Kominn tími á að jafna kynjahlutföllin Eiður Þór Árnason skrifar 18. maí 2021 15:41 Um 6.300 manns sóttu Laugardalshöll í dag. Vísir/Vilhelm Um 6.300 fengu bóluefni Pfizer/BioNTech í Laugardalshöll í dag. Er það svipaður fjöldi og í gær þegar tæplega 7.200 fengu bóluefni Moderna. Annars vegar er um að ræða fólk sem var að fá sinn seinni skammt og hins vegar konur yngri en 55 ára sem tilheyra áhættuhópum. „Svo gerum við smá hlé og verðum með Janssen á fimmtudaginn þegar ráðherrafundurinn er búinn,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og vísar þar til ráðherrafundar Norðurskautsráðsins sem hefst á miðvikudag og lýkur á fimmtudag. Ragnheiður segir að bólusetning hafi gengið mjög vel síðustu daga og að tími hafi verið kominn á að jafna kynjahlutföllin. Um 37 þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca hafa verið gefnir hérlendis síðustu þrjár vikur. Enginn þeirra hefur farið til kvenna undir 55 ára aldri í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Áfram er bólusett eftir aldursröð innan forgangshópa en Ragnheiður vonast til að bólusetning með slembiúrtaki þvert á aldurshópa muni hefjast í næstu viku þegar uppfærslu tölvukerfis verður lokið. Talið er að slík aðferð geti stytt tímann sem taki til að ná hjarðónæmi. Hnikuðu til vegna fundarins Líkt og áður segir var tekið mið af ráðherrafundi Norðurskautsráðsins þegar bólusetningavikan var sett upp að þessu sinni en undir venjulegum kringumstæðum yrði bólusetningu lokið á miðvikudag í stað þess að bíða fram á fimmtudag. Mikið umstang er í kringum sendinefndir utanríkisráðherranna sem sækja fundinn og má gera ráð fyrir að bílalestir þeirra verði áberandi í Reykjavík. „Við gátum kannski ekki alveg verið að teppa alla umferð þarna í kring,“ segir Ragnheiður. „Við áttum bara tvö þúsund skammta af Janssen eftir svo það er ekkert mál að taka það á fimmtudaginn eftir hádegi.“ Aðspurð segir hún að tilfærslan hafi ekki verið gerð að beiðni utanríkisráðuneytisins eða annarra yfirvalda. Ragnheiður gerir ráð fyrir að næsta bólusetningavika verði eitthvað minni í sniðum en sú sem nú stendur yfir. Þá er von á jafnmörgum skömmtum frá Pfizer/BioNTech auk sendingar frá AstraZeneca. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimila geymslu Pfizer-bóluefnisins í allt að mánuð í ísskáp Lyfjastofnun Evrópu hefur heimilað að Covid-19 bóluefnið frá Pfizer sé geymt í ísskáp í mánuð, óopnað, eftir að það hefur verið látið þiðna. Hingað til hefur verið mælst til þess að efnið sé geymt í aðeins fimm daga. 18. maí 2021 08:00 Bólusetningar sagðar bera gríðarlegan árangur Ítölsk rannsókn leiðir í ljós gífurlega virkni bóluefna við Covid-19, jafnvel eftir aðeins fyrsta skammt. 15. maí 2021 15:36 Ekki lengur bólusett eftir aldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. 7. maí 2021 17:14 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
„Svo gerum við smá hlé og verðum með Janssen á fimmtudaginn þegar ráðherrafundurinn er búinn,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og vísar þar til ráðherrafundar Norðurskautsráðsins sem hefst á miðvikudag og lýkur á fimmtudag. Ragnheiður segir að bólusetning hafi gengið mjög vel síðustu daga og að tími hafi verið kominn á að jafna kynjahlutföllin. Um 37 þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca hafa verið gefnir hérlendis síðustu þrjár vikur. Enginn þeirra hefur farið til kvenna undir 55 ára aldri í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Áfram er bólusett eftir aldursröð innan forgangshópa en Ragnheiður vonast til að bólusetning með slembiúrtaki þvert á aldurshópa muni hefjast í næstu viku þegar uppfærslu tölvukerfis verður lokið. Talið er að slík aðferð geti stytt tímann sem taki til að ná hjarðónæmi. Hnikuðu til vegna fundarins Líkt og áður segir var tekið mið af ráðherrafundi Norðurskautsráðsins þegar bólusetningavikan var sett upp að þessu sinni en undir venjulegum kringumstæðum yrði bólusetningu lokið á miðvikudag í stað þess að bíða fram á fimmtudag. Mikið umstang er í kringum sendinefndir utanríkisráðherranna sem sækja fundinn og má gera ráð fyrir að bílalestir þeirra verði áberandi í Reykjavík. „Við gátum kannski ekki alveg verið að teppa alla umferð þarna í kring,“ segir Ragnheiður. „Við áttum bara tvö þúsund skammta af Janssen eftir svo það er ekkert mál að taka það á fimmtudaginn eftir hádegi.“ Aðspurð segir hún að tilfærslan hafi ekki verið gerð að beiðni utanríkisráðuneytisins eða annarra yfirvalda. Ragnheiður gerir ráð fyrir að næsta bólusetningavika verði eitthvað minni í sniðum en sú sem nú stendur yfir. Þá er von á jafnmörgum skömmtum frá Pfizer/BioNTech auk sendingar frá AstraZeneca.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimila geymslu Pfizer-bóluefnisins í allt að mánuð í ísskáp Lyfjastofnun Evrópu hefur heimilað að Covid-19 bóluefnið frá Pfizer sé geymt í ísskáp í mánuð, óopnað, eftir að það hefur verið látið þiðna. Hingað til hefur verið mælst til þess að efnið sé geymt í aðeins fimm daga. 18. maí 2021 08:00 Bólusetningar sagðar bera gríðarlegan árangur Ítölsk rannsókn leiðir í ljós gífurlega virkni bóluefna við Covid-19, jafnvel eftir aðeins fyrsta skammt. 15. maí 2021 15:36 Ekki lengur bólusett eftir aldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. 7. maí 2021 17:14 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Heimila geymslu Pfizer-bóluefnisins í allt að mánuð í ísskáp Lyfjastofnun Evrópu hefur heimilað að Covid-19 bóluefnið frá Pfizer sé geymt í ísskáp í mánuð, óopnað, eftir að það hefur verið látið þiðna. Hingað til hefur verið mælst til þess að efnið sé geymt í aðeins fimm daga. 18. maí 2021 08:00
Bólusetningar sagðar bera gríðarlegan árangur Ítölsk rannsókn leiðir í ljós gífurlega virkni bóluefna við Covid-19, jafnvel eftir aðeins fyrsta skammt. 15. maí 2021 15:36
Ekki lengur bólusett eftir aldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. 7. maí 2021 17:14
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent