H&M smitið breiðir úr sér: Hvetja fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. maí 2021 11:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Fjórir hafa greinst með svokallað indverska afbrigði á landamærunum en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir því ekki hafa tekist að „smokra“ sér inn í landið, að minnsta kosti enn sem komið er. Þrír greindust með Covid-19 í gær og var einn utan sóttkvíar. Síðastliðna viku hafa níu greinst, þar af fjórir utan sóttkvíar. Að sögn Þórólfs virðast smitin öll tengjast smiti sem hefur verið kennt við verslunina H&M. Þetta hefur smitrakning og raðgreining leitt í ljós, sagði hann á upplýsingafundi fyrir stundu. Veiran sem verið hefur að greinast innanlands er af breska afbrigðinu og má rekja til landamæranna. Þar greindust þrír í gær, allir í fyrri skimun. 700 sýni voru tekin á landamærunum en 1.300 innanlands. Þar sem aukning hefur orðið á smitum í Færeyjum hefur landið aftur verið fært á hááhættulista og eina landið sem íslensk yfirvöld flokka „grænt“ um þessar mundir er Grænland. Meira smitandi en ekki alvarlegra Bæði Þórólfur og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, lýstu yfir nokkrum áhyggjum vegna smitanna sem upp hafa komið í vikunni, ekki síst í ljósi þeirra afléttinga sem tóku gildi á þriðjudag. Víðir biðlaði til fólks að sinna áfram persónubundum sóttvörnum og fara varlega á samkomum um helgina. Þá hvatti hann alla, og sérstaklega þá sem ætla „á djammið“, til að sækja og virkja smitrakningarappið. Þórólfur sagði fulla ástæðu til að fara áfram varlega en sagðist telja að ef allir sinntu persónubundnum sóttvörnum ætti að takast að kveða niður þær hópsýkingar sem kynnu að koma upp. Hann sagði sérstaklega mikilvægt að halda sig til hlés við minnstu einkenni og fara í sýnatöku. Þórólfur sagði bólusetningar ganga vel; minna hefði verið bólusett í þessari viku en undanfarið vegna skorts á bóluefni en næsta vika yrði stærri. Hann sagði erlendar rannsóknir benda til þess að það virtist vera í góðu lagi að blanda saman bóluefnum; það er að segja fá eitt í fyrri sprautu og annað í seinni, en aukaverkanir á borð við hita, beinverki og slappleika gætu orðið meiri. Þá sagði hann æskilegast að halda sig við sama efnið, ekki síst í ljósi þess að alvarleg blóðsegavandamál væru enn sjaldgæfari við seinni sprautuna en fyrri. Sóttvarnalæknir sagði rannsóknir einnig benda til þess að indverska afbrigðið væri meira smitandi en hið breska en góðu fréttirnar væru þær að það virtist ekki valda alvarlegri veikindum né vera ónæmt fyrir bóluefnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Þrír greindust með Covid-19 í gær og var einn utan sóttkvíar. Síðastliðna viku hafa níu greinst, þar af fjórir utan sóttkvíar. Að sögn Þórólfs virðast smitin öll tengjast smiti sem hefur verið kennt við verslunina H&M. Þetta hefur smitrakning og raðgreining leitt í ljós, sagði hann á upplýsingafundi fyrir stundu. Veiran sem verið hefur að greinast innanlands er af breska afbrigðinu og má rekja til landamæranna. Þar greindust þrír í gær, allir í fyrri skimun. 700 sýni voru tekin á landamærunum en 1.300 innanlands. Þar sem aukning hefur orðið á smitum í Færeyjum hefur landið aftur verið fært á hááhættulista og eina landið sem íslensk yfirvöld flokka „grænt“ um þessar mundir er Grænland. Meira smitandi en ekki alvarlegra Bæði Þórólfur og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, lýstu yfir nokkrum áhyggjum vegna smitanna sem upp hafa komið í vikunni, ekki síst í ljósi þeirra afléttinga sem tóku gildi á þriðjudag. Víðir biðlaði til fólks að sinna áfram persónubundum sóttvörnum og fara varlega á samkomum um helgina. Þá hvatti hann alla, og sérstaklega þá sem ætla „á djammið“, til að sækja og virkja smitrakningarappið. Þórólfur sagði fulla ástæðu til að fara áfram varlega en sagðist telja að ef allir sinntu persónubundnum sóttvörnum ætti að takast að kveða niður þær hópsýkingar sem kynnu að koma upp. Hann sagði sérstaklega mikilvægt að halda sig til hlés við minnstu einkenni og fara í sýnatöku. Þórólfur sagði bólusetningar ganga vel; minna hefði verið bólusett í þessari viku en undanfarið vegna skorts á bóluefni en næsta vika yrði stærri. Hann sagði erlendar rannsóknir benda til þess að það virtist vera í góðu lagi að blanda saman bóluefnum; það er að segja fá eitt í fyrri sprautu og annað í seinni, en aukaverkanir á borð við hita, beinverki og slappleika gætu orðið meiri. Þá sagði hann æskilegast að halda sig við sama efnið, ekki síst í ljósi þess að alvarleg blóðsegavandamál væru enn sjaldgæfari við seinni sprautuna en fyrri. Sóttvarnalæknir sagði rannsóknir einnig benda til þess að indverska afbrigðið væri meira smitandi en hið breska en góðu fréttirnar væru þær að það virtist ekki valda alvarlegri veikindum né vera ónæmt fyrir bóluefnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira