Benzema í franska hópnum sem fer á EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2021 22:15 Karim Benzema er í franska hópnum sem fer á EM í sumar. AP/Bernat Armangue Franski landsliðshópurinn fyrir EM 2020 - sem fer þó fram í sumar - var tilkynntur í kvöld. Karim Benzema er í hópnum en hann hefur ekki leikið með franska landsliðinu síðan árið 2015. Benzema hefur verið hvergi sjáanlegur undanfarin ár er Frakkar nældu í silfur á EM í Frakklandi 2016 og svo gull á HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Aðalástæða þess að hann hefur ekki verið valinn síðustu ár er þáttur hans í að fjárkúga Mathieu Valbuena, þáverandi félaga hans í landsliðinu, með hótunum um að birta kynlífsmyndband af Valbuena. Ekki hefur enn verið dæmt í málinu en franska landsliðið tók afstöðu með Valbuena. Það er þangað til nú. Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, vildi ekki gefa upp hvað fór milli hans og Benzema er þeir ræddu saman nýverið um mögulegt sæti hans í liðinu. Flest stærstu nöfn Frakklands eru í hópnum. Þar má nefna Hugo Lloris, Benjamin Pavard, Jules Kounde, Raphaël Varane, N‘Golo Kante, Paul Pogba, Kingsley Coman, Kylian Mbappé, Antoine Griezmann og Ousmane Dembélé. Hér að neðan má sjá mögulegt byrjunarlið Frakklands á EM í sumar og leikmannahópinn sem Didier Deschamps hefur úr að velja. OFFICIAL: France have announced their squad for the 2020 European Championship. #EURO2020 pic.twitter.com/qUHIeA9eWa— Squawka News (@SquawkaNews) May 18, 2021 Hinn 33 ára gamli Benzema hefur verið frábær í liði Real Madrid á leiktíðinni og er í raun eina ástæðan fyrir því að liðið á enn einhvern möguleika á að vinna La Liga, spænsku úrvalsdeildina. Hann hefur spilað 33 leiki og skorað 22 mörk ásamt því að leggja upp 8 til viðbótar í deildinni. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Frakkland Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira
Benzema hefur verið hvergi sjáanlegur undanfarin ár er Frakkar nældu í silfur á EM í Frakklandi 2016 og svo gull á HM í Rússlandi tveimur árum síðar. Aðalástæða þess að hann hefur ekki verið valinn síðustu ár er þáttur hans í að fjárkúga Mathieu Valbuena, þáverandi félaga hans í landsliðinu, með hótunum um að birta kynlífsmyndband af Valbuena. Ekki hefur enn verið dæmt í málinu en franska landsliðið tók afstöðu með Valbuena. Það er þangað til nú. Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, vildi ekki gefa upp hvað fór milli hans og Benzema er þeir ræddu saman nýverið um mögulegt sæti hans í liðinu. Flest stærstu nöfn Frakklands eru í hópnum. Þar má nefna Hugo Lloris, Benjamin Pavard, Jules Kounde, Raphaël Varane, N‘Golo Kante, Paul Pogba, Kingsley Coman, Kylian Mbappé, Antoine Griezmann og Ousmane Dembélé. Hér að neðan má sjá mögulegt byrjunarlið Frakklands á EM í sumar og leikmannahópinn sem Didier Deschamps hefur úr að velja. OFFICIAL: France have announced their squad for the 2020 European Championship. #EURO2020 pic.twitter.com/qUHIeA9eWa— Squawka News (@SquawkaNews) May 18, 2021 Hinn 33 ára gamli Benzema hefur verið frábær í liði Real Madrid á leiktíðinni og er í raun eina ástæðan fyrir því að liðið á enn einhvern möguleika á að vinna La Liga, spænsku úrvalsdeildina. Hann hefur spilað 33 leiki og skorað 22 mörk ásamt því að leggja upp 8 til viðbótar í deildinni.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Frakkland Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira