Hækkun vaxta nú gæti verið byrjunin á vaxtahækkunarferli Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2021 19:20 Seðlabankastjóri boðar frekari vaxtahækkanir dugi hækkunin í dag ekki til að vinna á verðbólgu sem nú er talið að fari ekki niður að markmiðum bankans fyrr en um mitt næsta ár. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti meira dugi vaxtahækkun hans í dag ekki til að draga úr verðbólgu sem er langt yfir markmiði bankans. Ekki er reiknað með að verðbólgan fari niður að markmiðinu fyrr en um mitt næsta ár. Eftir langt vaxtalækkunartímabil hækkaði Seðlabankinn meginvexti sína í dag úr 0,75 prósentum í eitt prósent vegna þrálátrar verðbólgu innanlands og í útlöndum. Hér heima vegna aukinnar neyslu og mikillar hækkunar húsnæðisverðs en vegna hækkunar hrávöruverðs ytra sem leitt hafi til aukins flutnins- og framleiðslukostnaðar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir greinilegt að tæki peningastefnunnar virki bæði til að örva og hægja á hagkerfinu. Nú þurfi að hægja aðeins á með vaxtahækkun.Stöð 2/Arnar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að með vaxtahækkun nú eigi að reyna að hægja á hagkerfinu. „Þá hægir vonandi aðeins á fasteignamarkaðnum. Líka öðrum þáttum. Það verður þá dýrara að taka lán og skuldsetja sig,“ segir Ásgeir. Bankann hafi öll spil á hendi til að ná niður verðbólgunni. Gangi það ekki eftir verði vextir hækkaðir enn frekar. „Við hins vegar viljum bíða og sjá. Við trúum því að þetta séu tímabundnir þættir. En ef ekki verðum við að bregðast við. Við höfum skyldur gagnvart fólkinu í landinu. Að halda stöðugu verðlagi. Halda stöðugleika og það munum við gera.“ Þannig að ef verðbólga fer ekki að hjaðna á næstu mánuðum gæti þetta verið upphafið að vaxtahækkanaferli? „Já, það er alveg rétt,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Eftir langt vaxtalækkunartímabil hækkaði Seðlabankinn meginvexti sína í dag úr 0,75 prósentum í eitt prósent vegna þrálátrar verðbólgu innanlands og í útlöndum. Hér heima vegna aukinnar neyslu og mikillar hækkunar húsnæðisverðs en vegna hækkunar hrávöruverðs ytra sem leitt hafi til aukins flutnins- og framleiðslukostnaðar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir greinilegt að tæki peningastefnunnar virki bæði til að örva og hægja á hagkerfinu. Nú þurfi að hægja aðeins á með vaxtahækkun.Stöð 2/Arnar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að með vaxtahækkun nú eigi að reyna að hægja á hagkerfinu. „Þá hægir vonandi aðeins á fasteignamarkaðnum. Líka öðrum þáttum. Það verður þá dýrara að taka lán og skuldsetja sig,“ segir Ásgeir. Bankann hafi öll spil á hendi til að ná niður verðbólgunni. Gangi það ekki eftir verði vextir hækkaðir enn frekar. „Við hins vegar viljum bíða og sjá. Við trúum því að þetta séu tímabundnir þættir. En ef ekki verðum við að bregðast við. Við höfum skyldur gagnvart fólkinu í landinu. Að halda stöðugu verðlagi. Halda stöðugleika og það munum við gera.“ Þannig að ef verðbólga fer ekki að hjaðna á næstu mánuðum gæti þetta verið upphafið að vaxtahækkanaferli? „Já, það er alveg rétt,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira