Óli Jóh um ÍA: „Af hverju haga leikmennirnir sér svona?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2021 11:31 Ísak Snær Þorvaldsson og Hákon Ingi Jónsson, leikmenn ÍA, hafa báðir fengið rautt spjald í upphafi tímabils. vísir/hulda margrét ÍA hefur misst mann af velli með rautt spjald í tveimur af fyrstu þremur leikjum liðsins í Pepsi Max-deild karla. Ólafur Jóhannesson segir að spennustigið hjá Skagamönnum sé alltof hátt. Hákon Ingi Jónsson var rekinn af velli í leiknum gegn FH í gær eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með þriggja mínútna millibili. Þá var staðan 0-1, ÍA í vil. FH jafnaði mínútu eftir að Hákon fékk rauða spjaldið og vann leikinn svo 5-1. Ísak Snær Þorvaldsson var einnig rekinn af velli í 2-0 tapinu fyrir Val í 1. umferðinni eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með stuttu millibili. „Þetta er alveg rosalega vitlaust og mikið ofboðslega mega Jói Kalli og þeir sem koma að Skagaliðinu vera svekktir út í þennan dreng að gera þetta svona,“ sagði Atli Viðar um seinna gula spjaldið sem Hákon fékk fyrir að brjóta Gunnari Nielsen, markverði FH. Klippa: Pepsi Max stúkan - Ólafur um agaleysi Skagamanna „Þetta er annar leikurinn þar sem þeir fá rautt spjald. Auðvitað er hægt að segja að öll rauð spjöld séu vitleysa en stundum eru þau ekki vitleysa. Ég fer ekkert ofan af því. En hvar er spennustig leikmanna? Af hverju haga leikmennirnir sér svona?“ spurði Ólafur forviða. „Þetta er náttúrulega ekkert eðlilegt. Þessi tvö spjöld, þetta er ekkert eðlilegt. Þú getur farið einu sinni í markvörðinn, þrumað í hann og svona og þá hefurðu smá yfirburði næst þegar þú mætir honum. En þetta er úti í hött. Spennustigið hjá liðinu er ekki rétt.“ ÍA er á botni Pepsi Max-deildarinnar með eitt stig. Næsti leikur Skagamanna er gegn Stjörnumönnum á mánudaginn. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan ÍA Tengdar fréttir Lof og last 3. umferðar: Sóknarleikur blómstraði á kostnað varnarleiks, Mikkelsen, Páez, Hákon og Óli Jóh Þriðju umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. 14. maí 2021 10:10 Svona braut Sindri tvö rifbein Um korters bið varð á leik FH og ÍA í gær þegar Sindri Snær Magnússon, leikmaður ÍA, meiddist snemma eftir að hafa komið inn á í upphafi seinni hálfleiks. Myndband af því þegar hann meiddist má sjá í greininni. 14. maí 2021 09:47 Sjáðu markasúpuna úr Pepsi Max-deild karla í gær Hvorki fleiri né færri en tuttugu mörk voru skoruð í leikjunum fjórum í Pepsi Max-deild karla í gær. 14. maí 2021 09:00 Tveir Skagamenn á sjúkrahús: „Hann var greinilega sárkvalinn“ Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, gæti orðið lengi frá keppni eftir að hafa meiðst gegn FH í kvöld. Sindri Snær Magnússon meiddist einnig alvarlega og var fluttur með sjúkrabíl af vellinum. 13. maí 2021 22:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍA 5-1 | Ógæfa dundi yfir Skagamenn og flóðgáttir opnuðust Skagamenn enduðu með útileikmann í markinu, tveimur mönnum færri, í 5-1 tapinu gegn FH í Kaplakrika í kvöld. Með sigrinum eru FH-ingar á toppi Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig en ÍA er með eitt stig eftir þrjár umferðir. 13. maí 2021 22:20 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Hákon Ingi Jónsson var rekinn af velli í leiknum gegn FH í gær eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með þriggja mínútna millibili. Þá var staðan 0-1, ÍA í vil. FH jafnaði mínútu eftir að Hákon fékk rauða spjaldið og vann leikinn svo 5-1. Ísak Snær Þorvaldsson var einnig rekinn af velli í 2-0 tapinu fyrir Val í 1. umferðinni eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með stuttu millibili. „Þetta er alveg rosalega vitlaust og mikið ofboðslega mega Jói Kalli og þeir sem koma að Skagaliðinu vera svekktir út í þennan dreng að gera þetta svona,“ sagði Atli Viðar um seinna gula spjaldið sem Hákon fékk fyrir að brjóta Gunnari Nielsen, markverði FH. Klippa: Pepsi Max stúkan - Ólafur um agaleysi Skagamanna „Þetta er annar leikurinn þar sem þeir fá rautt spjald. Auðvitað er hægt að segja að öll rauð spjöld séu vitleysa en stundum eru þau ekki vitleysa. Ég fer ekkert ofan af því. En hvar er spennustig leikmanna? Af hverju haga leikmennirnir sér svona?“ spurði Ólafur forviða. „Þetta er náttúrulega ekkert eðlilegt. Þessi tvö spjöld, þetta er ekkert eðlilegt. Þú getur farið einu sinni í markvörðinn, þrumað í hann og svona og þá hefurðu smá yfirburði næst þegar þú mætir honum. En þetta er úti í hött. Spennustigið hjá liðinu er ekki rétt.“ ÍA er á botni Pepsi Max-deildarinnar með eitt stig. Næsti leikur Skagamanna er gegn Stjörnumönnum á mánudaginn. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan ÍA Tengdar fréttir Lof og last 3. umferðar: Sóknarleikur blómstraði á kostnað varnarleiks, Mikkelsen, Páez, Hákon og Óli Jóh Þriðju umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. 14. maí 2021 10:10 Svona braut Sindri tvö rifbein Um korters bið varð á leik FH og ÍA í gær þegar Sindri Snær Magnússon, leikmaður ÍA, meiddist snemma eftir að hafa komið inn á í upphafi seinni hálfleiks. Myndband af því þegar hann meiddist má sjá í greininni. 14. maí 2021 09:47 Sjáðu markasúpuna úr Pepsi Max-deild karla í gær Hvorki fleiri né færri en tuttugu mörk voru skoruð í leikjunum fjórum í Pepsi Max-deild karla í gær. 14. maí 2021 09:00 Tveir Skagamenn á sjúkrahús: „Hann var greinilega sárkvalinn“ Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, gæti orðið lengi frá keppni eftir að hafa meiðst gegn FH í kvöld. Sindri Snær Magnússon meiddist einnig alvarlega og var fluttur með sjúkrabíl af vellinum. 13. maí 2021 22:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍA 5-1 | Ógæfa dundi yfir Skagamenn og flóðgáttir opnuðust Skagamenn enduðu með útileikmann í markinu, tveimur mönnum færri, í 5-1 tapinu gegn FH í Kaplakrika í kvöld. Með sigrinum eru FH-ingar á toppi Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig en ÍA er með eitt stig eftir þrjár umferðir. 13. maí 2021 22:20 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Lof og last 3. umferðar: Sóknarleikur blómstraði á kostnað varnarleiks, Mikkelsen, Páez, Hákon og Óli Jóh Þriðju umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. 14. maí 2021 10:10
Svona braut Sindri tvö rifbein Um korters bið varð á leik FH og ÍA í gær þegar Sindri Snær Magnússon, leikmaður ÍA, meiddist snemma eftir að hafa komið inn á í upphafi seinni hálfleiks. Myndband af því þegar hann meiddist má sjá í greininni. 14. maí 2021 09:47
Sjáðu markasúpuna úr Pepsi Max-deild karla í gær Hvorki fleiri né færri en tuttugu mörk voru skoruð í leikjunum fjórum í Pepsi Max-deild karla í gær. 14. maí 2021 09:00
Tveir Skagamenn á sjúkrahús: „Hann var greinilega sárkvalinn“ Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, gæti orðið lengi frá keppni eftir að hafa meiðst gegn FH í kvöld. Sindri Snær Magnússon meiddist einnig alvarlega og var fluttur með sjúkrabíl af vellinum. 13. maí 2021 22:00
Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍA 5-1 | Ógæfa dundi yfir Skagamenn og flóðgáttir opnuðust Skagamenn enduðu með útileikmann í markinu, tveimur mönnum færri, í 5-1 tapinu gegn FH í Kaplakrika í kvöld. Með sigrinum eru FH-ingar á toppi Pepsi Max-deildarinnar með sjö stig en ÍA er með eitt stig eftir þrjár umferðir. 13. maí 2021 22:20