27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2021 12:00 Cristiano Ronaldo kyssir hér EM-bikarinn eftir 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleiknum á EM 2016. EPA/GEORGI LICOVSKI Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. Það þarf ekki að fara langa leið á Evrópukortinu til að finna Evrópumeistara síðustu þrettán ára en nágrannarnir á Íberíuskaganum, Spánn og Portúgal, hafa einokað titilinn frá og með EM 2008. Spánverjar urðu fyrsta þjóðin til vinna tvö Evrópumót í röð þegar þeir unnu 2008 og 2012. Spánverjar urðu meira segja heimsmeistarar inn á milli. Portúgal vann síðan síðasta Evrópumót sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016. Euro 2008 World Cup 2010 Euro 2012 Spain's golden generation won Euro 2008 on this day and kick-started a dynasty pic.twitter.com/bvfbcbdOTw— B/R Football (@brfootball) June 29, 2020 Spánn vann sinn fyrsta stóra titil í 44 ár þegar liðið vann EM 2008 eftir 1-0 sigur á Þýskalandi í úrslitaleiknum þar sem Fernando Torres skoraði sigurmarkið. David Villa, markakóngur keppninnar, missti af úrslitaleiknum vegna meiðsla. Spánn hafði slegið Ítalíu út í átta liða úrslitunum og unnið Rússland í undanúrslitunum. Fjórum árum síðar vann spænska landsliðið 4-0 sigur á Ítalíu í úrslitaleiknum þar sem Torres var aftur á skotskónum en hin mörkin skoruðu þeir David Silva, Jordi Alba og Juan Mata. Spánverjar höfðu unnið Portúgal í vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum en unnu Frakkland í átta liða úrslitunum. #OnThisDay 12 years ago...@Torres won Euro 2008 for Spain with a delightful finish pic.twitter.com/FjLSU3ofg5— Goal (@goal) June 29, 2020 Sigurganga Spánverja á EM endaði með 2-0 tapi á móti Ítalíu í sextán liða úrslitunum en þeir höfðu þá líka tapað síðasta leiknum sínum í riðlinum. Portúgal vann Króatíu, Pólland og Wales á leið sinni í úrslitaleikinn þar sem Eder skoraði eina markið í framlengingu í 1-0 sigri á Frakklandi. Þetta var fyrsti sigur Portúgala á stórmóti en þeir höfðu tapað úrslitaleik EM á heimavelli árið 2004. EURO 2016 Portugal claimed a first-ever major tournament trophy thanks to Éder's 109th-minute strike!#OTD | @selecaoportugal pic.twitter.com/N0HO0MwzXY— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 10, 2020 Síðustu tvö Evrópumeistarar hafa þó ekki náð að vinna sinn fyrsta leik á EM. Spænska liðið sem vann 2012 gerði 1-1 jafntefli á móti Ítalíu í leik og Portúgalar hófu síðasta Evrópumót á því að gera 1-1 jafntefli við okkur Íslendinga. Síðasta þjóðin til að vinna EM sem er ekki frá Íberíuskaganum voru Grikkir en þeir unnu hins vegar titilinn á Íberíuskaganum með því að vinna úrslitaleikinn í Lissabon í Portúgal sumarið 2004. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Það þarf ekki að fara langa leið á Evrópukortinu til að finna Evrópumeistara síðustu þrettán ára en nágrannarnir á Íberíuskaganum, Spánn og Portúgal, hafa einokað titilinn frá og með EM 2008. Spánverjar urðu fyrsta þjóðin til vinna tvö Evrópumót í röð þegar þeir unnu 2008 og 2012. Spánverjar urðu meira segja heimsmeistarar inn á milli. Portúgal vann síðan síðasta Evrópumót sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016. Euro 2008 World Cup 2010 Euro 2012 Spain's golden generation won Euro 2008 on this day and kick-started a dynasty pic.twitter.com/bvfbcbdOTw— B/R Football (@brfootball) June 29, 2020 Spánn vann sinn fyrsta stóra titil í 44 ár þegar liðið vann EM 2008 eftir 1-0 sigur á Þýskalandi í úrslitaleiknum þar sem Fernando Torres skoraði sigurmarkið. David Villa, markakóngur keppninnar, missti af úrslitaleiknum vegna meiðsla. Spánn hafði slegið Ítalíu út í átta liða úrslitunum og unnið Rússland í undanúrslitunum. Fjórum árum síðar vann spænska landsliðið 4-0 sigur á Ítalíu í úrslitaleiknum þar sem Torres var aftur á skotskónum en hin mörkin skoruðu þeir David Silva, Jordi Alba og Juan Mata. Spánverjar höfðu unnið Portúgal í vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum en unnu Frakkland í átta liða úrslitunum. #OnThisDay 12 years ago...@Torres won Euro 2008 for Spain with a delightful finish pic.twitter.com/FjLSU3ofg5— Goal (@goal) June 29, 2020 Sigurganga Spánverja á EM endaði með 2-0 tapi á móti Ítalíu í sextán liða úrslitunum en þeir höfðu þá líka tapað síðasta leiknum sínum í riðlinum. Portúgal vann Króatíu, Pólland og Wales á leið sinni í úrslitaleikinn þar sem Eder skoraði eina markið í framlengingu í 1-0 sigri á Frakklandi. Þetta var fyrsti sigur Portúgala á stórmóti en þeir höfðu tapað úrslitaleik EM á heimavelli árið 2004. EURO 2016 Portugal claimed a first-ever major tournament trophy thanks to Éder's 109th-minute strike!#OTD | @selecaoportugal pic.twitter.com/N0HO0MwzXY— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 10, 2020 Síðustu tvö Evrópumeistarar hafa þó ekki náð að vinna sinn fyrsta leik á EM. Spænska liðið sem vann 2012 gerði 1-1 jafntefli á móti Ítalíu í leik og Portúgalar hófu síðasta Evrópumót á því að gera 1-1 jafntefli við okkur Íslendinga. Síðasta þjóðin til að vinna EM sem er ekki frá Íberíuskaganum voru Grikkir en þeir unnu hins vegar titilinn á Íberíuskaganum með því að vinna úrslitaleikinn í Lissabon í Portúgal sumarið 2004.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15
30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00