Sport

Hlynur heldur áfram að bæta Íslandsmetin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Andrésson á Íslandsmet í fimm greinum utanhúss.
Hlynur Andrésson á Íslandsmet í fimm greinum utanhúss. Mynd/ÍSÍ

Frjálsíþróttamaðurinn Hlynur Andrésson heldur áfram að skrifa Íslandssöguna í langhlaupum. Hlynur sett enn eitt Íslandsmetið í gær þegar hann keppti á Harry Schulting leikunum í Hollandi.

Hlynur kom þá í mark í 3000 metra hlaupi á 8:01,37 mín. en gamla metið átti hann sjálfur og var það 8:02,60 mín.

Hlynur varð fyrr á árinu fyrsti Íslendingurinn til að hlaupa 3000 metrana hraðar en Jón Diðriksson sem átti metið í næstum því þrjá áratugi.

Hlynur á einnig Íslandsmetin utanhúss í 10000 metra hlaupi, 10 km götuhlaupi, hálfu maraþoni og maraþoni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×