Ullarþon er nýsköpunarkeppni er samstarfsverkefni Textílmiðstöðvar Íslands og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði Landbúnaðarins. Markmið Ullarþonsins var að auka verðmæti ullarinnar, þá sérstaklega verðminnstu ullarflokkanna.
Fyrsti liður Ullarþonsins var haldin var 25. - 29. mars þegar keppnin sjálf stóð yfir. Þann 17. apríl var tilkynnt hvaða lausnir komust áfram. Þau teymi sem komust áfram kynntu svo hugmynd sina fyrir dómnefndum.
Í gær voru verðlaunaðar þær hugmyndir sem unnu hug dómara en alls bárust 63 gildar hugmyndir í fjórum flokkum.
- Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull,
- Blöndun annarra hráefna við ull,
- Ný afurð
- Stafrænar lausnir og rekjanleiki.
„Þess má geta að bak við þeim 63 lausnum, voru fleiri en hundrað þátttakendur. Dómurum reyndist mjög erfitt að velja úr þeim glæsilegu hugmyndum sem bárust. Magnað hversu gróskan er mikil í nýsköpun um að auka verðgildi ullarinnar.
Hr. Guðni Th. Jóhannesson veitti þeim teymum, sem unnu í hverjum flokki 400.000 kr, og ullarkodda frá Ístex í verðlaun á HönnunarMars á Hafnartorgi í dag,“ segir í tilkynningu um verðlaunin.
Lista yfir vinningshafana má sjá hér fyrir neðan.
Óunnin ull
Sigurvegari er Ullarhúsið Jón Gautasson & Hrönn Jónsdóttir.
Jón og Hrönn vinna með umhverfisvæna byggingarvöru, það er þar sem ullin er nýtt sem einangrun sem blásin er inn í veggi hússins.
Blöndun við ull
Sigurvegari Snoðbreiðan María Dís Ólafsdóttir, Helga Aradóttir, Kristín S. Gunnarsdóttir og Mörður Moli Gunnarsson.
María, Helga, Kristín og Mörður vinna með gróðurmottu, „Snoðbreiðu“ þar sem ullin er þæfð og fræjum komið fyrir í ullinni. Hægt að nýta ullina til landgræðslu eða gróðursetningar inni sem úti.
Ný afurð
Sigurvegari Cool Wool Box; Anna María G. Pétursdóttir.
Anna María þróar kælibox úr ull í stað frauðplasts sem er 100% endurvinnanleg. Er ætlað fyrir fiskútflutning.
Stafræn þróun og rekjanleiki
Sigurvegari Unkind; Laufey Kristín Skúladóttir & Hanna Birna Sigurðardóttir.
Laufey og Birna vinna lausn sem þær kalla Á flakk með Flekku þar sem hægt verður að fá innsýn inn í líf kindarinnar í gegn um upplýsingar á bandinu og hvaðan bandið kemur. Unnið í samstarfi við bændur.
Framkvæmdastjórar Ullarþonsins vilja þakka leiðbeinendum, dómurum, þátttakendum og þeim fyrirlesurum sem komu að Ullarþoninu fyrir sitt frábæra starf.
„Það er mikil gróska í nýsköpun í öllum iðnaði um þessar mundir, við viljum hvetja frumkvöðla, að halda áfram að þróa þessar flottu hugmyndir sínar sem skiluðu sér í Ullarþonið. Framtíðin er ykkar.“