Innlent

Bein út­sending: Hvernig ætla ís­lensk stjórn­völd að ná mark­miðum sínum í lofts­lags­málum?

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn hefst klukkan 12.
Fundurinn hefst klukkan 12. HR

Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild HR, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis að þessu sinni þar sem fjallað er um áhrif EES-samningsins á íslenska loftslagslöggjöf.

Markmið ESB og um leið EES/EFTA-ríkjanna í loftslagsmálum eru metnaðarfull og þær aðgerðir sem ráðast þarf í til að ná þeim eru vel útfærð og sannfærandi.

Sameiginleg markmið ESB, aðildarríkja þess, Íslands og Noregs gagnvart Parísarsamningnum er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030 miðað við útblástur árið 1990.

Þessu markmiði á að ná í fyrsta lagi með því að draga úr losun um 30% miðað við árið 2005, í geirum sem eru á beinni ábyrgð stjórnvalda. Í öðru lagi með því að tryggja að heildarlosun frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt sé ekki meiri en heildarbinding. Í þriðja lagi á að draga úr losun um 43% á grundvelli viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir.

En hvernig ætla íslensk stjórnvöld að ná loftslagsmarkmiðum sínum? Aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum gegnir hér lykilhlutverki. Samkvæmt henni á m.a. að ráðast í orkuskipti í vegasamgöngum, bæta fóðrun búfjár til að draga úr iðragerjun, draga úr urðun úrgangs og matarsóun, efla skógrækt, landgræðslu og endurheimta votlendi, svo fátt eitt sé nefnt.

Þrátt fyrir vandaða löggjöf og metnaðarfullar aðgerðir er björninn ekki unninn og til að draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda, og þar með hlýnun jarðar, þurfa allir; stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar að leggja sitt af mörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×