Fjölmiðlabygging sprengd í loft upp í enn einni loftárásinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2021 18:56 Byggingin, sem hér sést springa í loft upp, hýsti skrifstofur AP- og Al Jazeera-fréttastofanna. Vísir/AP Árásir Ísraelshers í Palestínu héldu áfram í dag, sjötta daginn í röð. Bygging sem hýsti fjölmiðlafólk á Gaza varð fyrir sprengingu í morgun og átta börn fórust í loftárás Ísraela í flóttamannabúðum á svæðinu í nótt. Al Jalaa-turninn, byggingin sem sprengd var í loft upp, hýsti meðal annars skrifstofur fréttastofanna AP og Al Jazeera. Ísraelsher lét rýma bygginguna um klukkustund áður en sprengingin varð. Gary Pruitt forstjóri AP sagði í dag að litlu hefði mátt muna að mannfall yrði. „Um tólf fréttamenn og verktakar AP voru inni í byggingunni og sem betur fer náðum við að forða þeim út í tæka tíð. Heimurinn mun vita minna um það sem á sér stað á Gasasvæðinu vegna þess sem gerðist í dag,“ sagði Pruitt í yfirlýsingu. Ísraelsher hélt því fram í dag að í byggingunni hefði verið „herbúnaður“ hinna palestínsku Hamas-samtaka en BBC hefur eftir umsjónarmanni byggingarinnar að svo hafi ekki verið. Þá sprengdi Ísraelsher einnig heimili Khalil al Hayeh, einn helsta leiðtoga Hamas. Síðdegis í dag höfðu næstum hundrað og fjörutíu farist í árásum Ísraelshers á Gasasvæðinu, þar af þrjátíu og níu börn. Tíu fórust í mannskæðustu loftárás hersins á flóttamannabúðir á svæðinu í nótt. Átta börn voru meðal látinna - þrjú þeirra voru börn Mohammed Hadidi fjölskylduföður á Gasa en hann missti auk þess eiginkonu sína í árásinni. Sex mánaða sonur hans Omar var sá eini sem komst lífs af. Sjö hafa farist í árásum Hamas í Ísrael, samkvæmt frétt Guardian síðdegis. Í dag var efnt til mótmæla víða um heim gegn framgöngu Ísraelshers á Gasa, þar á meðal í Madríd, Berlín og París. Táragasi og vatnsbyssum var beitt á mótmælendur í síðastnefndu borginni en yfirvöld höfðu bannað mótmælin af ótta við að óeirðir brytust út. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Mörghundruð mótmæltu „blóðbaðinu“ á Austurvelli Mörghundruð manns komu saman á Austurvelli og mótmæltu framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í Palestínu síðustu daga. Mótmælafundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“. 15. maí 2021 14:30 Krefja íslensk stjórnvöld um viðskiptabann gegn Ísrael Félagið Ísland Palestína krefst þess að íslensk stjórnvöld beiti Ísrael viðskiptaþvingunum vegna árása á Gasa. Félagið boðar til mótmælafundar á Austurvelli klukkan eitt og býst við fjölmenni. 15. maí 2021 12:17 Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Al Jalaa-turninn, byggingin sem sprengd var í loft upp, hýsti meðal annars skrifstofur fréttastofanna AP og Al Jazeera. Ísraelsher lét rýma bygginguna um klukkustund áður en sprengingin varð. Gary Pruitt forstjóri AP sagði í dag að litlu hefði mátt muna að mannfall yrði. „Um tólf fréttamenn og verktakar AP voru inni í byggingunni og sem betur fer náðum við að forða þeim út í tæka tíð. Heimurinn mun vita minna um það sem á sér stað á Gasasvæðinu vegna þess sem gerðist í dag,“ sagði Pruitt í yfirlýsingu. Ísraelsher hélt því fram í dag að í byggingunni hefði verið „herbúnaður“ hinna palestínsku Hamas-samtaka en BBC hefur eftir umsjónarmanni byggingarinnar að svo hafi ekki verið. Þá sprengdi Ísraelsher einnig heimili Khalil al Hayeh, einn helsta leiðtoga Hamas. Síðdegis í dag höfðu næstum hundrað og fjörutíu farist í árásum Ísraelshers á Gasasvæðinu, þar af þrjátíu og níu börn. Tíu fórust í mannskæðustu loftárás hersins á flóttamannabúðir á svæðinu í nótt. Átta börn voru meðal látinna - þrjú þeirra voru börn Mohammed Hadidi fjölskylduföður á Gasa en hann missti auk þess eiginkonu sína í árásinni. Sex mánaða sonur hans Omar var sá eini sem komst lífs af. Sjö hafa farist í árásum Hamas í Ísrael, samkvæmt frétt Guardian síðdegis. Í dag var efnt til mótmæla víða um heim gegn framgöngu Ísraelshers á Gasa, þar á meðal í Madríd, Berlín og París. Táragasi og vatnsbyssum var beitt á mótmælendur í síðastnefndu borginni en yfirvöld höfðu bannað mótmælin af ótta við að óeirðir brytust út.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Mörghundruð mótmæltu „blóðbaðinu“ á Austurvelli Mörghundruð manns komu saman á Austurvelli og mótmæltu framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í Palestínu síðustu daga. Mótmælafundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“. 15. maí 2021 14:30 Krefja íslensk stjórnvöld um viðskiptabann gegn Ísrael Félagið Ísland Palestína krefst þess að íslensk stjórnvöld beiti Ísrael viðskiptaþvingunum vegna árása á Gasa. Félagið boðar til mótmælafundar á Austurvelli klukkan eitt og býst við fjölmenni. 15. maí 2021 12:17 Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Mörghundruð mótmæltu „blóðbaðinu“ á Austurvelli Mörghundruð manns komu saman á Austurvelli og mótmæltu framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í Palestínu síðustu daga. Mótmælafundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“. 15. maí 2021 14:30
Krefja íslensk stjórnvöld um viðskiptabann gegn Ísrael Félagið Ísland Palestína krefst þess að íslensk stjórnvöld beiti Ísrael viðskiptaþvingunum vegna árása á Gasa. Félagið boðar til mótmælafundar á Austurvelli klukkan eitt og býst við fjölmenni. 15. maí 2021 12:17
Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54