Tveir af bestu kylfingum heims miklir óvinir: Gott að búa frítt í hausnum á þér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2021 09:30 Brooks Koepka og Bryson DeChambeau þola ekki hvorn annan. Getty/Andrew Redington Bandarísku kylfingarnir Bryson DeChambeau og Brooks Koepka eru engir vinir og deilur þeirra eru komnar út í það að þeir eru farnir að skjóta á hvorn annan á samfélagsmiðlum. Þetta eru tveir af bestu kylfingum heims, Bryson DeChambeau er fjórði á heimslistanum í golfi en Brooks Koepka er í sjöunda sæti. DeChambeau og Koepka hafa aldrei verið miklir vinir en óvináttan fékk olíu á eldinn þegar DeChambeau gerði grín að vaxtarlagi Koepka í janúar 2020. Koepka svaraði með því að benda á fjóra risatitla sína en DeChambeau hefur síðan unnið sinn fyrsta risatitil. Koepka v DeChambeau: The deliciously petty spat that could save golf https://t.co/xk3kBdAHVq— The Guardian (@guardian) May 26, 2021 Áður hafði Koepka gagnrýnt DeChambeau fyrir hægan leik á Northern Trust móti. Um helgina lak út myndband þar sem Brooks Koepka sást ranghvolfa augunum á meðan Bryson DeChambeau var í viðtali eftir golfhringinn sinn. Fjörið á samfélagsmiðlunum í gær tengdist því að Bryson DeChambeau ætlar að spila með Aaron Rodgers á móti þeim Tom Brady og Phil Mickelson í The Match einvíginu í júlí. Reyndar er hægt að skrifa þetta svolítið á Tom Brady sem var að stríða þeim á samfélagsmiðlum og reyna að kveikja í þeim. Það tókst. @BKoepka It s nice to be living rent free in your head!— Bryson DeChambeau (@b_dechambeau) May 26, 2021 Koepka sendi Rodgers á Twitter: Ég finn til með þér. Ástæðan var að hann þurfti að spila með DeChambeau. DeChambeau svaraði beint til Koepka: Það er gott að búa frítt í hausnum á þér. Deilurnar eru heldur betur að kynda undir næsta golfmótið þar sem þeir DeChambeau og Koepka verða meðal keppenda. Það má bóka það að þeir verða settir í sama ráshóp. Það er of gott sjónvarp til þess að sleppa því. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þetta eru tveir af bestu kylfingum heims, Bryson DeChambeau er fjórði á heimslistanum í golfi en Brooks Koepka er í sjöunda sæti. DeChambeau og Koepka hafa aldrei verið miklir vinir en óvináttan fékk olíu á eldinn þegar DeChambeau gerði grín að vaxtarlagi Koepka í janúar 2020. Koepka svaraði með því að benda á fjóra risatitla sína en DeChambeau hefur síðan unnið sinn fyrsta risatitil. Koepka v DeChambeau: The deliciously petty spat that could save golf https://t.co/xk3kBdAHVq— The Guardian (@guardian) May 26, 2021 Áður hafði Koepka gagnrýnt DeChambeau fyrir hægan leik á Northern Trust móti. Um helgina lak út myndband þar sem Brooks Koepka sást ranghvolfa augunum á meðan Bryson DeChambeau var í viðtali eftir golfhringinn sinn. Fjörið á samfélagsmiðlunum í gær tengdist því að Bryson DeChambeau ætlar að spila með Aaron Rodgers á móti þeim Tom Brady og Phil Mickelson í The Match einvíginu í júlí. Reyndar er hægt að skrifa þetta svolítið á Tom Brady sem var að stríða þeim á samfélagsmiðlum og reyna að kveikja í þeim. Það tókst. @BKoepka It s nice to be living rent free in your head!— Bryson DeChambeau (@b_dechambeau) May 26, 2021 Koepka sendi Rodgers á Twitter: Ég finn til með þér. Ástæðan var að hann þurfti að spila með DeChambeau. DeChambeau svaraði beint til Koepka: Það er gott að búa frítt í hausnum á þér. Deilurnar eru heldur betur að kynda undir næsta golfmótið þar sem þeir DeChambeau og Koepka verða meðal keppenda. Það má bóka það að þeir verða settir í sama ráshóp. Það er of gott sjónvarp til þess að sleppa því.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira