Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2021 14:44 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á tali í Hörpu í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Blinken gagnrýndi Rússa á blaðamannafundi í Hörpu í dag. Þar sagði hann Rússa hafa haldið fram ólögmætum kröfum í hafréttarmálum. Þá gagnrýndi hann Rússa fyrir að vilja hernaðarvæða svæðið. Fram undan er fundur Blinkens og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Reykjavík til viðbótar við fund Norðurskautsráðsins þar sem Bandaríkin eiga sæti og Rússar taka við formennsku. Viðtal Heimis Más Péturssonar við Katrínu Jakobsdóttur má sjá í heild að neðan. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir áherslur Íslands á Norðurslóðum auðvitað á þeim nótum að svæðið verði laust við hernaðarumsvif. Þetta sé lágspennusvæði. Horfa eigi frekar til loftslagsmála enda sjáist breytingar í þeim efnum greinilega á svæðinu, betur en annars staðar. „Það er mikil valdabarátta og menn að marka sér stöðu fyrir þennan fund sem er að hefjast hér,“ segir Katrín við fréttastofu. Ráðherrarnir, fánanir og Harpa með Faxaflóa í baksýn.Vísir/Vilhelm Hún sagðist fagna því að Bandaríkin væru að auka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á nýjan leik og leggi áherslu á loftslagsmál. Sömuleiðis kynjajafnréttismál þar sem sé tilefni til samvinnu. Katrín og Blinken ræddu um stöðu heimsfaraldursins og mikilvægi þess að uppbygging að honum loknum verði græn og sjálfbær. Sömuleiðis hvernig hægt verði að tryggja bólusetningar í öllum heimshornum. Katrín lýsti ánægju sinni með að Bandaríkin séu aftur orðin aðili að Parísarsáttmálanum og ítrekaði mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu á sviði loftslagsmála. Málefni Ísraels og Palestínu voru einnig rædd á fundinum. Katrín lýsti þeirri afstöðu íslenskra stjórnvalda að koma verði á vopnahléi og hvatti til þess að bandarísk stjórnvöld beittu sér fyrir friðsamlegri lausn á svæðinu sem byggði á tveggja ríkja lausninni. Katrín segir landtöku Ísraela auðvitað metna ólöglega út frá alþjóðalögum. Upptöku frá blaðamannafundi Guðlaugs Þórs og Blinken má sjá að neðan. Að lokum ræddu Katrín og Blinken um mikilvægi alþjóðalaga og þess að lýðræði og mannréttindi séu höfð í forgrunni. Þá ræddu þau sérstaklega um kynjajafnréttismál og málefni norðurskautsins. „Ísland og Bandaríkin hafa ávallt átt góð og mikilvæg samskipti og þessi fundur undirstrikaði það. Ég fagna sérstaklega stefnubreytingu bandarískra stjórnvalda í loftslagsmálum og nýjum áherslum þeirra í jafnréttismálum. Þá hvatti ég til þess að bandarísk stjórnvöld beiti sér fyrir friðsamlegum lausnum á alþjóðavettvangi,“ segir Katrín á vef Stjórnarráðsins. Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Rússland Tengdar fréttir Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs. 18. maí 2021 14:08 „Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“ Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt. 18. maí 2021 12:08 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Blinken gagnrýndi Rússa á blaðamannafundi í Hörpu í dag. Þar sagði hann Rússa hafa haldið fram ólögmætum kröfum í hafréttarmálum. Þá gagnrýndi hann Rússa fyrir að vilja hernaðarvæða svæðið. Fram undan er fundur Blinkens og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Reykjavík til viðbótar við fund Norðurskautsráðsins þar sem Bandaríkin eiga sæti og Rússar taka við formennsku. Viðtal Heimis Más Péturssonar við Katrínu Jakobsdóttur má sjá í heild að neðan. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir áherslur Íslands á Norðurslóðum auðvitað á þeim nótum að svæðið verði laust við hernaðarumsvif. Þetta sé lágspennusvæði. Horfa eigi frekar til loftslagsmála enda sjáist breytingar í þeim efnum greinilega á svæðinu, betur en annars staðar. „Það er mikil valdabarátta og menn að marka sér stöðu fyrir þennan fund sem er að hefjast hér,“ segir Katrín við fréttastofu. Ráðherrarnir, fánanir og Harpa með Faxaflóa í baksýn.Vísir/Vilhelm Hún sagðist fagna því að Bandaríkin væru að auka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á nýjan leik og leggi áherslu á loftslagsmál. Sömuleiðis kynjajafnréttismál þar sem sé tilefni til samvinnu. Katrín og Blinken ræddu um stöðu heimsfaraldursins og mikilvægi þess að uppbygging að honum loknum verði græn og sjálfbær. Sömuleiðis hvernig hægt verði að tryggja bólusetningar í öllum heimshornum. Katrín lýsti ánægju sinni með að Bandaríkin séu aftur orðin aðili að Parísarsáttmálanum og ítrekaði mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu á sviði loftslagsmála. Málefni Ísraels og Palestínu voru einnig rædd á fundinum. Katrín lýsti þeirri afstöðu íslenskra stjórnvalda að koma verði á vopnahléi og hvatti til þess að bandarísk stjórnvöld beittu sér fyrir friðsamlegri lausn á svæðinu sem byggði á tveggja ríkja lausninni. Katrín segir landtöku Ísraela auðvitað metna ólöglega út frá alþjóðalögum. Upptöku frá blaðamannafundi Guðlaugs Þórs og Blinken má sjá að neðan. Að lokum ræddu Katrín og Blinken um mikilvægi alþjóðalaga og þess að lýðræði og mannréttindi séu höfð í forgrunni. Þá ræddu þau sérstaklega um kynjajafnréttismál og málefni norðurskautsins. „Ísland og Bandaríkin hafa ávallt átt góð og mikilvæg samskipti og þessi fundur undirstrikaði það. Ég fagna sérstaklega stefnubreytingu bandarískra stjórnvalda í loftslagsmálum og nýjum áherslum þeirra í jafnréttismálum. Þá hvatti ég til þess að bandarísk stjórnvöld beiti sér fyrir friðsamlegum lausnum á alþjóðavettvangi,“ segir Katrín á vef Stjórnarráðsins.
Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Rússland Tengdar fréttir Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs. 18. maí 2021 14:08 „Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“ Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt. 18. maí 2021 12:08 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs. 18. maí 2021 14:08
„Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“ Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt. 18. maí 2021 12:08