Þrjár nýjar Boeing Max bætast í flota Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 25. maí 2021 11:55 Boeing 737 Max þotur Icelandair eru orðnar níu talsins með vélunum sem bætast við í þessari viku. Vilhelm Gunnarsson Þrjá nýjar Boeing 737 Max þotur bætast í flota Icelandair í þessari viku. Tvær þeirra komu til Keflavíkurflugvallar í nótt frá Boeing-verksmiðjunum í Seattle og sú þriðja er áætluð til landsins á næstu dögum. „Þessar þrjár bætast við þær sex sem við höfum þegar tekið við frá Boeing,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Eftir þessar afhendingar samanstendur 737 Max-floti Icelandair af níu vélum. Sex eru af gerðinni Max 8, með 160 sætum, en þrjár af gerðinni Max 9, með 178 sætum. Framundan er frekari vinna við nýju vélarnar í flugskýlum Icelandair á Keflavíkurflugvelli áður en þær fara í farþegaflug en félagið sér sjálft um að innrétta þær, þar á meðal að setja í þær flugsæti og skemmtikerfi. Þoturnar sem komu í nótt voru annars vegar TF-ICP, sem er Max 8, og hefur hún hlotið nafnið Landmannalaugar. Hin vélin er TF-ICC, sem er Max 9, og hefur hún fengið nafnið Kirkjufell. Þriðja vélin, TF-ICB, sem er Max 9, verður afhent Icelandair í Seattle í dag og er væntanleg til landsins í vikunni. Hún hefur fengið nafnið Langjökull. Icelandair samdi upphaflega um kaup á sextán Max-vélum árið 2013, en fækkaði þeim niður í tólf með endursamningum við Boeing í fyrra vegna kyrrsetningar vélanna. Gert er ráð fyrir að þrjár þotur verði afhentar á næsta ári en þær fyrstu voru teknar í notkun vorið 2018. Hér má sjá þegar Icelandair hóf að ferja Max-þoturnar aftur til Íslands frá Spáni í febrúar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu: Fréttir af flugi Boeing Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar. 21. maí 2021 22:44 Fyrsta MAX 9 þotan flaug yfir Reykjavík TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli. 23. febrúar 2019 16:30 Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
„Þessar þrjár bætast við þær sex sem við höfum þegar tekið við frá Boeing,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Eftir þessar afhendingar samanstendur 737 Max-floti Icelandair af níu vélum. Sex eru af gerðinni Max 8, með 160 sætum, en þrjár af gerðinni Max 9, með 178 sætum. Framundan er frekari vinna við nýju vélarnar í flugskýlum Icelandair á Keflavíkurflugvelli áður en þær fara í farþegaflug en félagið sér sjálft um að innrétta þær, þar á meðal að setja í þær flugsæti og skemmtikerfi. Þoturnar sem komu í nótt voru annars vegar TF-ICP, sem er Max 8, og hefur hún hlotið nafnið Landmannalaugar. Hin vélin er TF-ICC, sem er Max 9, og hefur hún fengið nafnið Kirkjufell. Þriðja vélin, TF-ICB, sem er Max 9, verður afhent Icelandair í Seattle í dag og er væntanleg til landsins í vikunni. Hún hefur fengið nafnið Langjökull. Icelandair samdi upphaflega um kaup á sextán Max-vélum árið 2013, en fækkaði þeim niður í tólf með endursamningum við Boeing í fyrra vegna kyrrsetningar vélanna. Gert er ráð fyrir að þrjár þotur verði afhentar á næsta ári en þær fyrstu voru teknar í notkun vorið 2018. Hér má sjá þegar Icelandair hóf að ferja Max-þoturnar aftur til Íslands frá Spáni í febrúar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu:
Fréttir af flugi Boeing Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar. 21. maí 2021 22:44 Fyrsta MAX 9 þotan flaug yfir Reykjavík TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli. 23. febrúar 2019 16:30 Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar. 21. maí 2021 22:44
Fyrsta MAX 9 þotan flaug yfir Reykjavík TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli. 23. febrúar 2019 16:30
Flugrekstrarstjórinn fagnar þotunni sem eyðir fjórðungi minna eldsneyti Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair er komin til landsins. Flugstjórinn, sem flaug henni heim, segir hana þá skemmtilegustu sem hann hafi kynnst. 5. mars 2018 20:30