Aðför samgönguráðherra að Egilsstaðaflugvelli Benedikt Vilhjálmsson Warén skrifar 19. maí 2021 16:01 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur ítrekað talað fyrir því að endurbætur á Egilsstaðaflugvelli séu rétt handan við hornið og tæplega það. Tvö ár eru nú liðin síðan samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lofaði því að verkið væri að fara í útboð, ekki aðeins það, heldur átti að byggja fyrsta hluta akstursbrautar meðfram flugbrautinni, til þess að liðka fyrir umferð um brautina, og að sá hluti mundi jafnframt nýtast til að leggja flugvélum skamma hríð. Þannig hafði akstursbrautin tvíþætt áhrif, liðka fyrir umferð loftfara á flugbrautinni, og flýta fyrir að rýma brautina fyrir annarri umferð. Að auki átti sá kostur að vera fyrir hendi að nota akstursbrautina sem stæði fyrir flugvélar þegar ástand lokaði öðrum flugvöllum á Íslandi um stundarsakir. Hugmyndin var góðra gjalda verð og ekki að sjá annað en hún gæti virkað fullkomlega, enda kviknaði hugmyndin heima fyrir. Nú er loks búið að bjóða út endurbætur á flugvellinum sem felast í því að endurnýja yfirborð brautarinnar. Brautin er orðin mjög varasöm að mati Öryggisnefndar íslenskra flugmanna og flugrekenda almennt. Það voru vissulega mikil tíðindi að nú skyldi standa við stór orð samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og hefja framkvæmdir. En sælan varði ekki lengi hjá áhugafólki um Egilsstaðaflugvöll sem þó er löngu orðið vant því að loforð séu ekki efnd þegar kemur að framkvæmdum á landsbyggðinni. Stóra áfallið var að akstursbrautin var skorin frá verkinu og framkvæmdum frestað um óákveðinn tíma en eins og allir vita getur slík frestun varað í áratugi. Austfirðingar hafa þagað þunnu hljóði vegna annars flugvallaverkefnis í NA-kjördæmi, sem virðist hafa betri aðgang að ríkiskassanum. Eflaust blöskrar mörgum eyðslan í það verkefni, einkum Austfirðingum. Samkvæmt áætlunum verður, árið 2025, framkvæmdakostnaður við það eina verk kominn í sjö milljarða frá aldamótum talið. Þar er ekki stýft úr hnefa. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ætti ekki verða skotaskuld úr því að koma myndarlega að verkefni um Egilsstaðaflugvöll, standa við gefin loforð, og leggja það fé sem til þarf í Egilsstaðaflugvöll. Flugvöllinn sem er einn sá fremsti í flugöryggislegu tilliti á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fréttir af flugi Samgöngur Skoðun: Kosningar 2021 Egilsstaðaflugvöllur Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur ítrekað talað fyrir því að endurbætur á Egilsstaðaflugvelli séu rétt handan við hornið og tæplega það. Tvö ár eru nú liðin síðan samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lofaði því að verkið væri að fara í útboð, ekki aðeins það, heldur átti að byggja fyrsta hluta akstursbrautar meðfram flugbrautinni, til þess að liðka fyrir umferð um brautina, og að sá hluti mundi jafnframt nýtast til að leggja flugvélum skamma hríð. Þannig hafði akstursbrautin tvíþætt áhrif, liðka fyrir umferð loftfara á flugbrautinni, og flýta fyrir að rýma brautina fyrir annarri umferð. Að auki átti sá kostur að vera fyrir hendi að nota akstursbrautina sem stæði fyrir flugvélar þegar ástand lokaði öðrum flugvöllum á Íslandi um stundarsakir. Hugmyndin var góðra gjalda verð og ekki að sjá annað en hún gæti virkað fullkomlega, enda kviknaði hugmyndin heima fyrir. Nú er loks búið að bjóða út endurbætur á flugvellinum sem felast í því að endurnýja yfirborð brautarinnar. Brautin er orðin mjög varasöm að mati Öryggisnefndar íslenskra flugmanna og flugrekenda almennt. Það voru vissulega mikil tíðindi að nú skyldi standa við stór orð samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og hefja framkvæmdir. En sælan varði ekki lengi hjá áhugafólki um Egilsstaðaflugvöll sem þó er löngu orðið vant því að loforð séu ekki efnd þegar kemur að framkvæmdum á landsbyggðinni. Stóra áfallið var að akstursbrautin var skorin frá verkinu og framkvæmdum frestað um óákveðinn tíma en eins og allir vita getur slík frestun varað í áratugi. Austfirðingar hafa þagað þunnu hljóði vegna annars flugvallaverkefnis í NA-kjördæmi, sem virðist hafa betri aðgang að ríkiskassanum. Eflaust blöskrar mörgum eyðslan í það verkefni, einkum Austfirðingum. Samkvæmt áætlunum verður, árið 2025, framkvæmdakostnaður við það eina verk kominn í sjö milljarða frá aldamótum talið. Þar er ekki stýft úr hnefa. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ætti ekki verða skotaskuld úr því að koma myndarlega að verkefni um Egilsstaðaflugvöll, standa við gefin loforð, og leggja það fé sem til þarf í Egilsstaðaflugvöll. Flugvöllinn sem er einn sá fremsti í flugöryggislegu tilliti á Íslandi.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun