Nefnd um þjóðaróperu klofnaði: Vinnan heldur áfram innan ráðuneytisins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2021 12:32 Margt listafólk hefur gagnrýnt rekstur Íslensku óperunnar og kallað eftir stofnun þjóðaróperu. Myndin er frá sýningu á óperunni Ragnheiði í Hörpu árið 2014. Mynd/Gísli Egill Hrafnsson Ekki var full samstaða innan nefndar um stofnun þjóðaróperu. Meirihlutinn vildi að lagt yrði fram frumvarp til breytinga á lögum um sviðslistir og stofnun þjóðaróperu lögfest en minnihlutinn skilaði séráliti. „Það er ljóst að fjölmörg sóknarfæri liggja í því að efla umgjörð um óperustarfsemi hér á landi. Á vettvangi ráðuneytisinsverður unnið að mati á umfangi og kostnaðargreiningu tillögu um lögfestingu þjóðaróperu og vænti ég þess að afrakstur þess geti legið fyrir í árslok 2021. Það felast ýmis samlegðaráhrif í virkara samstarfi sviðslista- og tónlistastofnana sem einnig þarf að ræða nánar,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra í tilkynningu á vef ráðuneytisins. „Lagt er til að mennta- og menningarmálaráðherra leggi fram frumvarp til breytinga á lögum um sviðslistir og lögfesti stofnun þjóðaróperu á yfirstandandi þingi í þeim tilgangi að gera að veruleika nýjan starfsvettvang fyrir söngvara, hljómlistarmenn, tónskáld, textasmiði og annað listafólk sem sinna kann óperulistinni sem alltof lengi hefur verið hornreka í íslensku menningarlífi,“ segir um álit meirihlutans í skýrslu sem finna má á vefnum. „Jafnframt leggur nefndin til að skipaður verði faglegur starfshópur sem sinnir uppbyggingu innviða og listrænna möguleika þjóðaróperu sem tekur mið af sérstæðu og þörfum íslensks menningarlífs.“ „Þurfa að geta helgað listinni starfskrafta sína óskipta“ Nefndina skipuðu Páll Baldvinsson, Soffía Karlsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Hjálmar H. Ragnarsson, Arnbjörg María Danielsen, Gísli Rúnar Pálmason og Steinunn Sigvaldadóttir. Soffía og Hjálmar skiluðu séráliti en Gísli Rúnar og Steinunn lýstu sig hlutlaus þegar störfum nefndarinnar lauk. Nefndin leitaði til fjölda sérfræðinga og listamanna við störf sín, auk þess sem henni bárust samþykktir ýmissa fagfélaga. Í áliti meirihlutans segir meðal annars að Ísland búi yfir óþrjótandi auðæfum sem séu fólgin í hugviti listafólks. Hlutfall íslensks tónlistarfólks sem njóti virðingar og velgengni á erlendum vettvangi sé einstakt. „Íslensk stjórnvöld standa nú frammi fyrir þeirri grundvallarspurningu, hvort vilji sé fyrir stofnun þjóðaróperu sem hlúir að starfsvettvangi allra þeirra greina er koma að sköpun óperu. Það er álit nefndarinnar og þorra þeirra álitsgjafa sem leitað var til að nauðsynlegt sé að trygg lagaleg umgjörð verði sett í því skyni að skapa þeim listamönnum og sérhæfðu tæknilegu starfsstéttum sem hafa kappkostað að sækja sér menntun og reynslu jafnt hér á landi sem erlendis stöðugan vettvang með skýrt opinbert menningarlegt hlutverk til að þróa óperu sem á erindi við íslenskan samtíma.“ Í álitinu er meðal annars vitnað í stórsöngvarann Kristinn Sigmundsson, sem segir kostina við þjóðaróperu ótvíræða. „Söngvarar þurfa að geta helgað listinni starfskrafta sína óskipta. Á Íslandi er enginn söngvari fastráðinn. Óperan þarf að njóta fastráðningar á sama hátt og atvinnuleikhúsin, Íslenski dansflokkurinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Áður en það gerist, búum við við áhugamannaóperu,“ segir hann meðal annars. Skeptísk á samstarf milli lista- og menningarstofnana Minnihlutinn leggur fram þrjár tillögur; stofnun nýs óperuflokks, samhliða tímabundinni framlengingu á samningi við Íslensku óperuna, sjálfstæða óperu og ríkisrekna óperu. Fyrsta tillagan snýr að stofnun óperuflokks sem myndi starfa sjálfstætt eftir skilgreindum markmiðum og gera tímabundinn samning við Íslensku óperuna, til dæmis til fjögurra ára, svo hún geti lokið verkefnum sem þegar eru á teikniborðinu. Önnur tillagan gengur út frá því að gerður yrði samningur um rekstur óperustarfsemi við eitt félag eða stofnun á grundvelli auglýsingar með skilgreindum viðmiðum og lýsingu verkefna. „Meginmarkmið samnings við sjálfstæða óperu er að tryggja landsmönnum möguleika á að njóta óperuflutnings við bestu fáanlegar aðstæður á Íslandi og með þátttöku okkar besta listafólks á sviði söngs og hljóðfæraleiks. Þá er lagt til grundvallar að Apríl 2021 29 með samningnum verði aukinn kraftur settur í flutning óperuverka íslenskra höfunda og frumsköpun eflist á breiðu sviði óperuflutnings.“ Þriðja tillagan er ríkisrekin ópera, sem annað hvort væri sjálfstæð stofnun eða felld undir Þjóðleikhúsið. Um hana segir meðal annars að rekstrarform ríkisrekinnar óperu bjóði upp á stöðugleika og starfsöryggi listafólks. Hins vegar segir minnihlutinn varhugavert að gera sér of miklar hugmyndir um samnýtingu og samlegð milli lista- og menningarstofnana. „Augljósustu samstarfsaðilar eru aðrir þeir aðilar sem byggja á sama eða svipuðum rekstrargrunni, s.s. Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenski dansflokkurinn, en reyndin er hins vegar sú hvað varðar Þjóðleikhúsið að samstarf þarna á milli er afar takmarkað ef eitthvað, og í gegnum tíðina hefur heldur farið í sundur með aðilum en saman.“ Menning Íslenska óperan Tengdar fréttir Mál Þóru gegn Óperunni fær áfrýjunarleyfi hjá Landsrétti Landsréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni söngkonunnar Þóru Einarsdóttur í máli hennar á hendur Íslensku óperunni vegna meintra vangoldinna launa. Óperan var sýknuð í héraði en málið fær nú að fara fyrir Landsrétt. 13. mars 2021 11:21 Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. 22. janúar 2021 15:12 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
„Það er ljóst að fjölmörg sóknarfæri liggja í því að efla umgjörð um óperustarfsemi hér á landi. Á vettvangi ráðuneytisinsverður unnið að mati á umfangi og kostnaðargreiningu tillögu um lögfestingu þjóðaróperu og vænti ég þess að afrakstur þess geti legið fyrir í árslok 2021. Það felast ýmis samlegðaráhrif í virkara samstarfi sviðslista- og tónlistastofnana sem einnig þarf að ræða nánar,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra í tilkynningu á vef ráðuneytisins. „Lagt er til að mennta- og menningarmálaráðherra leggi fram frumvarp til breytinga á lögum um sviðslistir og lögfesti stofnun þjóðaróperu á yfirstandandi þingi í þeim tilgangi að gera að veruleika nýjan starfsvettvang fyrir söngvara, hljómlistarmenn, tónskáld, textasmiði og annað listafólk sem sinna kann óperulistinni sem alltof lengi hefur verið hornreka í íslensku menningarlífi,“ segir um álit meirihlutans í skýrslu sem finna má á vefnum. „Jafnframt leggur nefndin til að skipaður verði faglegur starfshópur sem sinnir uppbyggingu innviða og listrænna möguleika þjóðaróperu sem tekur mið af sérstæðu og þörfum íslensks menningarlífs.“ „Þurfa að geta helgað listinni starfskrafta sína óskipta“ Nefndina skipuðu Páll Baldvinsson, Soffía Karlsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Hjálmar H. Ragnarsson, Arnbjörg María Danielsen, Gísli Rúnar Pálmason og Steinunn Sigvaldadóttir. Soffía og Hjálmar skiluðu séráliti en Gísli Rúnar og Steinunn lýstu sig hlutlaus þegar störfum nefndarinnar lauk. Nefndin leitaði til fjölda sérfræðinga og listamanna við störf sín, auk þess sem henni bárust samþykktir ýmissa fagfélaga. Í áliti meirihlutans segir meðal annars að Ísland búi yfir óþrjótandi auðæfum sem séu fólgin í hugviti listafólks. Hlutfall íslensks tónlistarfólks sem njóti virðingar og velgengni á erlendum vettvangi sé einstakt. „Íslensk stjórnvöld standa nú frammi fyrir þeirri grundvallarspurningu, hvort vilji sé fyrir stofnun þjóðaróperu sem hlúir að starfsvettvangi allra þeirra greina er koma að sköpun óperu. Það er álit nefndarinnar og þorra þeirra álitsgjafa sem leitað var til að nauðsynlegt sé að trygg lagaleg umgjörð verði sett í því skyni að skapa þeim listamönnum og sérhæfðu tæknilegu starfsstéttum sem hafa kappkostað að sækja sér menntun og reynslu jafnt hér á landi sem erlendis stöðugan vettvang með skýrt opinbert menningarlegt hlutverk til að þróa óperu sem á erindi við íslenskan samtíma.“ Í álitinu er meðal annars vitnað í stórsöngvarann Kristinn Sigmundsson, sem segir kostina við þjóðaróperu ótvíræða. „Söngvarar þurfa að geta helgað listinni starfskrafta sína óskipta. Á Íslandi er enginn söngvari fastráðinn. Óperan þarf að njóta fastráðningar á sama hátt og atvinnuleikhúsin, Íslenski dansflokkurinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Áður en það gerist, búum við við áhugamannaóperu,“ segir hann meðal annars. Skeptísk á samstarf milli lista- og menningarstofnana Minnihlutinn leggur fram þrjár tillögur; stofnun nýs óperuflokks, samhliða tímabundinni framlengingu á samningi við Íslensku óperuna, sjálfstæða óperu og ríkisrekna óperu. Fyrsta tillagan snýr að stofnun óperuflokks sem myndi starfa sjálfstætt eftir skilgreindum markmiðum og gera tímabundinn samning við Íslensku óperuna, til dæmis til fjögurra ára, svo hún geti lokið verkefnum sem þegar eru á teikniborðinu. Önnur tillagan gengur út frá því að gerður yrði samningur um rekstur óperustarfsemi við eitt félag eða stofnun á grundvelli auglýsingar með skilgreindum viðmiðum og lýsingu verkefna. „Meginmarkmið samnings við sjálfstæða óperu er að tryggja landsmönnum möguleika á að njóta óperuflutnings við bestu fáanlegar aðstæður á Íslandi og með þátttöku okkar besta listafólks á sviði söngs og hljóðfæraleiks. Þá er lagt til grundvallar að Apríl 2021 29 með samningnum verði aukinn kraftur settur í flutning óperuverka íslenskra höfunda og frumsköpun eflist á breiðu sviði óperuflutnings.“ Þriðja tillagan er ríkisrekin ópera, sem annað hvort væri sjálfstæð stofnun eða felld undir Þjóðleikhúsið. Um hana segir meðal annars að rekstrarform ríkisrekinnar óperu bjóði upp á stöðugleika og starfsöryggi listafólks. Hins vegar segir minnihlutinn varhugavert að gera sér of miklar hugmyndir um samnýtingu og samlegð milli lista- og menningarstofnana. „Augljósustu samstarfsaðilar eru aðrir þeir aðilar sem byggja á sama eða svipuðum rekstrargrunni, s.s. Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenski dansflokkurinn, en reyndin er hins vegar sú hvað varðar Þjóðleikhúsið að samstarf þarna á milli er afar takmarkað ef eitthvað, og í gegnum tíðina hefur heldur farið í sundur með aðilum en saman.“
Menning Íslenska óperan Tengdar fréttir Mál Þóru gegn Óperunni fær áfrýjunarleyfi hjá Landsrétti Landsréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni söngkonunnar Þóru Einarsdóttur í máli hennar á hendur Íslensku óperunni vegna meintra vangoldinna launa. Óperan var sýknuð í héraði en málið fær nú að fara fyrir Landsrétt. 13. mars 2021 11:21 Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. 22. janúar 2021 15:12 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Mál Þóru gegn Óperunni fær áfrýjunarleyfi hjá Landsrétti Landsréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni söngkonunnar Þóru Einarsdóttur í máli hennar á hendur Íslensku óperunni vegna meintra vangoldinna launa. Óperan var sýknuð í héraði en málið fær nú að fara fyrir Landsrétt. 13. mars 2021 11:21
Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. 22. janúar 2021 15:12