Segja BBC hafa stuðlað að andláti Díönu prinsessu Snorri Másson skrifar 20. maí 2021 23:15 Bræðurnir létu þung orð falla í kjölfar skýrslu um vinnubrögð BBC. Getty/Mark Large Vilhjálmur prins og Harry bróðir hans hafa fordæmt Breska ríkisútvarpið harðlega fyrir framgöngu stofnunarinnar í tengslum við viðtal sem tekið var við Díönu prinsessu móður þeirra árið 1995. Komið hefur fram að blaðamaður BBC, Martin Bashir, beitti blekkingum til þess að fá Díönu í viðtalið, meðal annars með því að ljúga að henni að verið væri að greiða fólki fyrir að njósna um hana. Díana fór í viðtalið og það dró dilk á eftir sér í lífi hennar og tveimur árum eftir viðtalið lést hún. Vilhjálmur sagði í myndbandsyfirlýsingu í kvöld að með vinnubrögðum sínum hafi BBC bætt á andleg veikindi Díönu og bætt gráu ofan á svart í sambandi hennar við föður drengjanna, Karl. Í kjölfarið hafi ekki aðeins blaðamaðurinn brugðist í að taka ábyrgð á slæmum aðferðum sínum, heldur einnig æðstu stjórnendur BBC. Vilhjálmur: „Viðtalið lagði mikið af mörkum til þess að gera samband foreldra minna verra og særði marga aðra.“ Ef BBC hefði rannsakað málið vel á sínum tíma, hefði Díana að minnsta kosti vitað að hún hefði verið blekkt. Harry sagði í aðskildri yfirlýsingu, sem var mildari en yfirlýsing Vilhjálms, að menning, þar sem misnotkun á fólkinu í sviðsljósi þrífst stanslaust í fjölmiðlum, hafi að lokum dregið móður hans til dauða. Hann sagði að annað eins tíðkist enn þá í fjölmiðlum í dag. BBC hefur sent Vilhjálmi og Harry afsökunarbeiðni og Karli Bretaprins sömuleiðis. Þá hefur Spencer jarl, bróðir Díönu, einnig fengið afsökunarbeiðni. Kóngafólk Bretland Tengdar fréttir BBC lofar að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal við Díönu prinsessu Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur heitið því að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal sem fréttamaður BBC, Martin Bashir, tók við Díönu prinsessu fyrir þáttinn Panorama árið 1995. 19. nóvember 2020 08:33 Krefst rannsóknar vegna margfrægs viðtals við Díönu Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu heitinnar, segir BBC hafa beitt blekkingum til að fá Díönu til að veita afar persónulegt viðtal. 3. nóvember 2020 14:06 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Komið hefur fram að blaðamaður BBC, Martin Bashir, beitti blekkingum til þess að fá Díönu í viðtalið, meðal annars með því að ljúga að henni að verið væri að greiða fólki fyrir að njósna um hana. Díana fór í viðtalið og það dró dilk á eftir sér í lífi hennar og tveimur árum eftir viðtalið lést hún. Vilhjálmur sagði í myndbandsyfirlýsingu í kvöld að með vinnubrögðum sínum hafi BBC bætt á andleg veikindi Díönu og bætt gráu ofan á svart í sambandi hennar við föður drengjanna, Karl. Í kjölfarið hafi ekki aðeins blaðamaðurinn brugðist í að taka ábyrgð á slæmum aðferðum sínum, heldur einnig æðstu stjórnendur BBC. Vilhjálmur: „Viðtalið lagði mikið af mörkum til þess að gera samband foreldra minna verra og særði marga aðra.“ Ef BBC hefði rannsakað málið vel á sínum tíma, hefði Díana að minnsta kosti vitað að hún hefði verið blekkt. Harry sagði í aðskildri yfirlýsingu, sem var mildari en yfirlýsing Vilhjálms, að menning, þar sem misnotkun á fólkinu í sviðsljósi þrífst stanslaust í fjölmiðlum, hafi að lokum dregið móður hans til dauða. Hann sagði að annað eins tíðkist enn þá í fjölmiðlum í dag. BBC hefur sent Vilhjálmi og Harry afsökunarbeiðni og Karli Bretaprins sömuleiðis. Þá hefur Spencer jarl, bróðir Díönu, einnig fengið afsökunarbeiðni.
Kóngafólk Bretland Tengdar fréttir BBC lofar að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal við Díönu prinsessu Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur heitið því að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal sem fréttamaður BBC, Martin Bashir, tók við Díönu prinsessu fyrir þáttinn Panorama árið 1995. 19. nóvember 2020 08:33 Krefst rannsóknar vegna margfrægs viðtals við Díönu Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu heitinnar, segir BBC hafa beitt blekkingum til að fá Díönu til að veita afar persónulegt viðtal. 3. nóvember 2020 14:06 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
BBC lofar að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal við Díönu prinsessu Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur heitið því að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal sem fréttamaður BBC, Martin Bashir, tók við Díönu prinsessu fyrir þáttinn Panorama árið 1995. 19. nóvember 2020 08:33
Krefst rannsóknar vegna margfrægs viðtals við Díönu Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu heitinnar, segir BBC hafa beitt blekkingum til að fá Díönu til að veita afar persónulegt viðtal. 3. nóvember 2020 14:06