Móðir Cristiano Ronaldo vill að strákurinn spili með Sporting á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2021 10:31 Cristiano Ronaldo fagnar hér einu af hundrað mörkum sínum fyrir Juventus. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Dolores Aveiro, móðir Cristiano Ronaldo, hefur sterkar skoðanir á því hvað strákurinn sinn eigi að gera næst. Mikið er rætt og skrifað um framtíð knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo en það þykir líklegt að hann yfirgefi Juventus í sumar þrátt fyrir að eiga ár eftir af samningi sínum við ítalska félagið. Cristiano Ronaldo skoraði sitt hundraðasta mark fyrir Juventus í 3-1 sigri á miðvikudagskvöldið en liðið er enn í fimmta sæti sem myndi þýða að Juve yrði ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Cristiano Ronaldo will play for Sporting Clube de Portugal next season, according to his mom pic.twitter.com/trjHZdgA95— ESPN FC (@ESPNFC) May 13, 2021 Sporting, fyrsta meistaraflokksfélagið hans Ronaldo, verður aftur á móti í Meistaradeildinni eftir að liðið tryggði sér í vikunni portúgalska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2002. Annaðhvort Porto eða Benfica höfðu orðið meistarar í nítján ár samfellt. Frú Dolores Aveiro er mikill stuðningsmaður Sporting og í sigurvímunni lofaði hún stuðningsmönnunum að hún myndi reyna að sannfæra soninn að koma heim til Sporting. „Ég mun tala við hann [Cristiano] um að koma til baka,“ sagði Dolores Aveiro af svölunum sínum. Cristiano Ronaldo's mom had a lovely time celebrating Sporting's first Portuguese title in 19 years pic.twitter.com/ChbutEdnWM— The CR7 Timeline. (@TimelineCR7) May 12, 2021 „Á næsta ári þá mun hann spila á Alvalade [Heimavöllur Sporting],“ sagði Dolores við mikinn fönguð stuðningsmannanna. Hinn 36 ára gamli Ronaldo hefur verið orðaður við franska stórliðið Paris Saint Germain og einhverjir stuðningsmenn Manchester United hefur dreymt um að hann kæmi aftur norður til Manchester. Þetta útspil móðir hans er athyglisvert innlegg í umræðuna um framtíð Ronaldo því flestir hlusta nú á mæður sínar. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Mikið er rætt og skrifað um framtíð knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo en það þykir líklegt að hann yfirgefi Juventus í sumar þrátt fyrir að eiga ár eftir af samningi sínum við ítalska félagið. Cristiano Ronaldo skoraði sitt hundraðasta mark fyrir Juventus í 3-1 sigri á miðvikudagskvöldið en liðið er enn í fimmta sæti sem myndi þýða að Juve yrði ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Cristiano Ronaldo will play for Sporting Clube de Portugal next season, according to his mom pic.twitter.com/trjHZdgA95— ESPN FC (@ESPNFC) May 13, 2021 Sporting, fyrsta meistaraflokksfélagið hans Ronaldo, verður aftur á móti í Meistaradeildinni eftir að liðið tryggði sér í vikunni portúgalska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2002. Annaðhvort Porto eða Benfica höfðu orðið meistarar í nítján ár samfellt. Frú Dolores Aveiro er mikill stuðningsmaður Sporting og í sigurvímunni lofaði hún stuðningsmönnunum að hún myndi reyna að sannfæra soninn að koma heim til Sporting. „Ég mun tala við hann [Cristiano] um að koma til baka,“ sagði Dolores Aveiro af svölunum sínum. Cristiano Ronaldo's mom had a lovely time celebrating Sporting's first Portuguese title in 19 years pic.twitter.com/ChbutEdnWM— The CR7 Timeline. (@TimelineCR7) May 12, 2021 „Á næsta ári þá mun hann spila á Alvalade [Heimavöllur Sporting],“ sagði Dolores við mikinn fönguð stuðningsmannanna. Hinn 36 ára gamli Ronaldo hefur verið orðaður við franska stórliðið Paris Saint Germain og einhverjir stuðningsmenn Manchester United hefur dreymt um að hann kæmi aftur norður til Manchester. Þetta útspil móðir hans er athyglisvert innlegg í umræðuna um framtíð Ronaldo því flestir hlusta nú á mæður sínar.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira