RNG enn ósigraðir á MSI Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2021 22:31 Royal Never Give Up eru með tíu sigra í tíu leikjum. Colin Youngwolff/Riot Games/Riot Games Inc. via Getty Images Fyrsti dagur milliriðilsins fór fram á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. RNG sigraði báða leiki sína, og eru því ósigraðir í tíu leikjum. RNG mætti heimsmeisturunum í DWG KIA í fyrsta leik dagsins. DWG KIA náði forystunni snemma leiks og leit út fyrir að mögulega væri fyrsta tap RNG á mótinu framundan. Þegar um 15 mínútur voru liðnar af leiknum fór RNG þó að snúa hlutunum við. Eftir 25 mínútna leik voru liðsmenn RNG komnir með gott forksot sem þeir nýttu sér til að klára leikinn og ná sér þar með í níunda sigur mótsins. Í öðrum leik dagsins mættust MAD Lions og Pentanet.GG. Það var nokkuð ljóst strax í byrjun að MAD Lions væru of stór biti fyrir Pentanet.GG, og þó að Pentanet.GG hafi reynt hvað þeir gátu til að valda MAD Lions vandræðum var öruggur sigur fulltrúa LEC var aldrei í hættu. .@MADLions_LoLEN secure their first win in the #MSI2021 Rumble Stage! pic.twitter.com/XZbiPae96f— LoL Esports (@lolesports) May 14, 2021 DWG KIA fékk svo tækifæri til að snúa gengi dagsins við þegar þeir mættu PSG Talon. DWG KIA lenti í smá basli í byrjun leiks, og PSG Talon náði góðu forskoti. Heimsmeistararnir gerðu þó það sem þeir gera best og snéru leiknum sér í hag og unnu að lokum mikilvægan sigur eftir tæplega hálftíma leik. RNG og Cloud9 mættust svo í mest spennandi leik dagsins. RNG voru með yfirhöndina stærstan hluta leiksins, en eftir tæplega 25 mínútur voru Cloud9 við það að snúa leiknum sér í hag. Fjórum mínútum síðar gerðu Cloud9 þó afdrifarík mistök þegar þeir sendu allt liðið til að taka Baron. RNG nýtti sér þetta og strunsaði fram og kláraði leikinn á meðan Wei hljóp um eins og óður maður til að koma í veg fyrir það að liðsmenn Cloud9 gætu bakkað. The final moments in @RNGRoyal's victory over @Cloud9! #MSI2021 pic.twitter.com/nykUsZnchx— LoL Esports (@lolesports) May 14, 2021 Seinustu tveir leikir dagsins voru ekki jafn spennandi. Pentanet.GG virðist ætla að verða nokkurs konar fallbyssufóður fyrir hin liðin, en þeir steinlágu fyrir PSG Talon. MAD Lions og Cloud9 mættust svo í lokaleik dagsins, en margir hafa beðið spenntir eftir viðureign Bandaríkjana og Evrópu. Kannski hefði fólk átt að stilla væntingum sínum í hóf, en sigur MAD Lions var aldrei í hættu. Þeir tóku forystuna snemma leiks og juku hana jafnt og þétt þangað til að þeir unnu loks eftir 25 mínútur af League of Legends. The #MSI2021 Rumble Stage Standings after Day 1! pic.twitter.com/BETACMEdJr— LoL Esports (@lolesports) May 14, 2021 Hægt er að fylgjast með MSI á Stöð 2 eSport, en útsending frá öðrum degi milliriðilsins hefst klukkan 12:30 á morgun. Úrslti dagsins DWG KIA - RNG MAD Lions - Pentanet.GG PSG Talon - DWG KIA RNG - Cloud9 PSG Talon - Pentanet.GG Cloud9 - MAD Lions League of Legends Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn
RNG mætti heimsmeisturunum í DWG KIA í fyrsta leik dagsins. DWG KIA náði forystunni snemma leiks og leit út fyrir að mögulega væri fyrsta tap RNG á mótinu framundan. Þegar um 15 mínútur voru liðnar af leiknum fór RNG þó að snúa hlutunum við. Eftir 25 mínútna leik voru liðsmenn RNG komnir með gott forksot sem þeir nýttu sér til að klára leikinn og ná sér þar með í níunda sigur mótsins. Í öðrum leik dagsins mættust MAD Lions og Pentanet.GG. Það var nokkuð ljóst strax í byrjun að MAD Lions væru of stór biti fyrir Pentanet.GG, og þó að Pentanet.GG hafi reynt hvað þeir gátu til að valda MAD Lions vandræðum var öruggur sigur fulltrúa LEC var aldrei í hættu. .@MADLions_LoLEN secure their first win in the #MSI2021 Rumble Stage! pic.twitter.com/XZbiPae96f— LoL Esports (@lolesports) May 14, 2021 DWG KIA fékk svo tækifæri til að snúa gengi dagsins við þegar þeir mættu PSG Talon. DWG KIA lenti í smá basli í byrjun leiks, og PSG Talon náði góðu forskoti. Heimsmeistararnir gerðu þó það sem þeir gera best og snéru leiknum sér í hag og unnu að lokum mikilvægan sigur eftir tæplega hálftíma leik. RNG og Cloud9 mættust svo í mest spennandi leik dagsins. RNG voru með yfirhöndina stærstan hluta leiksins, en eftir tæplega 25 mínútur voru Cloud9 við það að snúa leiknum sér í hag. Fjórum mínútum síðar gerðu Cloud9 þó afdrifarík mistök þegar þeir sendu allt liðið til að taka Baron. RNG nýtti sér þetta og strunsaði fram og kláraði leikinn á meðan Wei hljóp um eins og óður maður til að koma í veg fyrir það að liðsmenn Cloud9 gætu bakkað. The final moments in @RNGRoyal's victory over @Cloud9! #MSI2021 pic.twitter.com/nykUsZnchx— LoL Esports (@lolesports) May 14, 2021 Seinustu tveir leikir dagsins voru ekki jafn spennandi. Pentanet.GG virðist ætla að verða nokkurs konar fallbyssufóður fyrir hin liðin, en þeir steinlágu fyrir PSG Talon. MAD Lions og Cloud9 mættust svo í lokaleik dagsins, en margir hafa beðið spenntir eftir viðureign Bandaríkjana og Evrópu. Kannski hefði fólk átt að stilla væntingum sínum í hóf, en sigur MAD Lions var aldrei í hættu. Þeir tóku forystuna snemma leiks og juku hana jafnt og þétt þangað til að þeir unnu loks eftir 25 mínútur af League of Legends. The #MSI2021 Rumble Stage Standings after Day 1! pic.twitter.com/BETACMEdJr— LoL Esports (@lolesports) May 14, 2021 Hægt er að fylgjast með MSI á Stöð 2 eSport, en útsending frá öðrum degi milliriðilsins hefst klukkan 12:30 á morgun. Úrslti dagsins DWG KIA - RNG MAD Lions - Pentanet.GG PSG Talon - DWG KIA RNG - Cloud9 PSG Talon - Pentanet.GG Cloud9 - MAD Lions
DWG KIA - RNG MAD Lions - Pentanet.GG PSG Talon - DWG KIA RNG - Cloud9 PSG Talon - Pentanet.GG Cloud9 - MAD Lions
League of Legends Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn