Oosthuizen lék hring gærdagsins á fjórum höggum undir pari þar sem hann fékk fimm fugla og einn skolla. Hann fór fyrri hringinn á einu höggi undir pari og er því á fimm höggum undir parinu í heildina.
Mickelson hafði leikið einu höggi betur á fyrri hringnum en í gær náði hann í sex fugla en fékk þrjá skolla. Hann fór hringinn því á þremur undir pari og deilir toppsætinu með Oosthuizen. Mickelson er fimmtugur en það hefur ekki kylfingur sem er fimmtugur eða eldri endað í efstu tíu sætunum á meistaramótinu síðan Tom Watson tókst það árið 2000.
Halfway home at the #PGAChamp
— PGA TOUR (@PGATOUR) May 22, 2021
T1. @PhilMickelson -5
T1. @Louis57TM
3. @BKoepka -4
T4. @BrandenGrace -3
T4. @CbezGolf
T4. Hideki Matsuyama
T7. @CoreConn -2
T7. @GaryWoodland
T7. @Streels54
T7. Sungjae Im
T7. @Paul_Casey
Brooks Koepka er þriðji á fjórum undir parinu en hann lék á höggi undir pari vallar á seinni hringnum. Japaninn Hideki Matsuyama er sá eini sem lék eins vel og Oosthuizen í gær, einnig á fjórum undir pari, og er á þremur undir í 4.-6. sæti. Sætunum deilir hann með tveimur löndum Oosthuizen, þeim Christian Bezuidenhout og Branden Grace.
Kanadamaðurinn Corey Conners, sem leiddi eftir fyrsta hringinn, gekk ekki eins vel í gær - fór hringinn á þremur yfir pari - og er í 7.-11. sæti á tveimur undir pari ásamt þremur öðrum kylfingum.
Pure electricity. @HarryHiggs1991 drops one from nearly 60 feet.
— PGA TOUR (@PGATOUR) May 21, 2021
pic.twitter.com/ufzRWTwIUG
Norður-Írinn Rory McIlroy komst í gegnum niðurskurð en hann er á þremur yfir pari eftir að hafa farið annan hringinn á pari. Tony Finau, Rickie Fowler, Justin Rose og Jon Rahm er á meðal kylfinga sem deila því skori.
Þónokkrir öflugir kylfingar hafa helst úr lestinni þar sem þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn, er þeir voru á sex höggum yfir pari eða hærra eftir hringina tvo. Þar má meðal annarra nefna Xander Schauffele, Justin Thomas, Dustin Johnson, Tommy Fleetwood og Sergio Garcia.
Þriðji hringur mótsins er í dag og hefst bein útsending frá Kiawah-eyju klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf.
Justin Thomas needed to make birdie on 18 to play the weekend ...
— PGA TOUR (@PGATOUR) May 22, 2021
The 2017 winner has missed the cut at the PGA Championship for the first time in his career. pic.twitter.com/xjfqihClmT

Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.