Tugir særðir eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2021 07:48 Hér má sjá mannfjöldann sem safnaðist saman fyrir bænastundina í gær. Gett/Esat Fırat Ísraelskar öryggissveitir beittu gúmmíkúlum og blossasprengjum gegn Palestínumönnum fyrir utan al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gær, aðeins hálfum degi eftir að vopnahléssamningar voru samþykktir bæði af Ísraels- og Palestínumönnum. Þúsundir palestínskra múslima voru saman komnir í al-Aqsa moskunni í Jerúsalem í gær til þess að biðja saman föstudagsbænir og fagna nýsamþykktu vopnahléi. Þrátt fyrir þetta virðist umrætt vopnahlé ætla að standa, eftir ellefu daga átök milli þjóðanna. Fréttamaður CNN, sem var á staðnum, sagði í gær að tugir ísraelskra hermanna hafi barið fréttamenn með kylfum og gert tilraunir til þess að ota að þeim rifflum. Þeir hafi kallað fréttamennina „lygara“ þegar þeir sýndu þeim fréttamannaskírteini sín. Öryggissveitir bar að garði þegar Palestínumennirnir sátu við bænir fyrir íbúum Gasa og austurhluta Jerúsalem, þar sem fjöldi Palestínskra fjölskyldna á von á að missa heimili sín. Talsmaður ísraelsku lögreglunnar sagði í yfirlýsingu í gær að öryggissveitirnar hafi verið að bregðast við óeirðum hundruð ungra Palestínumanna, sem hafi meðal annars kastað steinum að lögreglumönnum. Fréttamaður CNN sagðist ekki kannast við það en að hann hafi orðið vitni að fólki, þar á meðal börnum, flýja staðin á meðan blossasprengjum rigndi yfir. Rauði hálfmáninn í Palestínu greindi frá því í gær að tuttugu hafi særst fyrir utan moskuna. Tveir hafi verið fluttir á spítala en aðrir hafi fengið aðstoð á staðnum. Frá því að átökin hófust fyrir tæpum tveimur vikum síðan hafa 250 farist, flestir í Gasa, og meira en 100 þúsund þurft að flýja heimili sín á svæðinu. Unicef hefur varað við því að nærri 800 þúsund manns á svæðinu hafi ekki aðgengi að hreinu drykkjarvatni. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. 21. maí 2021 20:00 Vopnahlé hefur tekið gildi Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. 20. maí 2021 23:47 Samþykkja vopnahlé á Gasa Ísraelar hafa ákveðið að samþykkja vopnahléssamning en hafa enn ekki ákveðið hvenær hann á að taka gildi. Ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú hefur fundað um vopnahlé frá klukkan fimm í dag. 20. maí 2021 19:52 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Þúsundir palestínskra múslima voru saman komnir í al-Aqsa moskunni í Jerúsalem í gær til þess að biðja saman föstudagsbænir og fagna nýsamþykktu vopnahléi. Þrátt fyrir þetta virðist umrætt vopnahlé ætla að standa, eftir ellefu daga átök milli þjóðanna. Fréttamaður CNN, sem var á staðnum, sagði í gær að tugir ísraelskra hermanna hafi barið fréttamenn með kylfum og gert tilraunir til þess að ota að þeim rifflum. Þeir hafi kallað fréttamennina „lygara“ þegar þeir sýndu þeim fréttamannaskírteini sín. Öryggissveitir bar að garði þegar Palestínumennirnir sátu við bænir fyrir íbúum Gasa og austurhluta Jerúsalem, þar sem fjöldi Palestínskra fjölskyldna á von á að missa heimili sín. Talsmaður ísraelsku lögreglunnar sagði í yfirlýsingu í gær að öryggissveitirnar hafi verið að bregðast við óeirðum hundruð ungra Palestínumanna, sem hafi meðal annars kastað steinum að lögreglumönnum. Fréttamaður CNN sagðist ekki kannast við það en að hann hafi orðið vitni að fólki, þar á meðal börnum, flýja staðin á meðan blossasprengjum rigndi yfir. Rauði hálfmáninn í Palestínu greindi frá því í gær að tuttugu hafi særst fyrir utan moskuna. Tveir hafi verið fluttir á spítala en aðrir hafi fengið aðstoð á staðnum. Frá því að átökin hófust fyrir tæpum tveimur vikum síðan hafa 250 farist, flestir í Gasa, og meira en 100 þúsund þurft að flýja heimili sín á svæðinu. Unicef hefur varað við því að nærri 800 þúsund manns á svæðinu hafi ekki aðgengi að hreinu drykkjarvatni.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. 21. maí 2021 20:00 Vopnahlé hefur tekið gildi Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. 20. maí 2021 23:47 Samþykkja vopnahlé á Gasa Ísraelar hafa ákveðið að samþykkja vopnahléssamning en hafa enn ekki ákveðið hvenær hann á að taka gildi. Ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú hefur fundað um vopnahlé frá klukkan fimm í dag. 20. maí 2021 19:52 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. 21. maí 2021 20:00
Vopnahlé hefur tekið gildi Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. 20. maí 2021 23:47
Samþykkja vopnahlé á Gasa Ísraelar hafa ákveðið að samþykkja vopnahléssamning en hafa enn ekki ákveðið hvenær hann á að taka gildi. Ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú hefur fundað um vopnahlé frá klukkan fimm í dag. 20. maí 2021 19:52