Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2021 09:59 Afganskir hermenn á ferð nærri Kabúl, höfuðborg Afganistans. AP/Rahmat Gul Afganski herinn er illa búinn fyrir væntanleg átök við Talibana. Sérfræðingar segja erfiða bardaga í vændum fyrir hermennina sem eru bæði illa þjálfaðir og útbúnir og þykja álíka líklegir til að sýna ríkisstjórninni hollustu og ganga til liðs við einhverja af fjölmörgum stríðsherrum Afganistans. Á undanförnum vikum síðan Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti brotthvarf bandarískra hermanna frá Afganistan og forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins tóku sömu ákvörðun, hefur Talibönum vaxið ásmegin og hafa þeir aukið yfirráðasvæði sitt í landinu. Stjórnarherinn heldur borgum og bæjum en Talibanar dreifðari byggð, heilt yfir. Stjórnarherinn hefur þó ekki sýnt mikla getu til að herja á Talibana og reka þá frá yfirráðasvæðum þeirra. Undanfarin tvö ár hafa um hundrað til 110 hermenn fallið eða særst á segi hverjum í átökum við Talibana. Það er samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar en ríkisstjórn Afganistans hætti fyrir þó nokkru síðan að birta upplýsingar um mannfall meðal hermanna. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi að án stuðnings Bandaríkjanna við stjórnarherinn sé það einungis tímaspursmál hvenær Talibanar munu bæta stöðu sína verulega í Afganistan. Þeir muni taka höfuðborgir þeirra héraða sem þeir stjórna nú þegar að mestu og halda þeim. Hermenn hafa kvartað undan slæmum og úr sér gengnum búnaði. Þeir segja vopn virka illa og klæðnað sem þeir fái endast stutt. Þá er spilling talin mjög mikil innan hersins og hermenn fá lítið og sjaldan greitt fyrir störf sín. Í frétt AP segir að formlega séu um þrjú hundruð þúsund hermenn í Afganistan en margir þeirra séu þó í raun ekki í hernum lengur eða hafi jafnvel aldrei verið það. Eins og áður segir eru þeir margir illa búnir og hafa þeir þar að auki margir hlotið litla sem enga þjálfun. Ríkisstjórn Afganistans staðhæfir þó að stjórnarherinn geti staðið í hárinu á Talibönum og muni gera það. Afganistan Bandaríkin NATO Hernaður Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Fleiri fréttir Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Sjá meira
Á undanförnum vikum síðan Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti brotthvarf bandarískra hermanna frá Afganistan og forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins tóku sömu ákvörðun, hefur Talibönum vaxið ásmegin og hafa þeir aukið yfirráðasvæði sitt í landinu. Stjórnarherinn heldur borgum og bæjum en Talibanar dreifðari byggð, heilt yfir. Stjórnarherinn hefur þó ekki sýnt mikla getu til að herja á Talibana og reka þá frá yfirráðasvæðum þeirra. Undanfarin tvö ár hafa um hundrað til 110 hermenn fallið eða særst á segi hverjum í átökum við Talibana. Það er samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar en ríkisstjórn Afganistans hætti fyrir þó nokkru síðan að birta upplýsingar um mannfall meðal hermanna. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi að án stuðnings Bandaríkjanna við stjórnarherinn sé það einungis tímaspursmál hvenær Talibanar munu bæta stöðu sína verulega í Afganistan. Þeir muni taka höfuðborgir þeirra héraða sem þeir stjórna nú þegar að mestu og halda þeim. Hermenn hafa kvartað undan slæmum og úr sér gengnum búnaði. Þeir segja vopn virka illa og klæðnað sem þeir fái endast stutt. Þá er spilling talin mjög mikil innan hersins og hermenn fá lítið og sjaldan greitt fyrir störf sín. Í frétt AP segir að formlega séu um þrjú hundruð þúsund hermenn í Afganistan en margir þeirra séu þó í raun ekki í hernum lengur eða hafi jafnvel aldrei verið það. Eins og áður segir eru þeir margir illa búnir og hafa þeir þar að auki margir hlotið litla sem enga þjálfun. Ríkisstjórn Afganistans staðhæfir þó að stjórnarherinn geti staðið í hárinu á Talibönum og muni gera það.
Afganistan Bandaríkin NATO Hernaður Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Fleiri fréttir Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent