Fótbolti

Skælbrosandi eftir EM-valið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Augnablikið er Gilmour sér að hann er í hópnum.
Augnablikið er Gilmour sér að hann er í hópnum. skjáskot/ben chillwell

Billy Gilmour, miðjumaður Chelsea, var eðlilega himinlifandi með að vera valinn í 26 manna hóp skoska landsliðsins fyrir EM í sumar.

Miðjumaðurinn hefur vakið mikla lukku hjá Chelsea og frammistaða hans varð til þess að Steve Clarke, þjálfari Skotlands, ákvað að velja hann í EM hópinn.

Þetta er fyrsta stórmot Skota í 23 ár en Gilmour er einn af ungu leikmönnunum í hópnum ásamt Nathan Patterson, leikmanns Rangers, og David Turnbull, leikmanns Celtic.

Gilmour fylgdist vel með þegar skoski hópurinn var tilkynntur en hann fylgdist með útsendingunni ásamt samherja sínum hjá Chelsea, Ben Chilwell.

Chilwell náði myndbandi af Gilmour þegar nafn hans kom upp á skjáinn og var hann brosandi út að eyrum, og rúmlega það.

Skotland mætir Tékklandi og Króatíu á Hampden Park áður en þeir mæta grönnum sínum í Englandi á Wembley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×