Umdeild fjölmiðlasamsteypa semur við Facebook Snorri Másson skrifar 18. maí 2021 22:00 Axel Springer er stærsti útgefandi í Þýskalandi og hefur nú samið við sölu á efni til Facebook News. Getty/Kay Nietfeld Þýska fjölmiðlasamsteypan Axel Springer Verlag tilkynnti í gær um umfangsmikinn dreifingarsamning við samfélagsmiðilinn Facebook, nokkru eftir að aðrir þýskir fjölmiðlar gerðu áþekka samninga við miðilinn. Samningurinn felur í sér að Facebook fái að dreifa fréttum útgefandans, sem koma m.a. frá stærsta miðli Þýskalands, BILD, og einu stærri dagblaða landsins, Die Welt. Efnið mun Facebook birta undir merkjum Facebook News, sem er tilraun þeirra til stofnunar allsherjarfréttaveitu. Sú er enn ekki aðgengileg öllum Íslendingum. Umræðan undanfarin ár hefur almennt verið á þá leið að Facebook sölsi sífellt til sín meiri völd á kostnað hefðbundinnar fjölmiðlaútgáfu en ekki er ljóst að umræddur samningur sé dæmi um slíka þróun. Fjárhagsleg atriði samningsins eru ekki opinber en að sögn fréttaskýranda Frankfurter Allgemeine Zeitung má lesa það úr tilkynningu útgefandans að um sé að ræða nýja, trausta tekjulind fyrir fjölmiðlana. Þannig séu blöðin farin að græða á dreifingu frétta sem voru þegar í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Það breytist ekki að öðru leyti en að nú fá menn borgað fyrir efnið. Ísraelski fáninn var dreginn að húni hjá Axel Springer á sunnudaginn til stuðnings Ísraelsmönnum í átökum þeirra við Palestínumenn.Getty/Fabian Sommer Fréttaskýrandi FAZ telur að Axel Springer hafi gert góðan samning og jafnvel betri en hinir þýsku miðlarnir, sem flestir hafa einnig gert samning við Facebook. Töf var á samningi Springer vegna sérstöðu miðilsins, sem er risi á þýskum fjölmiðlamarkaði. Um leið er Axel Springer Verlag harla umdeildur útgefandi meðal almennings, enda boðberi íhaldssamra gilda en um leið þekktur fyrir frjálslega meðferð á staðreyndum á miðlum BILD, sem er þó útbreiddasta dagblað Þýskalands. Skemmst er frá því að segja að Facebook gerði svipaða samninga við ástralska fjölmiðla fyrr á þessu ári. Þar komst fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch í áskrift að tekjum frá samfélagsmiðlinum en Murdoch á því sem nemur 70% af áströlskum miðlum. Hann á einnig Fox News í Bandaríkjunum. Fjölmiðlar Þýskaland Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Sjá meira
Samningurinn felur í sér að Facebook fái að dreifa fréttum útgefandans, sem koma m.a. frá stærsta miðli Þýskalands, BILD, og einu stærri dagblaða landsins, Die Welt. Efnið mun Facebook birta undir merkjum Facebook News, sem er tilraun þeirra til stofnunar allsherjarfréttaveitu. Sú er enn ekki aðgengileg öllum Íslendingum. Umræðan undanfarin ár hefur almennt verið á þá leið að Facebook sölsi sífellt til sín meiri völd á kostnað hefðbundinnar fjölmiðlaútgáfu en ekki er ljóst að umræddur samningur sé dæmi um slíka þróun. Fjárhagsleg atriði samningsins eru ekki opinber en að sögn fréttaskýranda Frankfurter Allgemeine Zeitung má lesa það úr tilkynningu útgefandans að um sé að ræða nýja, trausta tekjulind fyrir fjölmiðlana. Þannig séu blöðin farin að græða á dreifingu frétta sem voru þegar í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Það breytist ekki að öðru leyti en að nú fá menn borgað fyrir efnið. Ísraelski fáninn var dreginn að húni hjá Axel Springer á sunnudaginn til stuðnings Ísraelsmönnum í átökum þeirra við Palestínumenn.Getty/Fabian Sommer Fréttaskýrandi FAZ telur að Axel Springer hafi gert góðan samning og jafnvel betri en hinir þýsku miðlarnir, sem flestir hafa einnig gert samning við Facebook. Töf var á samningi Springer vegna sérstöðu miðilsins, sem er risi á þýskum fjölmiðlamarkaði. Um leið er Axel Springer Verlag harla umdeildur útgefandi meðal almennings, enda boðberi íhaldssamra gilda en um leið þekktur fyrir frjálslega meðferð á staðreyndum á miðlum BILD, sem er þó útbreiddasta dagblað Þýskalands. Skemmst er frá því að segja að Facebook gerði svipaða samninga við ástralska fjölmiðla fyrr á þessu ári. Þar komst fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch í áskrift að tekjum frá samfélagsmiðlinum en Murdoch á því sem nemur 70% af áströlskum miðlum. Hann á einnig Fox News í Bandaríkjunum.
Fjölmiðlar Þýskaland Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Sjá meira