Fara ekki fram á aflífun: Hundurinn hafði dvalið á skemmtistaðnum í þrjá tíma Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2021 13:40 Um er að ræða Rottweiler, sem hafði dvalið á skemmtistaðnum í þrjá tíma. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun ekki fara fram á að hundurinn sem beit konu á skemmtistaðnum Röntgen í mars síðastliðnum verði aflífaður. Ákvörðunin var tekin í kjölfar skapgerðarmats á hundinum. Í matsskýrslu kom meðal annars fram að hundurinn hefði dvalið á skemmtistaðnum í þrjár klukkustundir þegar atvikið átti sér stað. Neikvæðar umhverfisaðstæður, meðal annars hávaði, hefðu haft áhrif á líðan hundsins og hann hefði ekki upplifað sig öruggan. Þegar stigið var á hann hefði hann því brugðist við með því að bíta frá sér, með þeim afleiðingum að konan hlaut tvo skurði á andliti. Dýralæknirinn sem framkvæmdi skapgerðarmatið sagði í skýrslu sinni að bit væru alltaf alvarleg en í henni kom einnig fram að eigandi hundsins hefði gerst sekur um alvarlega og ámælisverða hegðun með því að setja hundinn í fyrrnefndar aðstæður. Eigandinn hefði hins vegar lofað bót og betrun og ekki þætti þörf á að fara fram á að hundurinn yrði aflífaður að því gefnu að eigandinn yrði betur læs á aðstæður og líðan hundsins. Þannig ætti að vera auðvelt að fyrirbyggja annað bit. Heilbrigðiseftirlitið hefur gert eiganda hundsins og konunni sem varð fyrir árásinni grein fyrir ákvörðun sinni. Samkvæmt heimildum Vísis hefur konan óskað eftir frekari upplýsingum frá heilbrigðiseftirlitinu. Þá hefur hún verið upplýst um ábyrgðatryggingu hunda, sem Reykjavík greiðir fyrir. Dýr Gæludýr Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Geðmat ætti að liggja fyrir á allra næstu dögum Niðurstöður úr geðmati á hundi sem beit konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen í mars síðastliðnum munu liggja fyrir á allra næstu dögum, samkvæmt hundaeftirlitsmanni Reykjavíkurborgar. 6. apríl 2021 10:37 Hundurinn sem beit stúlkuna mun gangast undir geðmat Rottweiler-hundurinn sem beit unga konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen síðastliðið föstudagskvöld mun gangast undir geðmat hjá dýralækni eða hundaatferlisfræðingi. Þetta segir Helgi Helgason, hundaeftirlitsmaður hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi. 24. mars 2021 22:00 Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. 23. mars 2021 14:01 „Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20 Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Í matsskýrslu kom meðal annars fram að hundurinn hefði dvalið á skemmtistaðnum í þrjár klukkustundir þegar atvikið átti sér stað. Neikvæðar umhverfisaðstæður, meðal annars hávaði, hefðu haft áhrif á líðan hundsins og hann hefði ekki upplifað sig öruggan. Þegar stigið var á hann hefði hann því brugðist við með því að bíta frá sér, með þeim afleiðingum að konan hlaut tvo skurði á andliti. Dýralæknirinn sem framkvæmdi skapgerðarmatið sagði í skýrslu sinni að bit væru alltaf alvarleg en í henni kom einnig fram að eigandi hundsins hefði gerst sekur um alvarlega og ámælisverða hegðun með því að setja hundinn í fyrrnefndar aðstæður. Eigandinn hefði hins vegar lofað bót og betrun og ekki þætti þörf á að fara fram á að hundurinn yrði aflífaður að því gefnu að eigandinn yrði betur læs á aðstæður og líðan hundsins. Þannig ætti að vera auðvelt að fyrirbyggja annað bit. Heilbrigðiseftirlitið hefur gert eiganda hundsins og konunni sem varð fyrir árásinni grein fyrir ákvörðun sinni. Samkvæmt heimildum Vísis hefur konan óskað eftir frekari upplýsingum frá heilbrigðiseftirlitinu. Þá hefur hún verið upplýst um ábyrgðatryggingu hunda, sem Reykjavík greiðir fyrir.
Dýr Gæludýr Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Geðmat ætti að liggja fyrir á allra næstu dögum Niðurstöður úr geðmati á hundi sem beit konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen í mars síðastliðnum munu liggja fyrir á allra næstu dögum, samkvæmt hundaeftirlitsmanni Reykjavíkurborgar. 6. apríl 2021 10:37 Hundurinn sem beit stúlkuna mun gangast undir geðmat Rottweiler-hundurinn sem beit unga konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen síðastliðið föstudagskvöld mun gangast undir geðmat hjá dýralækni eða hundaatferlisfræðingi. Þetta segir Helgi Helgason, hundaeftirlitsmaður hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi. 24. mars 2021 22:00 Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. 23. mars 2021 14:01 „Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20 Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Geðmat ætti að liggja fyrir á allra næstu dögum Niðurstöður úr geðmati á hundi sem beit konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen í mars síðastliðnum munu liggja fyrir á allra næstu dögum, samkvæmt hundaeftirlitsmanni Reykjavíkurborgar. 6. apríl 2021 10:37
Hundurinn sem beit stúlkuna mun gangast undir geðmat Rottweiler-hundurinn sem beit unga konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen síðastliðið föstudagskvöld mun gangast undir geðmat hjá dýralækni eða hundaatferlisfræðingi. Þetta segir Helgi Helgason, hundaeftirlitsmaður hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi. 24. mars 2021 22:00
Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. 23. mars 2021 14:01
„Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20
Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01