Þá var tilkynnt um eld í íbúðarhúsnæði í póstnúmerinu 110 rétt fyrir klukkan 20. Íbúðin er sögð töluvert skemmd en engin slys urðu á fólki.
Lögregla stöðvaði ökumann bifreiðar í hverfi 210 upp úr miðnætti en sá reyndist á 119 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Ökumaðurinn var aðeins 17 ára og var málið afgreitt með forráðamanni.
Tveir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í öðru tilvikunu var ökumaðurinn enn á nagladekkjum og öryggisbúnaður ekki í lagi.