Ekki að sjá að uppáhalds drengurinn á Akranesi væri að spila sinn fyrsta leik í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2021 12:53 Mikið mun mæða á Dino Hodzic í marki ÍA það sem eftir lifir tímabils. vísir/hulda margrét Króatíski markvörðurinn Dino Hodzic lék sinn fyrsta leik í efstu deild þegar ÍA gerði markalaust jafntefli við Stjörnuna í fyrradag. Hann komst vel frá sínu eins og fjallað var um í Pepsi Max Stúkunni. Árni Snær Ólafsson, fyrirliði og aðalmarkvörður ÍA, sleit hásin í leiknum gegn FH í síðustu viku og verður frá út tímabilið. Dino mun því verja mark Skagamanna það sem eftir lifir móts. Dino átti góðan leik gegn Stjörnunni á mánudaginn og fékk hrós fyrir frammistöðu sína í Pepsi Max Stúkunni. „Hann var virkilega góður og öflugur og þú finnur fyrir nærveru hans inni í teignum. Hann talar og stjórnar liðinu vel. Þetta var fyrsti leikurinn hans í efstu deild en þú gast ekki séð það á hans fasi eða hans leik,“ sagði Jón Þór Hauksson. „Hann var mjög öruggur í sínum aðgerðum. Heilt yfir spilaði hann þennan leik feykilega vel, tók góðar ákvarðanir og varði vel. Þetta er mikill uppáhalds drengur uppi á Akranesi. Þetta er algjör toppmaður, vinnur á vellinum og tekur á móti krökkunum í leikfimi og sundi í skólanum og er mjög vinsæll meðal þeirra.“ Innslagið um Dino úr Pepsi Max-stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan - Dino Hodzic Dino vakti mikla athygli með Kára síðasta sumar, sérstaklega fyrir hæfileika sína að verja vítaspyrnur. Hann varði fjórar slíkar í 2. deildinni í fyrra. Dino, sem er 25 ára, er einn hávaxnasti leikmaður sem hefur spilað í efstu deild á Íslandi en hann telur 2,05 metra. ÍA er á botni Pepsi Max-deildarinnar með tvö stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Næsti leikur Skagamanna er gegn HK-ingum í Kórnum á föstudaginn. Pepsi Max-deild karla ÍA Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Lof og last 4. umferðar: Reykjavíkurlið Víkings og Leiknis, Ágúst Eðvald og varnarleikur í föstum leikatriðum Fjórðu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. 18. maí 2021 10:00 Sjáðu mörkin í sigri Vals á KR og tvennu Ásgeirs og Ágústs FH, KA og Valur jöfnuðu Víking að stigum á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í gær með sigrum. Liðin hafa nú tíu stig hvert eftir fjórar umferðir. Mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin á Vísi. 18. maí 2021 09:33 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 0-0 | Markalaust í botnslagnum ÍA og Stjarnan eru í fallbaráttu Pepsi Max-deildar karla í fótbolta með tvö stig eftir markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld. 17. maí 2021 21:04 Úr króatískum handboltabæ í íslenskan fótboltabæ: Dino í marki ÍA í kvöld eftir að Svenni „pabbi“ breytti ferlinum Skagamenn tefla fram nýjum markverði í kvöld eftir að fyrirliðinn Árni Snær Ólafsson sleit hásin í leik við FH á fimmtudaginn. Sá heitir Dino Hodzic og er 25 ára Króati sem er hæstánægður með lífið á Akranesi. 17. maí 2021 14:31 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Árni Snær Ólafsson, fyrirliði og aðalmarkvörður ÍA, sleit hásin í leiknum gegn FH í síðustu viku og verður frá út tímabilið. Dino mun því verja mark Skagamanna það sem eftir lifir móts. Dino átti góðan leik gegn Stjörnunni á mánudaginn og fékk hrós fyrir frammistöðu sína í Pepsi Max Stúkunni. „Hann var virkilega góður og öflugur og þú finnur fyrir nærveru hans inni í teignum. Hann talar og stjórnar liðinu vel. Þetta var fyrsti leikurinn hans í efstu deild en þú gast ekki séð það á hans fasi eða hans leik,“ sagði Jón Þór Hauksson. „Hann var mjög öruggur í sínum aðgerðum. Heilt yfir spilaði hann þennan leik feykilega vel, tók góðar ákvarðanir og varði vel. Þetta er mikill uppáhalds drengur uppi á Akranesi. Þetta er algjör toppmaður, vinnur á vellinum og tekur á móti krökkunum í leikfimi og sundi í skólanum og er mjög vinsæll meðal þeirra.“ Innslagið um Dino úr Pepsi Max-stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan - Dino Hodzic Dino vakti mikla athygli með Kára síðasta sumar, sérstaklega fyrir hæfileika sína að verja vítaspyrnur. Hann varði fjórar slíkar í 2. deildinni í fyrra. Dino, sem er 25 ára, er einn hávaxnasti leikmaður sem hefur spilað í efstu deild á Íslandi en hann telur 2,05 metra. ÍA er á botni Pepsi Max-deildarinnar með tvö stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Næsti leikur Skagamanna er gegn HK-ingum í Kórnum á föstudaginn.
Pepsi Max-deild karla ÍA Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Lof og last 4. umferðar: Reykjavíkurlið Víkings og Leiknis, Ágúst Eðvald og varnarleikur í föstum leikatriðum Fjórðu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. 18. maí 2021 10:00 Sjáðu mörkin í sigri Vals á KR og tvennu Ásgeirs og Ágústs FH, KA og Valur jöfnuðu Víking að stigum á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í gær með sigrum. Liðin hafa nú tíu stig hvert eftir fjórar umferðir. Mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin á Vísi. 18. maí 2021 09:33 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 0-0 | Markalaust í botnslagnum ÍA og Stjarnan eru í fallbaráttu Pepsi Max-deildar karla í fótbolta með tvö stig eftir markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld. 17. maí 2021 21:04 Úr króatískum handboltabæ í íslenskan fótboltabæ: Dino í marki ÍA í kvöld eftir að Svenni „pabbi“ breytti ferlinum Skagamenn tefla fram nýjum markverði í kvöld eftir að fyrirliðinn Árni Snær Ólafsson sleit hásin í leik við FH á fimmtudaginn. Sá heitir Dino Hodzic og er 25 ára Króati sem er hæstánægður með lífið á Akranesi. 17. maí 2021 14:31 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Lof og last 4. umferðar: Reykjavíkurlið Víkings og Leiknis, Ágúst Eðvald og varnarleikur í föstum leikatriðum Fjórðu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof, hvað á skilið last og hvað flokkast sem hvorki né. 18. maí 2021 10:00
Sjáðu mörkin í sigri Vals á KR og tvennu Ásgeirs og Ágústs FH, KA og Valur jöfnuðu Víking að stigum á toppi Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í gær með sigrum. Liðin hafa nú tíu stig hvert eftir fjórar umferðir. Mörkin úr leikjum gærkvöldsins eru komin á Vísi. 18. maí 2021 09:33
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 0-0 | Markalaust í botnslagnum ÍA og Stjarnan eru í fallbaráttu Pepsi Max-deildar karla í fótbolta með tvö stig eftir markalaust jafntefli í leik liðanna í kvöld. 17. maí 2021 21:04
Úr króatískum handboltabæ í íslenskan fótboltabæ: Dino í marki ÍA í kvöld eftir að Svenni „pabbi“ breytti ferlinum Skagamenn tefla fram nýjum markverði í kvöld eftir að fyrirliðinn Árni Snær Ólafsson sleit hásin í leik við FH á fimmtudaginn. Sá heitir Dino Hodzic og er 25 ára Króati sem er hæstánægður með lífið á Akranesi. 17. maí 2021 14:31