Roy Keane sá fjórði inn í Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar: „Hinn fullkomni miðjumaður“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. maí 2021 07:01 Roy Keane við undirskriftina hjá Manchester United sumarið 1993. Malcolm Croft/Getty Images Roy Keane hefur verið valinn inn í Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar. Bætist hann þar í hóp með þeim Thierry Henry, Alan Shearer og Eric Cantona. Þeir Henry og Shearer voru fyrstu leikmennirnir til að fá inngöngu í höllina margrómuðu. Í gær var tilkynnt að Cantona og Keane væru einnig komnir inn. Þeir léku báðir með Manchester United á sínum tíma og voru samherjar frá 1993 til 1997. Fyrsta ár ensku úrvalsdeildarinnar lék Keane hins vegar með Nottingham Forest en eftir að liðið féll úr deildinni festi Manchester United kaup á honum fyrir 3.75 milljónir punda. Accomplished and competitive, a fierce leader who defined the role of club captain Roy Keane is inducted to the #PLHallOfFame pic.twitter.com/zp8gkm8VVi— Premier League (@premierleague) May 18, 2021 Alls lék Roy Keane 366 leiki í ensku úrvalsdeildinni, skoraði 39 mörk og lagði upp önnur 33 fyrir félagið. Það sem meira er þá varð hann sjö sinnum enskur meistari með félaginu. „Hann var hinn fullkomni miðjumaður, það var ekkert sem hann var ekki góður í. Langar sendingar, stuttar sendingar, tæklingar, hlaupageta og þessir leiðtoga hæfileikar. Hann hafði allt sem þú vildir í miðjumanni,“ sagði Paul Ince, fyrrum miðjumaður Manchester United, Liverpool og enska landsliðsins. "He was the ultimate midfield player, there's nothing he wasn't good at" Welcome to the #PLHallOfFame, Roy Keane! pic.twitter.com/jg0aagYft2— Premier League (@premierleague) May 18, 2021 „Ég er mjög heppinn að vera tekinn inn í Heiðurshöllina en ég hef aðeins verið valinn vegna þeirra leikmanna sem ég spilaði með,“ sagði hinn ávallt auðmjúki Keane í stuttu viðtali eftir að ljóst var að hann væri fjórði leikmaðurinn til að vera tekinn inn í Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira
Þeir Henry og Shearer voru fyrstu leikmennirnir til að fá inngöngu í höllina margrómuðu. Í gær var tilkynnt að Cantona og Keane væru einnig komnir inn. Þeir léku báðir með Manchester United á sínum tíma og voru samherjar frá 1993 til 1997. Fyrsta ár ensku úrvalsdeildarinnar lék Keane hins vegar með Nottingham Forest en eftir að liðið féll úr deildinni festi Manchester United kaup á honum fyrir 3.75 milljónir punda. Accomplished and competitive, a fierce leader who defined the role of club captain Roy Keane is inducted to the #PLHallOfFame pic.twitter.com/zp8gkm8VVi— Premier League (@premierleague) May 18, 2021 Alls lék Roy Keane 366 leiki í ensku úrvalsdeildinni, skoraði 39 mörk og lagði upp önnur 33 fyrir félagið. Það sem meira er þá varð hann sjö sinnum enskur meistari með félaginu. „Hann var hinn fullkomni miðjumaður, það var ekkert sem hann var ekki góður í. Langar sendingar, stuttar sendingar, tæklingar, hlaupageta og þessir leiðtoga hæfileikar. Hann hafði allt sem þú vildir í miðjumanni,“ sagði Paul Ince, fyrrum miðjumaður Manchester United, Liverpool og enska landsliðsins. "He was the ultimate midfield player, there's nothing he wasn't good at" Welcome to the #PLHallOfFame, Roy Keane! pic.twitter.com/jg0aagYft2— Premier League (@premierleague) May 18, 2021 „Ég er mjög heppinn að vera tekinn inn í Heiðurshöllina en ég hef aðeins verið valinn vegna þeirra leikmanna sem ég spilaði með,“ sagði hinn ávallt auðmjúki Keane í stuttu viðtali eftir að ljóst var að hann væri fjórði leikmaðurinn til að vera tekinn inn í Heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira