Sjö ákærð fyrir manndráp í máli Diego Maradona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2021 14:00 Diego Maradona var virtur og dáður út um allan heim. Hann átti hins vegar ótúlega ævi þar sem skiptust heldur betur á skin og skúrir. Getty/Samir Jana Sjö heilbrigðisstarfsmenn í Argentínu hafa verið ákærðir fyrir manndráp í máli Diego Maradona sem lést í nóvember síðastliðnum. Ákæran er upp á „simple homicide with eventual intent“ eins og það er orðað á ensku. Þeim er gefið að sök að hafa sýnt af sér mikla vanrækslu. Maradona var nýorðinn sextugur þegar hann lést þann 25. nóvember síðastliðinn en þá voru tvær vikur liðnar frá því hann gekkst undir skurðaðgerð á heila. Fjölskylda hans hélt því strax fram að eitthvað óeðlilegt hefði verið í gangi í aðdraganda þess að Maradona lést og hefur barist fyrir réttlæti í málinu. Seven medical professionals have been charged with "simple homicide with eventual intent" in the death of Diego Maradona. https://t.co/29oJyfqIKk— ESPN FC (@ESPNFC) May 20, 2021 Þau sjö sem hafa verið ákærð sæta farbanni. Meðal þeirra eru Leopoldo Luque, læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina og geðlæknirinn Agustina Cosachov, sem sinnti Maradona eftir aðgerðina. Hin eru síðan tveir hjúkrunarfræðingar, umsjónarkona, læknir og sálfræðingur. Upptökum af samtölum milli lækna og fólks úr fylgdarhópi Maradona var lekið í fjölmiðla og þar leit út fyrir að Maradona hefði ekki fengið almennilegan umönnum í aðdraganda dauða hans. Seven to be charged with premeditated murder of Diego Maradona: report https://t.co/MzPXKj8Lxq pic.twitter.com/YLKXpYP5yI— New York Post (@nypost) May 20, 2021 Læknirinn Luque og geðlæknirinn Cosachov hafa haldið fram sakleysi sínu en þeir sem hafa rannsakað málið telja að þeir hafi sýnt mikið kæruleysi og afskiptaleysi í umönnun Maradona. Hin ákærðu verða kölluð fyrir dóminn þann 31. maí en þá hefjast vitnaleiðslur í málinu. Verði þau fundin sek eiga þau yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi. Andlát Diegos Maradona Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Ákæran er upp á „simple homicide with eventual intent“ eins og það er orðað á ensku. Þeim er gefið að sök að hafa sýnt af sér mikla vanrækslu. Maradona var nýorðinn sextugur þegar hann lést þann 25. nóvember síðastliðinn en þá voru tvær vikur liðnar frá því hann gekkst undir skurðaðgerð á heila. Fjölskylda hans hélt því strax fram að eitthvað óeðlilegt hefði verið í gangi í aðdraganda þess að Maradona lést og hefur barist fyrir réttlæti í málinu. Seven medical professionals have been charged with "simple homicide with eventual intent" in the death of Diego Maradona. https://t.co/29oJyfqIKk— ESPN FC (@ESPNFC) May 20, 2021 Þau sjö sem hafa verið ákærð sæta farbanni. Meðal þeirra eru Leopoldo Luque, læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina og geðlæknirinn Agustina Cosachov, sem sinnti Maradona eftir aðgerðina. Hin eru síðan tveir hjúkrunarfræðingar, umsjónarkona, læknir og sálfræðingur. Upptökum af samtölum milli lækna og fólks úr fylgdarhópi Maradona var lekið í fjölmiðla og þar leit út fyrir að Maradona hefði ekki fengið almennilegan umönnum í aðdraganda dauða hans. Seven to be charged with premeditated murder of Diego Maradona: report https://t.co/MzPXKj8Lxq pic.twitter.com/YLKXpYP5yI— New York Post (@nypost) May 20, 2021 Læknirinn Luque og geðlæknirinn Cosachov hafa haldið fram sakleysi sínu en þeir sem hafa rannsakað málið telja að þeir hafi sýnt mikið kæruleysi og afskiptaleysi í umönnun Maradona. Hin ákærðu verða kölluð fyrir dóminn þann 31. maí en þá hefjast vitnaleiðslur í málinu. Verði þau fundin sek eiga þau yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi.
Andlát Diegos Maradona Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira