Mikill viðbúnaður þó talið sé að ógnin sé engin Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2021 18:01 Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Við teljum í sjálfu sér og vitum ekki um sérstaka ógn þessu samfara,“ segir Jón Bjartmars, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, spurður hvort erlendum ráðherrum, sem ætla að sitja fund Norðurskautsráðs hér á landi í vikunni, stafi ógn af einstaklingum eða hópum hér á landi. Gífurlegur viðbúnaður verður hins vegar vegna komu þessara ráðherra, sérstaklega vegna utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands. „Við eigum von á því að fólk vilji mótmæla en þá eigum við von á að það verði friðsamleg mótmæli. Fólk á rétt á að mótmæla og lögregla mun liðsinna í því,“ segir Jón. Ráðherrar frá Norðurlöndum og Kanada verða einnig viðstaddir þennan fund en Jón segir öryggiskröfurnar mismunandi eftir löndum. Mestar eru kröfurnar frá Bandaríkjamönnunum. „Það er alveg ljóst að þjóðir gera mismunandi öryggiskröfur. Bandaríkjamenn eru þekktir fyrir að gera ítarlegar öryggiskröfur,“ segir Jón. Hann bendir á að íslenskum yfirvöldum beri skylda að tryggja öryggi ráðherranna samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. 115 lögreglumenn frá embættum Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi, munu koma að gæslunni. Mun hún að mestu snúast um umferðarfylgd og gæslu á fundar- og gististöðum. Jón segir viðbúnaðinn álíka og þegar Mike Pence, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, kom til Íslands árið 2019. Þá verður einnig ítarleg öryggisleit í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu þar sem fundur Norðurskautsráðsins fer fram. „Þar munu sprengjusérfræðingar og sprengjuleitarhundar verða við leit.“ Lögreglumál Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32 Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða Regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt þar í dag. 17. maí 2021 17:10 Blinken fundar með íslenskum ráðamönnum Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra eftir að hann kemur hingað til lands á mánudagskvöld, samkvæmt tilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins. 14. maí 2021 19:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Gífurlegur viðbúnaður verður hins vegar vegna komu þessara ráðherra, sérstaklega vegna utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands. „Við eigum von á því að fólk vilji mótmæla en þá eigum við von á að það verði friðsamleg mótmæli. Fólk á rétt á að mótmæla og lögregla mun liðsinna í því,“ segir Jón. Ráðherrar frá Norðurlöndum og Kanada verða einnig viðstaddir þennan fund en Jón segir öryggiskröfurnar mismunandi eftir löndum. Mestar eru kröfurnar frá Bandaríkjamönnunum. „Það er alveg ljóst að þjóðir gera mismunandi öryggiskröfur. Bandaríkjamenn eru þekktir fyrir að gera ítarlegar öryggiskröfur,“ segir Jón. Hann bendir á að íslenskum yfirvöldum beri skylda að tryggja öryggi ráðherranna samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. 115 lögreglumenn frá embættum Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi, munu koma að gæslunni. Mun hún að mestu snúast um umferðarfylgd og gæslu á fundar- og gististöðum. Jón segir viðbúnaðinn álíka og þegar Mike Pence, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, kom til Íslands árið 2019. Þá verður einnig ítarleg öryggisleit í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu þar sem fundur Norðurskautsráðsins fer fram. „Þar munu sprengjusérfræðingar og sprengjuleitarhundar verða við leit.“
Lögreglumál Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32 Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða Regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt þar í dag. 17. maí 2021 17:10 Blinken fundar með íslenskum ráðamönnum Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra eftir að hann kemur hingað til lands á mánudagskvöld, samkvæmt tilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins. 14. maí 2021 19:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. 17. maí 2021 13:32
Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða Regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt þar í dag. 17. maí 2021 17:10
Blinken fundar með íslenskum ráðamönnum Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra eftir að hann kemur hingað til lands á mánudagskvöld, samkvæmt tilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins. 14. maí 2021 19:00