„Hvorki KSÍ né ég hafði áhuga á að ég færi í viðræður“ Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2021 13:07 Arnar Þór Viðarsson er svo til nýbyrjaður sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Getty „Ég þakkaði pent fyrir áhugann en þetta fór ekki lengra en það,“ segir Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, um áhuga danska úrvalsdeildarfélagsins OB á að ráða hann til starfa. Arnar var einn þriggja þjálfara sem OB skoðaði að ráða eftir vinnu sérstaks ráðgjafafyrirtækis. Það kom hins vegar ekki til þess að hann færi í viðræður við OB þar sem hvorki Arnar né KSÍ hafði áhuga á því að hann hætti sem landsliðsþjálfari, tiltölulega nýbyrjaður í því starfi. Andreas Alm var ráðinn þjálfari en þeir Arnar og Jens Gustafsson komu einnig til greina, samkvæmt frétt danska miðilsins Sport Fyn. Hef aldrei unnið þannig að ég fari á bak við mína vinnuveitendur „Ég ræddi ekki við OB. Það voru ákveðnar þreifingar frá ráðningarfyrirtæki sem sá um þetta ferli fyrir OB og þær þreifingar enduðu, eins og skylda ber, inni á borði hjá Guðna [Bergssyni, formanni] og Klöru [Bjartmarz, framkvæmdastjóra] hjá KSÍ. Þetta er svolítið nýtt í fótboltaheiminum – að það eru sérstök fyrirtæki ráðin til að finna kandídata í þjálfarastarf. Ég veit ekki hvað þetta fyrirtæki átti að finna marga kandídata. Það leggur svo þessi nöfn til við í þessu tilviki OB sem annað hvort samþykkir þau eða ekki. Þá er farið í að reyna að ræða við menn. En ég hef aldrei unnið þannig, hvorki sem leikmaður né þjálfari, að ræða málin á bak við mína vinnuveitendur. Þess vegna fór þetta mál til Guðna og Klöru, við ræddum þetta þrjú saman, og því var svo skilað til heimahúsanna. Hvorki KSÍ né ég hafði áhuga á að ég færi í viðræður svo að þetta stoppaði bara hjá þessu ráðgjafafyrirtæki,“ segir Arnar við Vísi. Við erum að byrja á nýju ævintýri Arnar tók við A-landsliðinu í lok síðasta árs, af Erik Hamrén, og fyrstu leikirnir eftir að hann tók við voru leikirnir þrír í undankeppni HM í mars. „Ég er nýtekinn við íslenska landsliðinu og það er verkefni sem er mjög stórt og skemmtilegt, og eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið það tækifæri. Við Eiður Smári [Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari] og allt „staffið“ erum að byrja á nýju ævintýri og erum spenntir að halda því áfram,“ segir Arnar en samningur hans við KSÍ gildir til loka næsta árs. Aðspurður hvort OB hefði séð fyrir sér að hann yrði áfram landsliðsþjálfari samhliða því að þjálfa danska félagið segir Arnar: „Þetta fór aldrei svo langt. Ég held að það sé samt almennt alveg ljóst að það er ekki hægt að vera bæði landsliðsþjálfari og þjálfari félagsliðs. Það er meira en fullt starf að þjálfa A-landslið karla.“ Það mun því bíða betri tíma að Arnar snúi aftur í þjálfun félagsliða: „Það er alltaf jákvætt að vera sýndur áhugi. Það eru endalaust einhverjar þreifingar í fótboltaheiminum og maður er bara ánægður með að fá þessa athygli en þetta stoppar þar.“ Arnar mun á næstunni tilkynna landsliðshópinn sem spilar þrjá vináttulandsleiki á komandi vikum. Til stóð að tilkynna hópinn í dag en Arnar vildi ekki fara út í það nákvæmlega hvers vegna því hefði verið frestað. Það mun þó vera vegna forfalla leikmanna samkvæmt upplýsingum frá KSÍ. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Arnar var einn þriggja þjálfara sem OB skoðaði að ráða eftir vinnu sérstaks ráðgjafafyrirtækis. Það kom hins vegar ekki til þess að hann færi í viðræður við OB þar sem hvorki Arnar né KSÍ hafði áhuga á því að hann hætti sem landsliðsþjálfari, tiltölulega nýbyrjaður í því starfi. Andreas Alm var ráðinn þjálfari en þeir Arnar og Jens Gustafsson komu einnig til greina, samkvæmt frétt danska miðilsins Sport Fyn. Hef aldrei unnið þannig að ég fari á bak við mína vinnuveitendur „Ég ræddi ekki við OB. Það voru ákveðnar þreifingar frá ráðningarfyrirtæki sem sá um þetta ferli fyrir OB og þær þreifingar enduðu, eins og skylda ber, inni á borði hjá Guðna [Bergssyni, formanni] og Klöru [Bjartmarz, framkvæmdastjóra] hjá KSÍ. Þetta er svolítið nýtt í fótboltaheiminum – að það eru sérstök fyrirtæki ráðin til að finna kandídata í þjálfarastarf. Ég veit ekki hvað þetta fyrirtæki átti að finna marga kandídata. Það leggur svo þessi nöfn til við í þessu tilviki OB sem annað hvort samþykkir þau eða ekki. Þá er farið í að reyna að ræða við menn. En ég hef aldrei unnið þannig, hvorki sem leikmaður né þjálfari, að ræða málin á bak við mína vinnuveitendur. Þess vegna fór þetta mál til Guðna og Klöru, við ræddum þetta þrjú saman, og því var svo skilað til heimahúsanna. Hvorki KSÍ né ég hafði áhuga á að ég færi í viðræður svo að þetta stoppaði bara hjá þessu ráðgjafafyrirtæki,“ segir Arnar við Vísi. Við erum að byrja á nýju ævintýri Arnar tók við A-landsliðinu í lok síðasta árs, af Erik Hamrén, og fyrstu leikirnir eftir að hann tók við voru leikirnir þrír í undankeppni HM í mars. „Ég er nýtekinn við íslenska landsliðinu og það er verkefni sem er mjög stórt og skemmtilegt, og eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið það tækifæri. Við Eiður Smári [Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari] og allt „staffið“ erum að byrja á nýju ævintýri og erum spenntir að halda því áfram,“ segir Arnar en samningur hans við KSÍ gildir til loka næsta árs. Aðspurður hvort OB hefði séð fyrir sér að hann yrði áfram landsliðsþjálfari samhliða því að þjálfa danska félagið segir Arnar: „Þetta fór aldrei svo langt. Ég held að það sé samt almennt alveg ljóst að það er ekki hægt að vera bæði landsliðsþjálfari og þjálfari félagsliðs. Það er meira en fullt starf að þjálfa A-landslið karla.“ Það mun því bíða betri tíma að Arnar snúi aftur í þjálfun félagsliða: „Það er alltaf jákvætt að vera sýndur áhugi. Það eru endalaust einhverjar þreifingar í fótboltaheiminum og maður er bara ánægður með að fá þessa athygli en þetta stoppar þar.“ Arnar mun á næstunni tilkynna landsliðshópinn sem spilar þrjá vináttulandsleiki á komandi vikum. Til stóð að tilkynna hópinn í dag en Arnar vildi ekki fara út í það nákvæmlega hvers vegna því hefði verið frestað. Það mun þó vera vegna forfalla leikmanna samkvæmt upplýsingum frá KSÍ.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira