Palestína/Ísrael - er þetta flókið? Hlédís Sveinsdóttir skrifar 18. maí 2021 08:32 Þetta snýst í grunninn um eitt: Landrán. Rán á landi, húsum og jörðum íbúa Palestínu. Birtingarmyndir þess erum við að sjá í fjölmiðlum. Má þar nefna ofbeldi, dráp, landtökubyggðir, hernám og fl. Því fleiri hús og jarðir sem Ísraelar sölsa undir sig með landtökubyggðum, því fleiri íbúar Palestínu þurfa að vera á flótta eða hafast við í flóttamannabúðum. Ef þér finnst erfitt að treysta þessum orðum þá er hægt að skoða tölur. Ferkílómetrar lands sem Ísraelar hafa tekið ófrjálsri hendi síðustu ár. Fjöldi látinna í Ísrael annarsvegar og Palestínu hinsvegar. Upphafið: Ísraelsríki var stofnað á u.þ.b. helming landsvæði Palestínu árið 1948. Það voru Sameinuðu þjóðirnar (UNSCOP) sem stóðu að því og þar áttum við Íslendingar sendiherra sem fyrstur tók til máls og lagði til að stofnað yrði þjóðríki gyðinga í Palestínu (bókun 181). Sagan nær auðvitað lengra aftur og má þar nefna Balfour samninginn (1917) og fleiri atburði. En eftir seinni heimsstyrjöld (helförina) færist aukin áhersla á að finna gyðingum stað. Skiljanlega. En það er líka skiljanlegt að íbúar Palestínu hafi ekki sætt sig við það. Framhald: Ísraelsríki lýsti yfir sjálfstæði. Íbúar Palestínu gerðu það hins vegar ekki því þannig hefðu þeir jafnframt samþykkt þessa skiptingu lands sem Sameinuðu þjóðirnar lögðu til. Í framhaldinu hófust átök. Átök sem enduðumeð því að Ísraelar náðu undir sig meira landsvæði af Palestínu. Þannig hefur það haldiðáfram í gegnum árin. Sem dæmi má nefna að í júlí 1948 ráku hersveitir Ísraels um 70 þúsund Palestínumenn á flótta frá heimilum sínum og drápu nokkur hundruð, þetta er bara einn mánuður í einu ári fyrir meira en hálfri öld síðan. Það er hægt að minnast á 6 daga stríðið árið 1967 og fleiri hernaðaraðgerðir Ísraela sem sífellt ræna meira landsvæði. Fermetra tölurnar tala sínu máli, allt þetta landsvæði sem komið er undir landtökubyggð Ísraela. Það segir sig líka sjálft að það þarf ofbeldi og dauða til að öðlast land frá þeim sem er ekki tilbúinnað láta það af hendi. Staðan í dag: Íbúar Palestínu lýstu sem fyrr segir ekki yfir sjálfstæði og geta þess vegna ekki rekið opinberan her í landinu. Í dag er þess vegna staðan þannig að fjölmiðlar og opinberir aðilar fjalla um „aðgerðir“ Ísraelshers en „hryðjuverk“ Palestínumanna. Samt eru mun fleiri drepnir í „aðgerðum“ Ísraela en í „hryðjuverkum“ Palestínumanna. Þá eru líka notuð orð eins „átök“, „stríðandi fylkingar“ og „deilur“. Það finnast mér ekki lýsandi orð fyrir þá stöðu sem tölur um stolna fermetra lands og tölur látinna í Palestínu opinbera okkur. Kemur þetta okkur við? Já. Framkoma Ísraela er ólögleg. Landtökubyggðirnar eru ólöglegar. Hernámið er ólöglegt. Aðskilnaðarmúrinn er ólöglegur. Þetta brýtur gegn alþjóðalögum. Framkoma Ísraela við íbúa Palestínu er hryllingur. Það sem átti að verða friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna snerist upp í andhverfu sína. Við tókum beinan þátt í að koma íbúum Palestínu í þennan hrylling og okkur ber að taka beinan þátt í að stöðva þennan hrylling t.d. með viðskiptaþvingunum. Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þetta snýst í grunninn um eitt: Landrán. Rán á landi, húsum og jörðum íbúa Palestínu. Birtingarmyndir þess erum við að sjá í fjölmiðlum. Má þar nefna ofbeldi, dráp, landtökubyggðir, hernám og fl. Því fleiri hús og jarðir sem Ísraelar sölsa undir sig með landtökubyggðum, því fleiri íbúar Palestínu þurfa að vera á flótta eða hafast við í flóttamannabúðum. Ef þér finnst erfitt að treysta þessum orðum þá er hægt að skoða tölur. Ferkílómetrar lands sem Ísraelar hafa tekið ófrjálsri hendi síðustu ár. Fjöldi látinna í Ísrael annarsvegar og Palestínu hinsvegar. Upphafið: Ísraelsríki var stofnað á u.þ.b. helming landsvæði Palestínu árið 1948. Það voru Sameinuðu þjóðirnar (UNSCOP) sem stóðu að því og þar áttum við Íslendingar sendiherra sem fyrstur tók til máls og lagði til að stofnað yrði þjóðríki gyðinga í Palestínu (bókun 181). Sagan nær auðvitað lengra aftur og má þar nefna Balfour samninginn (1917) og fleiri atburði. En eftir seinni heimsstyrjöld (helförina) færist aukin áhersla á að finna gyðingum stað. Skiljanlega. En það er líka skiljanlegt að íbúar Palestínu hafi ekki sætt sig við það. Framhald: Ísraelsríki lýsti yfir sjálfstæði. Íbúar Palestínu gerðu það hins vegar ekki því þannig hefðu þeir jafnframt samþykkt þessa skiptingu lands sem Sameinuðu þjóðirnar lögðu til. Í framhaldinu hófust átök. Átök sem enduðumeð því að Ísraelar náðu undir sig meira landsvæði af Palestínu. Þannig hefur það haldiðáfram í gegnum árin. Sem dæmi má nefna að í júlí 1948 ráku hersveitir Ísraels um 70 þúsund Palestínumenn á flótta frá heimilum sínum og drápu nokkur hundruð, þetta er bara einn mánuður í einu ári fyrir meira en hálfri öld síðan. Það er hægt að minnast á 6 daga stríðið árið 1967 og fleiri hernaðaraðgerðir Ísraela sem sífellt ræna meira landsvæði. Fermetra tölurnar tala sínu máli, allt þetta landsvæði sem komið er undir landtökubyggð Ísraela. Það segir sig líka sjálft að það þarf ofbeldi og dauða til að öðlast land frá þeim sem er ekki tilbúinnað láta það af hendi. Staðan í dag: Íbúar Palestínu lýstu sem fyrr segir ekki yfir sjálfstæði og geta þess vegna ekki rekið opinberan her í landinu. Í dag er þess vegna staðan þannig að fjölmiðlar og opinberir aðilar fjalla um „aðgerðir“ Ísraelshers en „hryðjuverk“ Palestínumanna. Samt eru mun fleiri drepnir í „aðgerðum“ Ísraela en í „hryðjuverkum“ Palestínumanna. Þá eru líka notuð orð eins „átök“, „stríðandi fylkingar“ og „deilur“. Það finnast mér ekki lýsandi orð fyrir þá stöðu sem tölur um stolna fermetra lands og tölur látinna í Palestínu opinbera okkur. Kemur þetta okkur við? Já. Framkoma Ísraela er ólögleg. Landtökubyggðirnar eru ólöglegar. Hernámið er ólöglegt. Aðskilnaðarmúrinn er ólöglegur. Þetta brýtur gegn alþjóðalögum. Framkoma Ísraela við íbúa Palestínu er hryllingur. Það sem átti að verða friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna snerist upp í andhverfu sína. Við tókum beinan þátt í að koma íbúum Palestínu í þennan hrylling og okkur ber að taka beinan þátt í að stöðva þennan hrylling t.d. með viðskiptaþvingunum. Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun