Tugir særðir eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2021 07:48 Hér má sjá mannfjöldann sem safnaðist saman fyrir bænastundina í gær. Gett/Esat Fırat Ísraelskar öryggissveitir beittu gúmmíkúlum og blossasprengjum gegn Palestínumönnum fyrir utan al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gær, aðeins hálfum degi eftir að vopnahléssamningar voru samþykktir bæði af Ísraels- og Palestínumönnum. Þúsundir palestínskra múslima voru saman komnir í al-Aqsa moskunni í Jerúsalem í gær til þess að biðja saman föstudagsbænir og fagna nýsamþykktu vopnahléi. Þrátt fyrir þetta virðist umrætt vopnahlé ætla að standa, eftir ellefu daga átök milli þjóðanna. Fréttamaður CNN, sem var á staðnum, sagði í gær að tugir ísraelskra hermanna hafi barið fréttamenn með kylfum og gert tilraunir til þess að ota að þeim rifflum. Þeir hafi kallað fréttamennina „lygara“ þegar þeir sýndu þeim fréttamannaskírteini sín. Öryggissveitir bar að garði þegar Palestínumennirnir sátu við bænir fyrir íbúum Gasa og austurhluta Jerúsalem, þar sem fjöldi Palestínskra fjölskyldna á von á að missa heimili sín. Talsmaður ísraelsku lögreglunnar sagði í yfirlýsingu í gær að öryggissveitirnar hafi verið að bregðast við óeirðum hundruð ungra Palestínumanna, sem hafi meðal annars kastað steinum að lögreglumönnum. Fréttamaður CNN sagðist ekki kannast við það en að hann hafi orðið vitni að fólki, þar á meðal börnum, flýja staðin á meðan blossasprengjum rigndi yfir. Rauði hálfmáninn í Palestínu greindi frá því í gær að tuttugu hafi særst fyrir utan moskuna. Tveir hafi verið fluttir á spítala en aðrir hafi fengið aðstoð á staðnum. Frá því að átökin hófust fyrir tæpum tveimur vikum síðan hafa 250 farist, flestir í Gasa, og meira en 100 þúsund þurft að flýja heimili sín á svæðinu. Unicef hefur varað við því að nærri 800 þúsund manns á svæðinu hafi ekki aðgengi að hreinu drykkjarvatni. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. 21. maí 2021 20:00 Vopnahlé hefur tekið gildi Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. 20. maí 2021 23:47 Samþykkja vopnahlé á Gasa Ísraelar hafa ákveðið að samþykkja vopnahléssamning en hafa enn ekki ákveðið hvenær hann á að taka gildi. Ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú hefur fundað um vopnahlé frá klukkan fimm í dag. 20. maí 2021 19:52 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Þúsundir palestínskra múslima voru saman komnir í al-Aqsa moskunni í Jerúsalem í gær til þess að biðja saman föstudagsbænir og fagna nýsamþykktu vopnahléi. Þrátt fyrir þetta virðist umrætt vopnahlé ætla að standa, eftir ellefu daga átök milli þjóðanna. Fréttamaður CNN, sem var á staðnum, sagði í gær að tugir ísraelskra hermanna hafi barið fréttamenn með kylfum og gert tilraunir til þess að ota að þeim rifflum. Þeir hafi kallað fréttamennina „lygara“ þegar þeir sýndu þeim fréttamannaskírteini sín. Öryggissveitir bar að garði þegar Palestínumennirnir sátu við bænir fyrir íbúum Gasa og austurhluta Jerúsalem, þar sem fjöldi Palestínskra fjölskyldna á von á að missa heimili sín. Talsmaður ísraelsku lögreglunnar sagði í yfirlýsingu í gær að öryggissveitirnar hafi verið að bregðast við óeirðum hundruð ungra Palestínumanna, sem hafi meðal annars kastað steinum að lögreglumönnum. Fréttamaður CNN sagðist ekki kannast við það en að hann hafi orðið vitni að fólki, þar á meðal börnum, flýja staðin á meðan blossasprengjum rigndi yfir. Rauði hálfmáninn í Palestínu greindi frá því í gær að tuttugu hafi særst fyrir utan moskuna. Tveir hafi verið fluttir á spítala en aðrir hafi fengið aðstoð á staðnum. Frá því að átökin hófust fyrir tæpum tveimur vikum síðan hafa 250 farist, flestir í Gasa, og meira en 100 þúsund þurft að flýja heimili sín á svæðinu. Unicef hefur varað við því að nærri 800 þúsund manns á svæðinu hafi ekki aðgengi að hreinu drykkjarvatni.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. 21. maí 2021 20:00 Vopnahlé hefur tekið gildi Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. 20. maí 2021 23:47 Samþykkja vopnahlé á Gasa Ísraelar hafa ákveðið að samþykkja vopnahléssamning en hafa enn ekki ákveðið hvenær hann á að taka gildi. Ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú hefur fundað um vopnahlé frá klukkan fimm í dag. 20. maí 2021 19:52 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. 21. maí 2021 20:00
Vopnahlé hefur tekið gildi Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. 20. maí 2021 23:47
Samþykkja vopnahlé á Gasa Ísraelar hafa ákveðið að samþykkja vopnahléssamning en hafa enn ekki ákveðið hvenær hann á að taka gildi. Ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú hefur fundað um vopnahlé frá klukkan fimm í dag. 20. maí 2021 19:52