Vopnaður sverði á Laugaveginum: „Farðu heim til þín“ Eiður Þór Árnason skrifar 21. maí 2021 07:55 Atvikið átti sér stað á ellefta tímanum þann 10. maí. Skjáskot Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út í síðustu viku vegna slagsmála á Laugavegi þar sem karlmaður ógnaði öðrum með sverði. Liðsmenn sérsveitarinnar handtóku þann sem bar vopnið eftir einhverja leit en hinn flúði af vettvangi. Hvorugur þeirra er talinn hafa slasast alvarlega. Tilkynning barst um átökin skömmu fyrir miðnætti þann 10. maí síðastliðinn. Er málið nú til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en formleg rannsókn er enn ekki hafin. Þetta staðfestir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, í samtali við Vísi. Sjaldgæft að sverð komi við sögu Manninum var sleppt úr haldi aðfaranótt 11. maí eftir að lögregla hafði rætt við hann en sá kvaðst ekki eiga umrætt sverð. Samkvæmt heimildum fréttastofu hótaði hann óvildarmanni sínum ítrekað lífláti á meðan átökunum stóð. Nokkur vitni voru að átökunum og náðist hluti þeirra á myndband sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Þar sést vopnaði maðurinn elta hinn eftir Laugaveginum og hrópa ókvæðisorð. Einnig heyrist hann segja honum að „fara heim til sín“ en samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn aðilinn af erlendu bergi brotinn. Sverðið er nú í haldi lögreglu en talið er að um sé að ræða Katana- eða Samurai-sverð. Að sögn Guðmundar er það afar sjaldgæft að sverð komi við sögu í verkefnum lögreglunnar. „Þetta er óvenjulegt mál og þannig lagað stórhættulegt. Það er lögbrot að vera með svona vopn og jafnvel minnstu hnífa á almannafæri nema þú sért að nota þá í vinnu.“ Fréttin hefur verið uppfærð með myndbandi. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
Tilkynning barst um átökin skömmu fyrir miðnætti þann 10. maí síðastliðinn. Er málið nú til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en formleg rannsókn er enn ekki hafin. Þetta staðfestir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, í samtali við Vísi. Sjaldgæft að sverð komi við sögu Manninum var sleppt úr haldi aðfaranótt 11. maí eftir að lögregla hafði rætt við hann en sá kvaðst ekki eiga umrætt sverð. Samkvæmt heimildum fréttastofu hótaði hann óvildarmanni sínum ítrekað lífláti á meðan átökunum stóð. Nokkur vitni voru að átökunum og náðist hluti þeirra á myndband sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Þar sést vopnaði maðurinn elta hinn eftir Laugaveginum og hrópa ókvæðisorð. Einnig heyrist hann segja honum að „fara heim til sín“ en samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn aðilinn af erlendu bergi brotinn. Sverðið er nú í haldi lögreglu en talið er að um sé að ræða Katana- eða Samurai-sverð. Að sögn Guðmundar er það afar sjaldgæft að sverð komi við sögu í verkefnum lögreglunnar. „Þetta er óvenjulegt mál og þannig lagað stórhættulegt. Það er lögbrot að vera með svona vopn og jafnvel minnstu hnífa á almannafæri nema þú sért að nota þá í vinnu.“ Fréttin hefur verið uppfærð með myndbandi.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira