Vopnahlé hefur tekið gildi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. maí 2021 23:47 Þrátt fyrir að búið væri að semja hélt sprengjuregnið áfram alveg þangað til samningurinn tók gildi. AP/Hatem Moussa Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. Ellefu dögum af linnulausum loftárásum Ísraelshers og Hamas hefur því lokið, þar sem palestínskir íbúar Gasasvæðisins komu óumdeilanlega verst út úr átökunum. Að minnsta kosti 232 Palestínumenn létu lífið, þar af 64 börn, á meðan aðeins tólf létust í Ísrael, þar af tvö börn. Síðan átökin hófust hefur verið þrýst á Ísraelsmenn að leita leiða til að koma aftur á vopnahléi við Hamas-samtökin. Í gær átti Joe Biden Bandaríkjaforseta síðan símtal við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, þar sem hann lýsti því yfir að hann vildi að vopnahléi yrði komið á. Skutu eldflaugum í allt kvöld Í kjölfarið af símtalinu gaf Netanjahú hins vegar út yfirlýsingu um að hann myndi gefa í árásirnar. Í dag kallaði hann þó ríkisstjórn sína saman til að funda um vopnahlé og um klukkan háf átta var það gefið út að ríkisstjórnin hefði samþykkt að ganga að vopnahléssamningi, sem varð til fyrir tilstilli Egypta. Egyptar hafa lofað um sextíu milljörðum króna í enduruppbyggingu á Gasasvæðinu. Hins vegar tók ríkisstjórnin það fram í dag að enn hefði ekki verið ákveðið hvenær samningurinn ætti að taka gildi. Hann tók gildi nú klukkan ellefu í kvöld, eða klukkan 2 um nótt að staðartíma. Bæði Ísraelsher og Hamas-samtökin hafa skotið eldflaugum síðan samningurinn var tilkynntur en hættu auðvitað um leið og samningurinn tók gildi. Hvað næst? Haldi vopnahléið er óljóst hvað tekur við. Samskipti Ísraels og Palestínu hafa síst batnað eftir stríð síðustu daga og ljóst að mikið þarf að koma til ef frekari átök á svæðinu eiga ekki að brjótast út á næstunni. Bandaríkjaforseti sendi frá sér ávarp í kjölfar frétta af vopnahléssamningnum þar sem hann boðaði aðstoð Bandaríkjanna og fleiri ríkja við uppbyggingu á Gasasvæðinu eftir sprengjuárásir Ísraelsmanna. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. 19. maí 2021 14:30 Ísraelsstjórn mótmælt víða um heim Fjölmenn mótmæli voru víða gegn loftárásum Ísraela á Gasasvæðið í dag. Ekkert lát er á árásunum né eldflaugaskotum Hamas-samtakanna á ísraelskar borgir. 18. maí 2021 20:01 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Ellefu dögum af linnulausum loftárásum Ísraelshers og Hamas hefur því lokið, þar sem palestínskir íbúar Gasasvæðisins komu óumdeilanlega verst út úr átökunum. Að minnsta kosti 232 Palestínumenn létu lífið, þar af 64 börn, á meðan aðeins tólf létust í Ísrael, þar af tvö börn. Síðan átökin hófust hefur verið þrýst á Ísraelsmenn að leita leiða til að koma aftur á vopnahléi við Hamas-samtökin. Í gær átti Joe Biden Bandaríkjaforseta síðan símtal við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, þar sem hann lýsti því yfir að hann vildi að vopnahléi yrði komið á. Skutu eldflaugum í allt kvöld Í kjölfarið af símtalinu gaf Netanjahú hins vegar út yfirlýsingu um að hann myndi gefa í árásirnar. Í dag kallaði hann þó ríkisstjórn sína saman til að funda um vopnahlé og um klukkan háf átta var það gefið út að ríkisstjórnin hefði samþykkt að ganga að vopnahléssamningi, sem varð til fyrir tilstilli Egypta. Egyptar hafa lofað um sextíu milljörðum króna í enduruppbyggingu á Gasasvæðinu. Hins vegar tók ríkisstjórnin það fram í dag að enn hefði ekki verið ákveðið hvenær samningurinn ætti að taka gildi. Hann tók gildi nú klukkan ellefu í kvöld, eða klukkan 2 um nótt að staðartíma. Bæði Ísraelsher og Hamas-samtökin hafa skotið eldflaugum síðan samningurinn var tilkynntur en hættu auðvitað um leið og samningurinn tók gildi. Hvað næst? Haldi vopnahléið er óljóst hvað tekur við. Samskipti Ísraels og Palestínu hafa síst batnað eftir stríð síðustu daga og ljóst að mikið þarf að koma til ef frekari átök á svæðinu eiga ekki að brjótast út á næstunni. Bandaríkjaforseti sendi frá sér ávarp í kjölfar frétta af vopnahléssamningnum þar sem hann boðaði aðstoð Bandaríkjanna og fleiri ríkja við uppbyggingu á Gasasvæðinu eftir sprengjuárásir Ísraelsmanna.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. 19. maí 2021 14:30 Ísraelsstjórn mótmælt víða um heim Fjölmenn mótmæli voru víða gegn loftárásum Ísraela á Gasasvæðið í dag. Ekkert lát er á árásunum né eldflaugaskotum Hamas-samtakanna á ísraelskar borgir. 18. maí 2021 20:01 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. 19. maí 2021 14:30
Ísraelsstjórn mótmælt víða um heim Fjölmenn mótmæli voru víða gegn loftárásum Ísraela á Gasasvæðið í dag. Ekkert lát er á árásunum né eldflaugaskotum Hamas-samtakanna á ísraelskar borgir. 18. maí 2021 20:01