Cummings, sem hefur varið deginum í að svara spurningum á breska þinginu, sagði þó í dag að Johnson hefði sagt: „Leyfið líkunum að hrannast upp“. Hann sagðist hafa séð eftir því að beita samkomutakmörkunum þegar hann gerði það fyrst og vildi ekki gera það aftur.
Þetta á Johnson að hafa sagt í október, skömmu eftir að hann greip til samkomutakmarkana í annað sinn, samkvæmt frétt Sky News. Hann mun hafa sagt að hann myndi aldrei gera það í þriðja sinn.
BREAKING: Dominic Cummings says he heard Boris Johnson say "let the bodies pile high" rather than hit the economy again.
— Sky News (@SkyNews) May 26, 2021
"I heard that in the PM's study" immediately after Mr Johnson made the second lockdown decision on 31 October, he adds.
More https://t.co/uXiojvhGUt pic.twitter.com/rKfxHIz1Qj
Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur vegna þessara meintu ummæla hans.
Sjá einnig: „Leyfið líkunum að hrannast upp í þúsundatali!“
Heilt yfir hafa tæplega 4,5 milljónir manna smitast af Covid-19 á Bretlandi og þar af hafa minnst 128 þúsund dáið.
Eins og áður segir var Cummings náinn ráðgjafi Johnsons en hætti í nóvember. Hann sagði í dag að í október hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að Johnson væri óhæfur í starf forsætisráðherra og að hann ætlaði að hætta sem ráðgjafi hans.
Þá hafði Cummings einnig deilt við Carrie Symonds, kærustu Johnsons, og segir hana hafa skipað vini sína í stöður innan ríkisstjórnarinnar.