Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2021 16:46 Sigurður lýsti meiðslum sínum í færslu á dögunum. @siggiworld Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum. Raunar stóð til að kapparnir legðu í hann í gær en brottför var frestað um sólarhring vegna veðurs. Fjallgöngumenn í Himalajafjöllunum fylgjast vel með veðurspám og reyna að finna góðan veðurglugga fyrir göngur sínar. Nægt er erfiðið og hættan án þess að veður vinni á móti manni. Félagarnir eru sem kunnugt er í áheitasöfnun fyrir Umhyggju - styrktarfélag langveikra barna og hafa verið í Nepal síðan 23. mars og í hæðaraðlögun í grunnbúðum í sex vikur. Tveggja manna teymið varð fyrir áfalli fyrir tveimur vikum þegar Sigurður sneri illa upp á hnéð í æfingagöngu. Hann lýsir miklum þjáningum á göngu sinni aftur í grunnbúðir. View this post on Instagram A post shared by Heimir F. Hallgrimsson (@heimirhallgrimsson) Eftir að hafa aflað sér ráðgjafar hjá sérfræðingum heima á Íslandi var ákveðið að hann myndi reyna að styrkja hnéð í fimm daga. Að sjö dögum loknum var hnéð en í hakki og ekkert annað í stöðunni en að fljúga með þyrlu til höfuðborgarinnar Katmandú og fá læknisráðgjöf. Tilfinningarnar voru blendnar þegar hann steig um borð í þyrluna. „Ein erfiðasta fjallgöngureynsla mín var þegar ég sá félaga minn fluttan á brott með þyrlu,“ sagði Sigurður í færslu á Instagram þar sem hann rakti meiðslasöguna. Óvissan um áframhaldið hafi verið mikil. Einu orð Heimis til sín hafi verið að snúa aftur í grunnbúðir, þeir ættu að klára gönguna saman. Heimir og Sigurður leggja í hann um klukkan 19:15 að íslenskum tíma. Þá er klukkan eitt að næturlagi í Nepal. Sigurður fór í sneiðmyndatöku og endurhæfing hófst. Hún gekk vonum framar og var hann fljótlega farinn að geta sett álag umfram eiginþyngd á hnéð. Fimm dögum síðar var ákveðið að snúa aftur í grunnbúðir. „Ég verð að vera tilbúinn að sætta mig við það að snúa við ef meiðsli mín hafa áhrif á öryggi mitt eða hópsins,“ sagðir Sigurður. Hann kom aftur í grunnbúðir með þyrlu í gær og er fullur þakklætis að fá að reyna aftur. Og nú er komið að stóru stundinni. Heimir segir í færslu á Instagram að veðurglugginn líti vel út og vonandi haldist sú spá. Planið sé að standa á toppi Everest á bilinu 21. til 23. maí með fána Umhyggju. Rætt var við Heimi í Íslandi í dag í janúar. Everest Fjallamennska Góðverk Íslendingar erlendis Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Sjá meira
Raunar stóð til að kapparnir legðu í hann í gær en brottför var frestað um sólarhring vegna veðurs. Fjallgöngumenn í Himalajafjöllunum fylgjast vel með veðurspám og reyna að finna góðan veðurglugga fyrir göngur sínar. Nægt er erfiðið og hættan án þess að veður vinni á móti manni. Félagarnir eru sem kunnugt er í áheitasöfnun fyrir Umhyggju - styrktarfélag langveikra barna og hafa verið í Nepal síðan 23. mars og í hæðaraðlögun í grunnbúðum í sex vikur. Tveggja manna teymið varð fyrir áfalli fyrir tveimur vikum þegar Sigurður sneri illa upp á hnéð í æfingagöngu. Hann lýsir miklum þjáningum á göngu sinni aftur í grunnbúðir. View this post on Instagram A post shared by Heimir F. Hallgrimsson (@heimirhallgrimsson) Eftir að hafa aflað sér ráðgjafar hjá sérfræðingum heima á Íslandi var ákveðið að hann myndi reyna að styrkja hnéð í fimm daga. Að sjö dögum loknum var hnéð en í hakki og ekkert annað í stöðunni en að fljúga með þyrlu til höfuðborgarinnar Katmandú og fá læknisráðgjöf. Tilfinningarnar voru blendnar þegar hann steig um borð í þyrluna. „Ein erfiðasta fjallgöngureynsla mín var þegar ég sá félaga minn fluttan á brott með þyrlu,“ sagði Sigurður í færslu á Instagram þar sem hann rakti meiðslasöguna. Óvissan um áframhaldið hafi verið mikil. Einu orð Heimis til sín hafi verið að snúa aftur í grunnbúðir, þeir ættu að klára gönguna saman. Heimir og Sigurður leggja í hann um klukkan 19:15 að íslenskum tíma. Þá er klukkan eitt að næturlagi í Nepal. Sigurður fór í sneiðmyndatöku og endurhæfing hófst. Hún gekk vonum framar og var hann fljótlega farinn að geta sett álag umfram eiginþyngd á hnéð. Fimm dögum síðar var ákveðið að snúa aftur í grunnbúðir. „Ég verð að vera tilbúinn að sætta mig við það að snúa við ef meiðsli mín hafa áhrif á öryggi mitt eða hópsins,“ sagðir Sigurður. Hann kom aftur í grunnbúðir með þyrlu í gær og er fullur þakklætis að fá að reyna aftur. Og nú er komið að stóru stundinni. Heimir segir í færslu á Instagram að veðurglugginn líti vel út og vonandi haldist sú spá. Planið sé að standa á toppi Everest á bilinu 21. til 23. maí með fána Umhyggju. Rætt var við Heimi í Íslandi í dag í janúar.
Everest Fjallamennska Góðverk Íslendingar erlendis Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Sjá meira