Tveir af bestu kylfingum heims miklir óvinir: Gott að búa frítt í hausnum á þér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2021 09:30 Brooks Koepka og Bryson DeChambeau þola ekki hvorn annan. Getty/Andrew Redington Bandarísku kylfingarnir Bryson DeChambeau og Brooks Koepka eru engir vinir og deilur þeirra eru komnar út í það að þeir eru farnir að skjóta á hvorn annan á samfélagsmiðlum. Þetta eru tveir af bestu kylfingum heims, Bryson DeChambeau er fjórði á heimslistanum í golfi en Brooks Koepka er í sjöunda sæti. DeChambeau og Koepka hafa aldrei verið miklir vinir en óvináttan fékk olíu á eldinn þegar DeChambeau gerði grín að vaxtarlagi Koepka í janúar 2020. Koepka svaraði með því að benda á fjóra risatitla sína en DeChambeau hefur síðan unnið sinn fyrsta risatitil. Koepka v DeChambeau: The deliciously petty spat that could save golf https://t.co/xk3kBdAHVq— The Guardian (@guardian) May 26, 2021 Áður hafði Koepka gagnrýnt DeChambeau fyrir hægan leik á Northern Trust móti. Um helgina lak út myndband þar sem Brooks Koepka sást ranghvolfa augunum á meðan Bryson DeChambeau var í viðtali eftir golfhringinn sinn. Fjörið á samfélagsmiðlunum í gær tengdist því að Bryson DeChambeau ætlar að spila með Aaron Rodgers á móti þeim Tom Brady og Phil Mickelson í The Match einvíginu í júlí. Reyndar er hægt að skrifa þetta svolítið á Tom Brady sem var að stríða þeim á samfélagsmiðlum og reyna að kveikja í þeim. Það tókst. @BKoepka It s nice to be living rent free in your head!— Bryson DeChambeau (@b_dechambeau) May 26, 2021 Koepka sendi Rodgers á Twitter: Ég finn til með þér. Ástæðan var að hann þurfti að spila með DeChambeau. DeChambeau svaraði beint til Koepka: Það er gott að búa frítt í hausnum á þér. Deilurnar eru heldur betur að kynda undir næsta golfmótið þar sem þeir DeChambeau og Koepka verða meðal keppenda. Það má bóka það að þeir verða settir í sama ráshóp. Það er of gott sjónvarp til þess að sleppa því. Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þetta eru tveir af bestu kylfingum heims, Bryson DeChambeau er fjórði á heimslistanum í golfi en Brooks Koepka er í sjöunda sæti. DeChambeau og Koepka hafa aldrei verið miklir vinir en óvináttan fékk olíu á eldinn þegar DeChambeau gerði grín að vaxtarlagi Koepka í janúar 2020. Koepka svaraði með því að benda á fjóra risatitla sína en DeChambeau hefur síðan unnið sinn fyrsta risatitil. Koepka v DeChambeau: The deliciously petty spat that could save golf https://t.co/xk3kBdAHVq— The Guardian (@guardian) May 26, 2021 Áður hafði Koepka gagnrýnt DeChambeau fyrir hægan leik á Northern Trust móti. Um helgina lak út myndband þar sem Brooks Koepka sást ranghvolfa augunum á meðan Bryson DeChambeau var í viðtali eftir golfhringinn sinn. Fjörið á samfélagsmiðlunum í gær tengdist því að Bryson DeChambeau ætlar að spila með Aaron Rodgers á móti þeim Tom Brady og Phil Mickelson í The Match einvíginu í júlí. Reyndar er hægt að skrifa þetta svolítið á Tom Brady sem var að stríða þeim á samfélagsmiðlum og reyna að kveikja í þeim. Það tókst. @BKoepka It s nice to be living rent free in your head!— Bryson DeChambeau (@b_dechambeau) May 26, 2021 Koepka sendi Rodgers á Twitter: Ég finn til með þér. Ástæðan var að hann þurfti að spila með DeChambeau. DeChambeau svaraði beint til Koepka: Það er gott að búa frítt í hausnum á þér. Deilurnar eru heldur betur að kynda undir næsta golfmótið þar sem þeir DeChambeau og Koepka verða meðal keppenda. Það má bóka það að þeir verða settir í sama ráshóp. Það er of gott sjónvarp til þess að sleppa því.
Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira