G7 ríkin ætla að hætta að fjármagna kolaorkuver Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2021 15:53 Umhverfisráðherrar G7 ríkjanna segja mikilvægt að hætta fjármögnun kolaorkuverka, sem séu ekki búin tækni til að draga úr útblæstri. EPA/SASCHA STEINBACH Erindrekar G7 ríkjanna hafa komist að samkomulagi um aðgerðir til að draga úr hækkun hitastigs á jörðinni vegna manngerðra veðurfarsbreytinga. Aðgerðirnar taka mið af því að hitastig hækki ekki um meira en eina og hálfa gráðu. Þessar aðgerðir fela meðal annars í sér að hætta að fjármagna rekstur mengandi kolaorkuverka í fátækari löndum fyrir lok ársins og að varðveita þrjátíu prósent lands fyrir árið 2030. Samkomulagið er í takti við markmið Parísasáttmálans um að draga alfarið úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2050. Umhverfisráðherrar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada og Þýskalands komust að þessu samkomulagi í dag. Samkvæmt heimildum BBC eru forsvarsmenn ráðherrafundarins frekar ánægðir með niðurstöðu fundarins, sem fór fram á netinu. Nokkrir aðrir fjarfundir milli ráðherranna verða haldnir þar til þeir hittast í Cornwall á Bretlandseyjum í næsta mánuði. Í skjali sem blaðamenn Reuters hafa komið höndum yfir, þar sem niðurstöður fundarins eru tíundaðar, segir að mikilvægt sé að alþjóðasamfélagið hætti að fjárfesta í kolaorkuverum. Er þar sérstaklega minnst á kolaorkuver þar sem ekki er notast við tækni sem dregur verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tækni sem er ekki í mikilli notkun í orkuverum í dag. Ráðherrarnir eru sagðir hafa orðið fyrir miklum áhrifum af nýlegri skýrslu frá Alþjóðaorkumálastofnuninni um að ef markmið Parísarsáttmálans ættu að nást mætti ekki reisa eitt orkuver sem keyrði á kolum, olíu eða gasi í framtíðinni. Í áðurnefndu skjali kemur einnig fram að G7 ríkin ætla að fara fram á við forsvarsmenn annarra ríkja að samþykkja einnig þessar aðgerðir. Samkvæmt Reuters á það sérstaklega við Kína, sem brennir um helming þeirra kola sem brennd eru í heiminum. Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Heimsfaraldurinn hefur valdið mikilli aukningu í útblæstri Ein af afleiðingum alheimsfaraldurs kórónuveirunnar er mikil aukning í útblæstri koltvísýrings. Þetta segir talsmaður Alþjóða orkumálastofnunarinnar í samtali við breska blaðið The Guardian. 20. apríl 2021 07:04 Botnvörpuveiðar taldar losa jafnmikið og flugsamgöngur Allt að milljarður tonna af koltvísýringi losnar út í höf jarðar vegna botnvörpuveiða á ári, meira en losnar frá samgöngum út í loftið. Þetta er á meðal bráðabirgðaniðurstaðna nýrrar rannsóknar á hvernig þjóðir geta barist gegn loftslagsbreytingum og hruni vistkerfa hafsins. 18. mars 2021 15:09 Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni. 24. nóvember 2020 11:53 Afneitarar settir yfir loftslagsskýrslu á lokametrum Trump-stjórnarinnar Tveimur vísindamönnum sem hafna vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum hefur verið falið að stýra umfangsmestu loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar á lokamánuðum ríkisstjórnar Donalds Trump forseta. 17. nóvember 2020 11:01 Evrópuþingið greiðir atkvæði um metnaðarfyllri loftslagsmarkmið Óljóst er um afdrif frumvarps um að gera loftslagsmarkmið Evrópusambandsins lagalega bindandi í atkvæðagreiðslu sem verður haldin í Evrópuþinginu í kvöld. 6. október 2020 11:18 Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára Fyrstu niðurstöður viðamesta leiðangurs sögunnar á Norðurskautið voru kynntar á webinar hjá Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í dag. Hann staðfestir miklar breytingar sem muni meðal annars stuðla að aukinni tíðni ofsaveðra um allan heim. 27. október 2020 19:21 Kóralrifið mikla hefur minnkað um helming frá 1995 Kóralrifið mikla hefur tapað um helmingi alls kórals síns frá árinu 1995. Skaðann má að mestu rekja til hækkandi hitastigs sjávar og veðurfarsbreytinga af mannavöldum. 14. október 2020 12:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Þessar aðgerðir fela meðal annars í sér að hætta að fjármagna rekstur mengandi kolaorkuverka í fátækari löndum fyrir lok ársins og að varðveita þrjátíu prósent lands fyrir árið 2030. Samkomulagið er í takti við markmið Parísasáttmálans um að draga alfarið úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2050. Umhverfisráðherrar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada og Þýskalands komust að þessu samkomulagi í dag. Samkvæmt heimildum BBC eru forsvarsmenn ráðherrafundarins frekar ánægðir með niðurstöðu fundarins, sem fór fram á netinu. Nokkrir aðrir fjarfundir milli ráðherranna verða haldnir þar til þeir hittast í Cornwall á Bretlandseyjum í næsta mánuði. Í skjali sem blaðamenn Reuters hafa komið höndum yfir, þar sem niðurstöður fundarins eru tíundaðar, segir að mikilvægt sé að alþjóðasamfélagið hætti að fjárfesta í kolaorkuverum. Er þar sérstaklega minnst á kolaorkuver þar sem ekki er notast við tækni sem dregur verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tækni sem er ekki í mikilli notkun í orkuverum í dag. Ráðherrarnir eru sagðir hafa orðið fyrir miklum áhrifum af nýlegri skýrslu frá Alþjóðaorkumálastofnuninni um að ef markmið Parísarsáttmálans ættu að nást mætti ekki reisa eitt orkuver sem keyrði á kolum, olíu eða gasi í framtíðinni. Í áðurnefndu skjali kemur einnig fram að G7 ríkin ætla að fara fram á við forsvarsmenn annarra ríkja að samþykkja einnig þessar aðgerðir. Samkvæmt Reuters á það sérstaklega við Kína, sem brennir um helming þeirra kola sem brennd eru í heiminum.
Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Heimsfaraldurinn hefur valdið mikilli aukningu í útblæstri Ein af afleiðingum alheimsfaraldurs kórónuveirunnar er mikil aukning í útblæstri koltvísýrings. Þetta segir talsmaður Alþjóða orkumálastofnunarinnar í samtali við breska blaðið The Guardian. 20. apríl 2021 07:04 Botnvörpuveiðar taldar losa jafnmikið og flugsamgöngur Allt að milljarður tonna af koltvísýringi losnar út í höf jarðar vegna botnvörpuveiða á ári, meira en losnar frá samgöngum út í loftið. Þetta er á meðal bráðabirgðaniðurstaðna nýrrar rannsóknar á hvernig þjóðir geta barist gegn loftslagsbreytingum og hruni vistkerfa hafsins. 18. mars 2021 15:09 Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni. 24. nóvember 2020 11:53 Afneitarar settir yfir loftslagsskýrslu á lokametrum Trump-stjórnarinnar Tveimur vísindamönnum sem hafna vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum hefur verið falið að stýra umfangsmestu loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar á lokamánuðum ríkisstjórnar Donalds Trump forseta. 17. nóvember 2020 11:01 Evrópuþingið greiðir atkvæði um metnaðarfyllri loftslagsmarkmið Óljóst er um afdrif frumvarps um að gera loftslagsmarkmið Evrópusambandsins lagalega bindandi í atkvæðagreiðslu sem verður haldin í Evrópuþinginu í kvöld. 6. október 2020 11:18 Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára Fyrstu niðurstöður viðamesta leiðangurs sögunnar á Norðurskautið voru kynntar á webinar hjá Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í dag. Hann staðfestir miklar breytingar sem muni meðal annars stuðla að aukinni tíðni ofsaveðra um allan heim. 27. október 2020 19:21 Kóralrifið mikla hefur minnkað um helming frá 1995 Kóralrifið mikla hefur tapað um helmingi alls kórals síns frá árinu 1995. Skaðann má að mestu rekja til hækkandi hitastigs sjávar og veðurfarsbreytinga af mannavöldum. 14. október 2020 12:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Heimsfaraldurinn hefur valdið mikilli aukningu í útblæstri Ein af afleiðingum alheimsfaraldurs kórónuveirunnar er mikil aukning í útblæstri koltvísýrings. Þetta segir talsmaður Alþjóða orkumálastofnunarinnar í samtali við breska blaðið The Guardian. 20. apríl 2021 07:04
Botnvörpuveiðar taldar losa jafnmikið og flugsamgöngur Allt að milljarður tonna af koltvísýringi losnar út í höf jarðar vegna botnvörpuveiða á ári, meira en losnar frá samgöngum út í loftið. Þetta er á meðal bráðabirgðaniðurstaðna nýrrar rannsóknar á hvernig þjóðir geta barist gegn loftslagsbreytingum og hruni vistkerfa hafsins. 18. mars 2021 15:09
Þetta gæti Biden gert í loftslagsmálum án þingsins Líkur eru á því að hendur Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, verði að miklu leyti bundnar hvað varðar stórtækar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna á meðan repúblikanar ráða efri deild Bandaríkjaþings. Hann gæti þó beislað framkvæmdavaldið til að bregðast við vánni. 24. nóvember 2020 11:53
Afneitarar settir yfir loftslagsskýrslu á lokametrum Trump-stjórnarinnar Tveimur vísindamönnum sem hafna vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum hefur verið falið að stýra umfangsmestu loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar á lokamánuðum ríkisstjórnar Donalds Trump forseta. 17. nóvember 2020 11:01
Evrópuþingið greiðir atkvæði um metnaðarfyllri loftslagsmarkmið Óljóst er um afdrif frumvarps um að gera loftslagsmarkmið Evrópusambandsins lagalega bindandi í atkvæðagreiðslu sem verður haldin í Evrópuþinginu í kvöld. 6. október 2020 11:18
Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára Fyrstu niðurstöður viðamesta leiðangurs sögunnar á Norðurskautið voru kynntar á webinar hjá Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í dag. Hann staðfestir miklar breytingar sem muni meðal annars stuðla að aukinni tíðni ofsaveðra um allan heim. 27. október 2020 19:21
Kóralrifið mikla hefur minnkað um helming frá 1995 Kóralrifið mikla hefur tapað um helmingi alls kórals síns frá árinu 1995. Skaðann má að mestu rekja til hækkandi hitastigs sjávar og veðurfarsbreytinga af mannavöldum. 14. október 2020 12:00