftavirkni yfir kvikuganginum hefur að mestu verið bundin við svæði í kringum Litla-Hrút. Nokkur skjálftavirkni hefur verið vestur af Kleifarvatni og við Sundhnúka og Þorbjörn en hún er talin stafa af spennuhreyfingum í jarðskorpunni. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum en Vísindaráð almannavarna kom saman í dag til að ræða stöðuna á svæðinu. Aftur var opnað inn á gönguleiðirnar að gosstöðvunum klukkan sjö í kvöld en þeim var lokað í dag vegna framkvæmda á annarri leiðinni. Meðfram mikilli kvikustrókavikrni hefur gjalli og hraunslettum rignt niður umhverfis gíginn. Flatarmál hraunsins er nú 1,78 ferkílómetrar og rúmmál hraunsins sem runnið hefur mælist 30,7 milljónir rúmmetra. Gera verður ráð fyrir að auknu kvikuflæði fylgi aukið útstreymi eldfjallagasa að sögn almannavarna. Ástæða til að nota reykköfunartæki „Þeim mun hærri sem kvikustrókarnir eru þeim mun lengra berast þessi efni. Ef kvikustrókar ná 300 metra hæð og vindur er 13-15 metrar á sekúndu má búast við hraunbombum (molar/slettur sem eru meira en 6 sm í þvermál) í allt að 600 metra fjarlægð frá gígnum. Glóandi slettur kveikja í mosa og gróðri sem þau lenda á og í reyknum er mikið af kolmónoxíði (CO) sem er eitrað fólki. Stundum mælist það mikið af kolmónoxíði í reyknum af gróðurbrunanum að slökkviliðsmenn myndu nota reykköfunartæki ef þeir ætluðu inn á svæðið,“ segir í tilkynningu. Þá kemur fram að skjálftavirkni á Reykjanesskaga hafi verið fremur lítil að undanförnu. Skjálftavirkni yfir kvikuganginum hefur að mestu verið bundin við svæði í kringum Litla-Hrút. Nokkur skjálftavirkni hefur verið vestur af Kleifarvatni og við Sundhnúka og Þorbjörn en hún er talin stafa af spennuhreyfingum í jarðskorpunni.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira