„Get bætt upp fyrir hlutina en ég get ekki breytt neinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. maí 2021 07:01 Guðmundur Hafþórsson hefur gengið í gegnum áföll í lífi sínu en segist vera sterkari einstaklingur í kjölfarið. Guðmundur er íþróttafræðingur og yfirþjálfari hjá Sundfélaginu Ægi sem hefur gengið í gegnum eitt og annað í lífinu svo sem höfuðkúpubrot fyrir 10 árum síðan. Á síðustu tíu árum hefur hann verið að vinna í því að tjasla saman lífinu bæði líkamlega og andlega. Nú fertugur er hann að finna sitt rétta sjálf og í kjölfar skilnaðar árið 2020 ásamt því að Covid skall á þá gafst mikill tími með honum sjálfum. Guðmundur hefur alla tíð haft gaman að því að syngja og ákvað á þessum tíma að prófa sig aðeins áfram og nýtti margar kvöldstundir á snjallforritinu Smule og söng að með fólki út í heim. „Í kjölfarið ákvað ég að skrá sig í einkatíma í söng hjá Regínu Ósk þar sem mig lagaði alltaf að vinna aðeins í því að læra á röddina mína og var stefnan bara á að kunna smá til að syngja með fólki,“ segir Guðmundur og heldur áfram. „Í desember kom róleg kvöldstund og úr varð að ég settist niður samdi lítið lag, texta um það sem lífið hefur upp á að bjóða, hvernig við tökum endalausar ákvarðanir í gegnum lífið sem eru misgóðar en allar ákvarðanir sem við tökum eru alltaf þær sem við höldum og gerum fyrir okkur. Ég hef tekið margar ákvarðanir í lífinu sem hafa ekkert endilega verið þær bestu fyrir mig eða aðra í kringum sig en maður getur ekki tekið það til baka og ég vil ekki lifa í því að velta mér upp úr því endalaust. Ég get bætt upp fyrir hlutina en ég get ekki breytt neinu og því sé ég ekki eftir neinu því það hjálpar ekkert, maður lærir og lifir með öllum skrefum. Ég er maðurinn í dag út af því að ég tók ákvarðanir í fortíðinni og ég myndi ekki vilja breyta neinu því þá væri ég mögulega búin að breyta því sem ég hefði í dag.“ Hringdi í reynslubolta Hann segir að hann hafi verið hvattur til að taka málið lengra og hafði hann því næst samband við Hrafnkell Pálmarsson úr sveitinni Í svörtum fötum. „Og tók hann að sér að pródúsera þetta og negla þetta í góðan gír. Ég er allavegana nokkuð sáttur við þetta enda tel ég að lagið og textinn geti náð til margra og þar að auki er maður að láta ákveðin draum verða að veruleika og prófa að gefa út lag. Ég vinn við það sem ég elska, á frábærar dætur sem ég nýt þess að eiga tíma með, það er flott fólk í kringum mig og gleði og jákvæðni keyrir mig áfram í dag. Ég nýt þess að skora á sjálfan mig eins og árið 2014 þegar ég synti í sólarhring til að sanna fyrir sjálfum mér og öðrum að maður gæti bætt sig líkamlega eftir áfall.“ Lét draum sinn rætast og gaf út lag. Guðmundur segist hafa verið að vinna mikið í andlegu hliðinni undanfarin ár. „Eftir að ég hóf að hlaupa meira, ganga á fjöll og hjóla þá hefur mér sjaldan liðið betur. Í nóvember sagði ég í hálfkæringi að sumarið 2021 myndi ég ganga á Helgafell, Úlfarsfells og Esjuna og hjóla á milli eins og það væri ekkert mál. Eftir að ég sagði þetta þá hefur þetta kraumað í mér og hef ég æft jafnt og þétt að því markmiði. En til að ýta mér áfram þá ákvað ég að reyna að gera þetta aðeins stærra og fékk því í lið með mér Geðhjálp, Fætur Toga, Hreysti og Einar Bárðarson og er stefnan að 17. júlí næstkomandi verði dagurinn Upp með geðið þar sem fólk getur komið að tekið þátt og svo verður söfnunarlína fyrir Geðhjálp þar sem fólk getur styrkt þetta frábæra málefni. En við eigum eftir að kynna það enn betur þegar nær dregur og hvet ég fólk eindregið að taka þátt í þessu stórskemmtilega verkefni.“ Hann segi að lífið sé fullt af tækifærum til að njóta og prófa nýja hluti og alltaf sé gaman að stíga út fyrir þægindarammann til að prófa sig áfram. „Stundum gengur það upp og stundum ekki og þá bara prófar maður eitthvað annað. Ég hef allavegana lært það á síðustu árum að njóta hverrar stunda, hvort sem það er að njóta hvíldar eða þá og vera á fullu gasi í hinum og þessum hlutum. Nú heldur lífið bara áfram og fullt af tækifærum og köflum fyrir framan mann, þjálfunin hjá sundfélaginu sem gefur mér svo mikið, þjálfunin mín fyrir daginn stóra í júlí og svo koma örugglega fleiri ævintýri sem banka á dyrnar og gera lífið skemmtilegra.“ Hér að neðan má hlusta á lagið hans nýja. Heilsa Geðheilbrigði Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Á síðustu tíu árum hefur hann verið að vinna í því að tjasla saman lífinu bæði líkamlega og andlega. Nú fertugur er hann að finna sitt rétta sjálf og í kjölfar skilnaðar árið 2020 ásamt því að Covid skall á þá gafst mikill tími með honum sjálfum. Guðmundur hefur alla tíð haft gaman að því að syngja og ákvað á þessum tíma að prófa sig aðeins áfram og nýtti margar kvöldstundir á snjallforritinu Smule og söng að með fólki út í heim. „Í kjölfarið ákvað ég að skrá sig í einkatíma í söng hjá Regínu Ósk þar sem mig lagaði alltaf að vinna aðeins í því að læra á röddina mína og var stefnan bara á að kunna smá til að syngja með fólki,“ segir Guðmundur og heldur áfram. „Í desember kom róleg kvöldstund og úr varð að ég settist niður samdi lítið lag, texta um það sem lífið hefur upp á að bjóða, hvernig við tökum endalausar ákvarðanir í gegnum lífið sem eru misgóðar en allar ákvarðanir sem við tökum eru alltaf þær sem við höldum og gerum fyrir okkur. Ég hef tekið margar ákvarðanir í lífinu sem hafa ekkert endilega verið þær bestu fyrir mig eða aðra í kringum sig en maður getur ekki tekið það til baka og ég vil ekki lifa í því að velta mér upp úr því endalaust. Ég get bætt upp fyrir hlutina en ég get ekki breytt neinu og því sé ég ekki eftir neinu því það hjálpar ekkert, maður lærir og lifir með öllum skrefum. Ég er maðurinn í dag út af því að ég tók ákvarðanir í fortíðinni og ég myndi ekki vilja breyta neinu því þá væri ég mögulega búin að breyta því sem ég hefði í dag.“ Hringdi í reynslubolta Hann segir að hann hafi verið hvattur til að taka málið lengra og hafði hann því næst samband við Hrafnkell Pálmarsson úr sveitinni Í svörtum fötum. „Og tók hann að sér að pródúsera þetta og negla þetta í góðan gír. Ég er allavegana nokkuð sáttur við þetta enda tel ég að lagið og textinn geti náð til margra og þar að auki er maður að láta ákveðin draum verða að veruleika og prófa að gefa út lag. Ég vinn við það sem ég elska, á frábærar dætur sem ég nýt þess að eiga tíma með, það er flott fólk í kringum mig og gleði og jákvæðni keyrir mig áfram í dag. Ég nýt þess að skora á sjálfan mig eins og árið 2014 þegar ég synti í sólarhring til að sanna fyrir sjálfum mér og öðrum að maður gæti bætt sig líkamlega eftir áfall.“ Lét draum sinn rætast og gaf út lag. Guðmundur segist hafa verið að vinna mikið í andlegu hliðinni undanfarin ár. „Eftir að ég hóf að hlaupa meira, ganga á fjöll og hjóla þá hefur mér sjaldan liðið betur. Í nóvember sagði ég í hálfkæringi að sumarið 2021 myndi ég ganga á Helgafell, Úlfarsfells og Esjuna og hjóla á milli eins og það væri ekkert mál. Eftir að ég sagði þetta þá hefur þetta kraumað í mér og hef ég æft jafnt og þétt að því markmiði. En til að ýta mér áfram þá ákvað ég að reyna að gera þetta aðeins stærra og fékk því í lið með mér Geðhjálp, Fætur Toga, Hreysti og Einar Bárðarson og er stefnan að 17. júlí næstkomandi verði dagurinn Upp með geðið þar sem fólk getur komið að tekið þátt og svo verður söfnunarlína fyrir Geðhjálp þar sem fólk getur styrkt þetta frábæra málefni. En við eigum eftir að kynna það enn betur þegar nær dregur og hvet ég fólk eindregið að taka þátt í þessu stórskemmtilega verkefni.“ Hann segi að lífið sé fullt af tækifærum til að njóta og prófa nýja hluti og alltaf sé gaman að stíga út fyrir þægindarammann til að prófa sig áfram. „Stundum gengur það upp og stundum ekki og þá bara prófar maður eitthvað annað. Ég hef allavegana lært það á síðustu árum að njóta hverrar stunda, hvort sem það er að njóta hvíldar eða þá og vera á fullu gasi í hinum og þessum hlutum. Nú heldur lífið bara áfram og fullt af tækifærum og köflum fyrir framan mann, þjálfunin hjá sundfélaginu sem gefur mér svo mikið, þjálfunin mín fyrir daginn stóra í júlí og svo koma örugglega fleiri ævintýri sem banka á dyrnar og gera lífið skemmtilegra.“ Hér að neðan má hlusta á lagið hans nýja.
Heilsa Geðheilbrigði Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira