Seyðisfjarðarvöllur fær sömu örlög og Highbury og Upton Park Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 10:01 Gömli Arsenal leikmennirnir Jeremie Aliadiere, Robert Pires, Nigel Winterburn, Ray Parlour og David Seaman sjást hér saman á miðju gamla vallarins á Highbury þar sem er nú bara húsgarður fyrir byggingarnar sem risu í stað þessa heimsfræga vallar. Getty/Arsenal FC Seyðfirðingar kveðja fótboltavöllinn sinn á laugardaginn þegar lokaleikurinn á Seyðisfjarðarvelli fer fram. Seyðisfjarðarvöllur heyrir bráðum sögunni til því eins og hefur gerst fyrir velli eins og Highbury og Upton Park í London, The Dell í Southampton og Maine Road í Manchester. Arsenal flutti sem dæmi af Highbury eftir að hafa byggt Emirates leikvanginn rétt hjá, West Ham flutti af Upton Park og á Ólympíuleikvanginn í London og Manchester City flutti af Maine Road og á nýja glæsilegan Ethiad leikvang. Seyðisfjarðarvöllur fær nú sömu örlög. Nú á að taka vallarstæðið undir íbúðabyggð alveg eins og gerðist hjá þessum heimsfrægu knattspyrnuvöllum í Englandi. Seyðfirðingar vildu kveðja völlinn sinn með formlegum hætti og sérstakur kveðjuleikur verður leikinn á Seyðisfjarðarvelli á morgun. Kveðjuleikur Seyðisfjarðarvallar verður leikinn á laugardag. #fotboltihttps://t.co/HMo0wFX0Mw— Austurfrétt (@Austurfrett) May 20, 2021 „Við erum nokkrir Seyðfirðingar sem búum syðra en hittumst til að spila fótbolta yfir veturinn. Þegar tilkynnt var að völlurinn yrði nýttur undir byggingarland kom Nik Chamberlain með þá hugmynd inn í hópinn að það þyrfti að kalla saman lokaleik. Ég og Rúnar Freyr Þórhallsson tókum boltann og þróuðum hugmyndina áfram,“ segir Birkir Pálsson uppalinn Seyðfirðingur og fyrrum leikmaður Hugins, í samtali við Austurfrétt. Birkir og Rúnar leituðu uppi fyrrum leikmenn Hugins og notuðust við heimasíðu KSÍ, þar sem upplýsingarnar ná 20 ár aftur í tímann. Af þessum hópi hafa um 50 manns boðað komu sína. Birkir líkir því að horfa á eftir vellinum við að kveðja vin eða ættingja. „Maður á ótrúlega margar minningar frá vellinum. Hann var áður malarvöllur og ég man eftir því þegar ég var átta ára gamall og Valur kom til að spila. Guðni Bergsson var í liði Vals, hann spilaði seinni hálfleikinn með Huginn og skoraði eina mark liðsins. Svæðið og allt sem tengist Huginn skipar stóran sess í okkar æskuminningum og þess vegna er þetta eins og að kveðja góðan vin eða ættingja fyrir mörg okkar,“ sagði Birkir en það má lesa allt viðtalið við hann á vef Austurfréttar hér. Ekki liggja enn fyrir ákvarðanir um hvar aðstaða verður byggð upp eftir að völlurinn hverfur. Í tengslum við leikinn á laugardag er söfnun þar sem tekið er við frjálsum framlögum sem renna til nýrrar aðstöðu. „Það verður að vera aðstaða í boði. Þegar ég var lítill voru allir grasblettir sem í boði voru nýttir,“ segir Birkir. Flautað verður til leiks klukkan tvö á morgun laugardag. Íslenski boltinn Enski boltinn Múlaþing Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Seyðisfjarðarvöllur heyrir bráðum sögunni til því eins og hefur gerst fyrir velli eins og Highbury og Upton Park í London, The Dell í Southampton og Maine Road í Manchester. Arsenal flutti sem dæmi af Highbury eftir að hafa byggt Emirates leikvanginn rétt hjá, West Ham flutti af Upton Park og á Ólympíuleikvanginn í London og Manchester City flutti af Maine Road og á nýja glæsilegan Ethiad leikvang. Seyðisfjarðarvöllur fær nú sömu örlög. Nú á að taka vallarstæðið undir íbúðabyggð alveg eins og gerðist hjá þessum heimsfrægu knattspyrnuvöllum í Englandi. Seyðfirðingar vildu kveðja völlinn sinn með formlegum hætti og sérstakur kveðjuleikur verður leikinn á Seyðisfjarðarvelli á morgun. Kveðjuleikur Seyðisfjarðarvallar verður leikinn á laugardag. #fotboltihttps://t.co/HMo0wFX0Mw— Austurfrétt (@Austurfrett) May 20, 2021 „Við erum nokkrir Seyðfirðingar sem búum syðra en hittumst til að spila fótbolta yfir veturinn. Þegar tilkynnt var að völlurinn yrði nýttur undir byggingarland kom Nik Chamberlain með þá hugmynd inn í hópinn að það þyrfti að kalla saman lokaleik. Ég og Rúnar Freyr Þórhallsson tókum boltann og þróuðum hugmyndina áfram,“ segir Birkir Pálsson uppalinn Seyðfirðingur og fyrrum leikmaður Hugins, í samtali við Austurfrétt. Birkir og Rúnar leituðu uppi fyrrum leikmenn Hugins og notuðust við heimasíðu KSÍ, þar sem upplýsingarnar ná 20 ár aftur í tímann. Af þessum hópi hafa um 50 manns boðað komu sína. Birkir líkir því að horfa á eftir vellinum við að kveðja vin eða ættingja. „Maður á ótrúlega margar minningar frá vellinum. Hann var áður malarvöllur og ég man eftir því þegar ég var átta ára gamall og Valur kom til að spila. Guðni Bergsson var í liði Vals, hann spilaði seinni hálfleikinn með Huginn og skoraði eina mark liðsins. Svæðið og allt sem tengist Huginn skipar stóran sess í okkar æskuminningum og þess vegna er þetta eins og að kveðja góðan vin eða ættingja fyrir mörg okkar,“ sagði Birkir en það má lesa allt viðtalið við hann á vef Austurfréttar hér. Ekki liggja enn fyrir ákvarðanir um hvar aðstaða verður byggð upp eftir að völlurinn hverfur. Í tengslum við leikinn á laugardag er söfnun þar sem tekið er við frjálsum framlögum sem renna til nýrrar aðstöðu. „Það verður að vera aðstaða í boði. Þegar ég var lítill voru allir grasblettir sem í boði voru nýttir,“ segir Birkir. Flautað verður til leiks klukkan tvö á morgun laugardag.
Íslenski boltinn Enski boltinn Múlaþing Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira