Leita hermanns sem stal vopnum og hefur hótað forsvarsmanni sóttvarna í Belgíu Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2021 17:00 Hermaðurinn Jurgen Conings hefur hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem leitt hefur viðbrögð yfirvalda í Belgíu við Covid-19. Van Ranst og fjölskylda hans hafa verið flutt á öruggan stað. Lögreglan í Belgíu og EPA Lögreglan í Belgíu leitar að þungvopnuðum hermanni sem sagður er hafa stolið vopnum og hótað fólki. Hermaðurinn er skotþjálfi og er hann sagður hafa tekið vopn frá herstöð og horfið í gær. Áður hafði hann hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem hefur leitt viðbrögð yfirvalda í Belgíu við faraldri nýju kórónuveirunnar. Í frétt BBC um leitin að hermanninum, sem heitir Jurgen Conings, segir að Van Ranst og fjölskylda hans hafi verið flutt á öruggan stað á meðan leit stendur yfir. Hann birti tíst í dag þar sem hann segir ógnir eins og þessa ekki hafa áhrif á sig. Tegen covidmaatregelen en covidvaccins zijn, valt al te vaak samen met geweldverheerlijking en rauw racisme.Ik verschiet niet dat bedreigingen bijna uitsluitend uit die hoek komen. Laat één ding duidelijk zijn: zulke bedreigingen maken op mij niet de minste indruk. pic.twitter.com/5LMUYloNNo— Marc Van Ranst (@vanranstmarc) May 19, 2021 Leitin hefur beinst að skógi í norðurhluta Belgíu en þaðan barst ábending um að bíll hermannsins hefði sést og í honum hefðu verið skotvopn. Lögreglan er sögð hafa fundið fjórar eldflaugar sem skotið er frá öxlinni en Conings ku vera með nokkur vopn til viðbótar og vera klæddur skotheldu vesti. Lögreglan hefur biðlað til almennings að nálgast hermanninn ekki. Á vef dagblaðsins La Libre Belgique segir að Conings sé 46 ára gamall og hann hafi verið hermaður frá árinu 1992. Hann er sagður hafa tekið þátt í aðgerðum Belga í Júgóslavíu, Bosníu, Kósovó, Líbanon, Írak og Afganistan. Conings hefur verið lýst sem hægri öfgamanni og er hann sagður geta verið mjög hættulegur. Þá er hann sagður hafa skilið eftir bréf þar sem hann gaf í skyn að hann væri undirbúinn fyrir bardaga við lögreglu. Í bréfinu mun Conings hafa sagt að hann gæti ekki búið í samfélagi þar sem stjórnmálamenn og og veirufræðingar „hefðu tekið allt frá okkur“. Aðrir hermenn hafa sagt Conings vera mikinn öfgamann þegar komi að bólusetningum og mun hann hafa verið nokkrum sinnum ávíttur fyrir ofbeldisfulla og rasíska hegðun innan hersins. Belgía Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Sjá meira
Í frétt BBC um leitin að hermanninum, sem heitir Jurgen Conings, segir að Van Ranst og fjölskylda hans hafi verið flutt á öruggan stað á meðan leit stendur yfir. Hann birti tíst í dag þar sem hann segir ógnir eins og þessa ekki hafa áhrif á sig. Tegen covidmaatregelen en covidvaccins zijn, valt al te vaak samen met geweldverheerlijking en rauw racisme.Ik verschiet niet dat bedreigingen bijna uitsluitend uit die hoek komen. Laat één ding duidelijk zijn: zulke bedreigingen maken op mij niet de minste indruk. pic.twitter.com/5LMUYloNNo— Marc Van Ranst (@vanranstmarc) May 19, 2021 Leitin hefur beinst að skógi í norðurhluta Belgíu en þaðan barst ábending um að bíll hermannsins hefði sést og í honum hefðu verið skotvopn. Lögreglan er sögð hafa fundið fjórar eldflaugar sem skotið er frá öxlinni en Conings ku vera með nokkur vopn til viðbótar og vera klæddur skotheldu vesti. Lögreglan hefur biðlað til almennings að nálgast hermanninn ekki. Á vef dagblaðsins La Libre Belgique segir að Conings sé 46 ára gamall og hann hafi verið hermaður frá árinu 1992. Hann er sagður hafa tekið þátt í aðgerðum Belga í Júgóslavíu, Bosníu, Kósovó, Líbanon, Írak og Afganistan. Conings hefur verið lýst sem hægri öfgamanni og er hann sagður geta verið mjög hættulegur. Þá er hann sagður hafa skilið eftir bréf þar sem hann gaf í skyn að hann væri undirbúinn fyrir bardaga við lögreglu. Í bréfinu mun Conings hafa sagt að hann gæti ekki búið í samfélagi þar sem stjórnmálamenn og og veirufræðingar „hefðu tekið allt frá okkur“. Aðrir hermenn hafa sagt Conings vera mikinn öfgamann þegar komi að bólusetningum og mun hann hafa verið nokkrum sinnum ávíttur fyrir ofbeldisfulla og rasíska hegðun innan hersins.
Belgía Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent