Hlaupið fyrir landsbyggðardeild Ljóssins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. maí 2021 13:03 Miðfell í Hrunamannahreppi þar sem hlaupið fer fram fyrir hádegi laugardaginn 29. maí. Vegalengdirnar sem hægt er að velja á milli eru 3 km, 5 km og 10 km og rennur allur ágóði skráningargjaldsins til Ljóssins, en í skráningarferlinu er einnig boðið upp á frjáls framlög til Ljóssins. Aðsend Það stendur mikið til í Hrunamannahreppi á morgun því um eitt hundrað hlauparar hafa skráð sig í Miðfellshlaupið, sem er hlaup til styrktar landsbyggðardeild Ljóssins. Allir hlauparar enda á Flúðum. Hlaupið á morgun er er hluti af átakinu „Heilsueflandi samfélag“ í Hrunamannahreppi sem er ætlað að hvetja íbúa sveitarfélagsins til reglulegrar hreyfingar. Erna Magnúsdóttir, sem stofnaði Ljósið, sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess, er alin upp í Miðfellshverfinu og því þótti við hæfi að kalla hlaupið "Miðfellshlaupið". „Fyrst og fremst er verið að vekja athygli á heilsusamlegu líferni og heilsueflandi þáttum eins og að hreyfa sig. Það verður hægt að hlaupa þrjá, fimm eða tíu kílómetra og það er líka hægt að rölta. Það er hlaupið ýmist frá Flúðum að Miðfelli, svo aftur að Flúðum eða byrjað á Miðfelli og hlaupið á Flúðum fimm kílómetra, það enda allir þar. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og áhuga vekjandi verkefni hjá mínum sveitungum,“ segir Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins og stofnandi þess. Um 100 hlauparar hafa skráð sig til þátttöku en Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra mun ræsa 5 kílómetra hlaupið. Erna segir að með hlaupinu sé verið að safna peningum fyrri nýstofnaða landsbyggðardeild Ljóssins. „Já, við sömdum við Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytið og Heilbrigðisráðuneytið í fyrra um tveggja ára tilraunaverkefni þar sem við erum að veita fólki, sem hefur greinst með krabbamein á landsbyggðinni meiri þjónustu. Við erum að veita þeim aðgang að þjónustu Ljóssins í gegnum fjarfundabúnað. Þau hafa getað komið hingað í bæinn til okkar en svo þegar þau þurfa að fara heim aftur höfum við lítið getað fylgt þeim eftir.“ Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, sem er alin upp í Miðfelli í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum.Aðsend Hrunamannahreppur Hlaup Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Hlaupið á morgun er er hluti af átakinu „Heilsueflandi samfélag“ í Hrunamannahreppi sem er ætlað að hvetja íbúa sveitarfélagsins til reglulegrar hreyfingar. Erna Magnúsdóttir, sem stofnaði Ljósið, sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess, er alin upp í Miðfellshverfinu og því þótti við hæfi að kalla hlaupið "Miðfellshlaupið". „Fyrst og fremst er verið að vekja athygli á heilsusamlegu líferni og heilsueflandi þáttum eins og að hreyfa sig. Það verður hægt að hlaupa þrjá, fimm eða tíu kílómetra og það er líka hægt að rölta. Það er hlaupið ýmist frá Flúðum að Miðfelli, svo aftur að Flúðum eða byrjað á Miðfelli og hlaupið á Flúðum fimm kílómetra, það enda allir þar. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og áhuga vekjandi verkefni hjá mínum sveitungum,“ segir Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins og stofnandi þess. Um 100 hlauparar hafa skráð sig til þátttöku en Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra mun ræsa 5 kílómetra hlaupið. Erna segir að með hlaupinu sé verið að safna peningum fyrri nýstofnaða landsbyggðardeild Ljóssins. „Já, við sömdum við Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytið og Heilbrigðisráðuneytið í fyrra um tveggja ára tilraunaverkefni þar sem við erum að veita fólki, sem hefur greinst með krabbamein á landsbyggðinni meiri þjónustu. Við erum að veita þeim aðgang að þjónustu Ljóssins í gegnum fjarfundabúnað. Þau hafa getað komið hingað í bæinn til okkar en svo þegar þau þurfa að fara heim aftur höfum við lítið getað fylgt þeim eftir.“ Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, sem er alin upp í Miðfelli í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum.Aðsend
Hrunamannahreppur Hlaup Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira