Stuðningsmenn Gróttu gerðu grín að vaxtarlagi og útliti ÍR-inga: Kölluðu sextán ára leikmann gíraffa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2021 12:00 Karen Ösp Guðbjartsdóttir er markvörður ÍR í Grill 66-deildinni. vísir/bylgjan Karen Ösp Guðbjartsdóttir og stöllur hennar í handboltaliði ÍR fengu yfir sig svívirðingar frá stuðningsmönnum Gróttu í leikjum liðanna í umspili um sæti í Olís-deild kvenna á dögunum. Karen sagði frá upplifun sinni í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Grótta vann einvígið, 2-1, og komst þar í úrslit umspilsins þar sem liðið mætir HK. „Ég vil byrja á að óska þeim til hamingju og taka fram að þetta er ekki árás á Gróttu sem félag. Taka það hundrað prósent fram. Það eru öll lið sem eiga svona skemmd epli,“ sagði Karen í Bítinu. Að hennar sögn voru nokkrir unglingspiltar sem létu leikmenn ÍR heyra það í sífellu og gerðu meðal annars athugasemdir við vaxtarlag og útlit þeirra. „Þeir voru með nafnalistann á hreinu, vissu hvað hver og ein hét og gengu meira að segja svo langt að þeir voru með símana á lofti í miðjum leik og voru að fara inn á Facebook-síður okkar og gúggla okkur til að reyna að fá sem mestar persónulegar upplýsingar um okkur,“ sagði Karen. „Ég fékk að heyra nafnið mitt ítrekað og þegar þeir náðu athygli minni sögðu þeir: Hey, Karen af hverju varðirðu ekki þennan bolta? Ef þú hefðir værir aðeins léttari, er ekki kominn tími til að létta sig? Kannski að þú náir þá næsta bolta.“ Samherji Karenar sem tók þátt í fegurðarsamkeppni og vann hana fékk einnig ítrekað athugasemdir um útlit sitt. Ógeð sem kynni ekki að hlaupa „Þegar þessi leikmaður, sem er hornamaður, hljóp fram í hraðaupphlaup kölluðu þeir hana ítrekað ógeð. Að hún væri ógeð og kynni ekki að hlaupa. Þetta stoppaði ekki,“ sagði Karen. Þá kölluðu stuðningsmenn Gróttu hávaxinn leikmann ÍR, sem er aðeins sextán ára, gíraffa. Karen furðar sig á að enginn hafi gripið í taumana og beðið stuðningsmennina að hafa sig hæga. „Það var enginn þarna nálægt sem hafði vit á því að stoppa þetta og segja eitthvað. Það er ekki okkar hlutverk sem leikmanna og þjálfara að labba til þeirra og stoppa þá í miðjum leik,“ sagði Karen. Margir lent í því sama úti á Nesi Hún deildi upplifun sinni af framkomu stuðningsmanna Gróttu á Instagram og fékk mikil viðbrögð. „Ég fékk mörg skilaboð frá leikmönnum í öðrum liðum sem hafa lent í því sama úti á Nesi, því miður. En þetta viðgengst örugglega í fleiri liðum. Eflaust hefur einhver úr ÍR látið ljót orð falla og það á að taka á þessu,“ sagði Karen sem viðurkennir að hróp og köll stuðningsmanna Gróttu hafi haft áhrif á sig. Eyðilögðu upplifunina „Mér finnst mjög leiðinlegt að segja það því ég segist vera rosalega sterk manneskja að segja að þeir hafi náð mér því þeir náðu inn í hausinn á mér og eyðilögðu þessa upplifun fyrir mér. Þetta var virkilega óíþróttamannslegt,“ sagði markvörðurinn. Karen segir að þjálfari Gróttu, Kári Garðarsson, hafi sett sig í samband við hana og beðist afsökunar á framferði stuðningsmannnana. Hlusta má á viðtalið við Karenu hér fyrir ofan. Uppfært klukkan 12:50 Handknattleiksdeild Gróttu hefur beðist afsökunar á háttsemi stuðningsmanna liðsins og sagt að hún sé „úr öllum takti við það sem félagið vill standa fyrir.“ Olís-deild kvenna ÍR Grótta Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira
Grótta vann einvígið, 2-1, og komst þar í úrslit umspilsins þar sem liðið mætir HK. „Ég vil byrja á að óska þeim til hamingju og taka fram að þetta er ekki árás á Gróttu sem félag. Taka það hundrað prósent fram. Það eru öll lið sem eiga svona skemmd epli,“ sagði Karen í Bítinu. Að hennar sögn voru nokkrir unglingspiltar sem létu leikmenn ÍR heyra það í sífellu og gerðu meðal annars athugasemdir við vaxtarlag og útlit þeirra. „Þeir voru með nafnalistann á hreinu, vissu hvað hver og ein hét og gengu meira að segja svo langt að þeir voru með símana á lofti í miðjum leik og voru að fara inn á Facebook-síður okkar og gúggla okkur til að reyna að fá sem mestar persónulegar upplýsingar um okkur,“ sagði Karen. „Ég fékk að heyra nafnið mitt ítrekað og þegar þeir náðu athygli minni sögðu þeir: Hey, Karen af hverju varðirðu ekki þennan bolta? Ef þú hefðir værir aðeins léttari, er ekki kominn tími til að létta sig? Kannski að þú náir þá næsta bolta.“ Samherji Karenar sem tók þátt í fegurðarsamkeppni og vann hana fékk einnig ítrekað athugasemdir um útlit sitt. Ógeð sem kynni ekki að hlaupa „Þegar þessi leikmaður, sem er hornamaður, hljóp fram í hraðaupphlaup kölluðu þeir hana ítrekað ógeð. Að hún væri ógeð og kynni ekki að hlaupa. Þetta stoppaði ekki,“ sagði Karen. Þá kölluðu stuðningsmenn Gróttu hávaxinn leikmann ÍR, sem er aðeins sextán ára, gíraffa. Karen furðar sig á að enginn hafi gripið í taumana og beðið stuðningsmennina að hafa sig hæga. „Það var enginn þarna nálægt sem hafði vit á því að stoppa þetta og segja eitthvað. Það er ekki okkar hlutverk sem leikmanna og þjálfara að labba til þeirra og stoppa þá í miðjum leik,“ sagði Karen. Margir lent í því sama úti á Nesi Hún deildi upplifun sinni af framkomu stuðningsmanna Gróttu á Instagram og fékk mikil viðbrögð. „Ég fékk mörg skilaboð frá leikmönnum í öðrum liðum sem hafa lent í því sama úti á Nesi, því miður. En þetta viðgengst örugglega í fleiri liðum. Eflaust hefur einhver úr ÍR látið ljót orð falla og það á að taka á þessu,“ sagði Karen sem viðurkennir að hróp og köll stuðningsmanna Gróttu hafi haft áhrif á sig. Eyðilögðu upplifunina „Mér finnst mjög leiðinlegt að segja það því ég segist vera rosalega sterk manneskja að segja að þeir hafi náð mér því þeir náðu inn í hausinn á mér og eyðilögðu þessa upplifun fyrir mér. Þetta var virkilega óíþróttamannslegt,“ sagði markvörðurinn. Karen segir að þjálfari Gróttu, Kári Garðarsson, hafi sett sig í samband við hana og beðist afsökunar á framferði stuðningsmannnana. Hlusta má á viðtalið við Karenu hér fyrir ofan. Uppfært klukkan 12:50 Handknattleiksdeild Gróttu hefur beðist afsökunar á háttsemi stuðningsmanna liðsins og sagt að hún sé „úr öllum takti við það sem félagið vill standa fyrir.“
Olís-deild kvenna ÍR Grótta Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti