Palestína/Ísrael - er þetta flókið? Hlédís Sveinsdóttir skrifar 18. maí 2021 08:32 Þetta snýst í grunninn um eitt: Landrán. Rán á landi, húsum og jörðum íbúa Palestínu. Birtingarmyndir þess erum við að sjá í fjölmiðlum. Má þar nefna ofbeldi, dráp, landtökubyggðir, hernám og fl. Því fleiri hús og jarðir sem Ísraelar sölsa undir sig með landtökubyggðum, því fleiri íbúar Palestínu þurfa að vera á flótta eða hafast við í flóttamannabúðum. Ef þér finnst erfitt að treysta þessum orðum þá er hægt að skoða tölur. Ferkílómetrar lands sem Ísraelar hafa tekið ófrjálsri hendi síðustu ár. Fjöldi látinna í Ísrael annarsvegar og Palestínu hinsvegar. Upphafið: Ísraelsríki var stofnað á u.þ.b. helming landsvæði Palestínu árið 1948. Það voru Sameinuðu þjóðirnar (UNSCOP) sem stóðu að því og þar áttum við Íslendingar sendiherra sem fyrstur tók til máls og lagði til að stofnað yrði þjóðríki gyðinga í Palestínu (bókun 181). Sagan nær auðvitað lengra aftur og má þar nefna Balfour samninginn (1917) og fleiri atburði. En eftir seinni heimsstyrjöld (helförina) færist aukin áhersla á að finna gyðingum stað. Skiljanlega. En það er líka skiljanlegt að íbúar Palestínu hafi ekki sætt sig við það. Framhald: Ísraelsríki lýsti yfir sjálfstæði. Íbúar Palestínu gerðu það hins vegar ekki því þannig hefðu þeir jafnframt samþykkt þessa skiptingu lands sem Sameinuðu þjóðirnar lögðu til. Í framhaldinu hófust átök. Átök sem enduðumeð því að Ísraelar náðu undir sig meira landsvæði af Palestínu. Þannig hefur það haldiðáfram í gegnum árin. Sem dæmi má nefna að í júlí 1948 ráku hersveitir Ísraels um 70 þúsund Palestínumenn á flótta frá heimilum sínum og drápu nokkur hundruð, þetta er bara einn mánuður í einu ári fyrir meira en hálfri öld síðan. Það er hægt að minnast á 6 daga stríðið árið 1967 og fleiri hernaðaraðgerðir Ísraela sem sífellt ræna meira landsvæði. Fermetra tölurnar tala sínu máli, allt þetta landsvæði sem komið er undir landtökubyggð Ísraela. Það segir sig líka sjálft að það þarf ofbeldi og dauða til að öðlast land frá þeim sem er ekki tilbúinnað láta það af hendi. Staðan í dag: Íbúar Palestínu lýstu sem fyrr segir ekki yfir sjálfstæði og geta þess vegna ekki rekið opinberan her í landinu. Í dag er þess vegna staðan þannig að fjölmiðlar og opinberir aðilar fjalla um „aðgerðir“ Ísraelshers en „hryðjuverk“ Palestínumanna. Samt eru mun fleiri drepnir í „aðgerðum“ Ísraela en í „hryðjuverkum“ Palestínumanna. Þá eru líka notuð orð eins „átök“, „stríðandi fylkingar“ og „deilur“. Það finnast mér ekki lýsandi orð fyrir þá stöðu sem tölur um stolna fermetra lands og tölur látinna í Palestínu opinbera okkur. Kemur þetta okkur við? Já. Framkoma Ísraela er ólögleg. Landtökubyggðirnar eru ólöglegar. Hernámið er ólöglegt. Aðskilnaðarmúrinn er ólöglegur. Þetta brýtur gegn alþjóðalögum. Framkoma Ísraela við íbúa Palestínu er hryllingur. Það sem átti að verða friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna snerist upp í andhverfu sína. Við tókum beinan þátt í að koma íbúum Palestínu í þennan hrylling og okkur ber að taka beinan þátt í að stöðva þennan hrylling t.d. með viðskiptaþvingunum. Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Þetta snýst í grunninn um eitt: Landrán. Rán á landi, húsum og jörðum íbúa Palestínu. Birtingarmyndir þess erum við að sjá í fjölmiðlum. Má þar nefna ofbeldi, dráp, landtökubyggðir, hernám og fl. Því fleiri hús og jarðir sem Ísraelar sölsa undir sig með landtökubyggðum, því fleiri íbúar Palestínu þurfa að vera á flótta eða hafast við í flóttamannabúðum. Ef þér finnst erfitt að treysta þessum orðum þá er hægt að skoða tölur. Ferkílómetrar lands sem Ísraelar hafa tekið ófrjálsri hendi síðustu ár. Fjöldi látinna í Ísrael annarsvegar og Palestínu hinsvegar. Upphafið: Ísraelsríki var stofnað á u.þ.b. helming landsvæði Palestínu árið 1948. Það voru Sameinuðu þjóðirnar (UNSCOP) sem stóðu að því og þar áttum við Íslendingar sendiherra sem fyrstur tók til máls og lagði til að stofnað yrði þjóðríki gyðinga í Palestínu (bókun 181). Sagan nær auðvitað lengra aftur og má þar nefna Balfour samninginn (1917) og fleiri atburði. En eftir seinni heimsstyrjöld (helförina) færist aukin áhersla á að finna gyðingum stað. Skiljanlega. En það er líka skiljanlegt að íbúar Palestínu hafi ekki sætt sig við það. Framhald: Ísraelsríki lýsti yfir sjálfstæði. Íbúar Palestínu gerðu það hins vegar ekki því þannig hefðu þeir jafnframt samþykkt þessa skiptingu lands sem Sameinuðu þjóðirnar lögðu til. Í framhaldinu hófust átök. Átök sem enduðumeð því að Ísraelar náðu undir sig meira landsvæði af Palestínu. Þannig hefur það haldiðáfram í gegnum árin. Sem dæmi má nefna að í júlí 1948 ráku hersveitir Ísraels um 70 þúsund Palestínumenn á flótta frá heimilum sínum og drápu nokkur hundruð, þetta er bara einn mánuður í einu ári fyrir meira en hálfri öld síðan. Það er hægt að minnast á 6 daga stríðið árið 1967 og fleiri hernaðaraðgerðir Ísraela sem sífellt ræna meira landsvæði. Fermetra tölurnar tala sínu máli, allt þetta landsvæði sem komið er undir landtökubyggð Ísraela. Það segir sig líka sjálft að það þarf ofbeldi og dauða til að öðlast land frá þeim sem er ekki tilbúinnað láta það af hendi. Staðan í dag: Íbúar Palestínu lýstu sem fyrr segir ekki yfir sjálfstæði og geta þess vegna ekki rekið opinberan her í landinu. Í dag er þess vegna staðan þannig að fjölmiðlar og opinberir aðilar fjalla um „aðgerðir“ Ísraelshers en „hryðjuverk“ Palestínumanna. Samt eru mun fleiri drepnir í „aðgerðum“ Ísraela en í „hryðjuverkum“ Palestínumanna. Þá eru líka notuð orð eins „átök“, „stríðandi fylkingar“ og „deilur“. Það finnast mér ekki lýsandi orð fyrir þá stöðu sem tölur um stolna fermetra lands og tölur látinna í Palestínu opinbera okkur. Kemur þetta okkur við? Já. Framkoma Ísraela er ólögleg. Landtökubyggðirnar eru ólöglegar. Hernámið er ólöglegt. Aðskilnaðarmúrinn er ólöglegur. Þetta brýtur gegn alþjóðalögum. Framkoma Ísraela við íbúa Palestínu er hryllingur. Það sem átti að verða friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna snerist upp í andhverfu sína. Við tókum beinan þátt í að koma íbúum Palestínu í þennan hrylling og okkur ber að taka beinan þátt í að stöðva þennan hrylling t.d. með viðskiptaþvingunum. Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun