Landsbyggðin eignast fulltrúa í úrslitum í fyrsta sinn í sextán ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2021 11:01 Leikmenn KA/Þórs fagna deildarmeistaratitlinum sem það vann á dögunum. vísir/hulda margrét Í dag kemur í ljós hvort KA/Þór eða ÍBV mætir Val í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna. Oddaleikur KA/Þórs og ÍBV fer fram í KA-heimilinu og hefst klukkan 15:00. ÍBV vann fyrsta leik liðanna á Akureyri, 26-27, á sunnudaginn en KA/Þór tryggði sér oddaleik með því að vinna í Eyjum á miðvikudaginn, 21-24. Það var fyrsta tap Eyjakvenna í úrslitakeppninni en þær unnu Stjörnukonur, 2-0, í átta liða úrslitunum. Þar sátu Akureyringar hjá líkt og Frammarar. Hvernig sem leikurinn í dag fer er ljóst að í fyrsta sinn síðan 2005 verður lið af landsbyggðinni í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. ÍBV komst þá í úrslit þriðja árið í röð en tapaði fyrir Haukum, 3-0. Eyjakonur hafa fjórum sinnum komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Þær unnu hann 2000, 2003 og 2004 og svo 2006 þegar engin úrslitakeppni var. Harpa Valey Gylfadóttir er mikilvægur hlekkur hjá ÍBV.vísir/hulda margrét KA/Þór er hins vegar á ókunnugum slóðum en liðið er í fyrsta sinn í úrslitakeppninni. KA/Þór komst upp í Olís-deildina 2018 og lenti í 5. sæti hennar tímabilið 2018-19. Í fyrra var KA/Þór í 6. sæti þegar tímabilið var blásið af. Liðið komst hins vegar í bikarúrslit í fyrsta sinn þar sem það steinlá fyrir Fram. KA/Þór þegar unnið tvo titla á þessu tímabili og tryggt sér þá báða í Safamýrinni. Liðið vann Meistarakeppnina síðasta haust og svo deildarmeistaratitilinn í vor. Í fyrsta leiknum í einvíginu reyndust Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Ásta Björt Júlíusdóttir KA/Þór erfiðar og skoruðu samtals nítján af 27 mörkum ÍBV. Í leiknum á miðvikudaginn gekk Akureyringum betur að hemja þær og þær skoruðu aðeins sjö mörk úr samtals 29 skotum. Hornamaðurinn efnilegi, Rakel Sara Elvarsdóttir, hefur besti leikmaður KA/Þórs í einvíginu. Hún skoraði sex mörk í fyrsta og öðrum leiknum og var með afbragðs góða skotnýtingu. Oddaeikur KA/Þórs og ÍBV hefst klukkan 15:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eftir leikinn verður svo farið yfir hann í Seinni bylgjunni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri ÍBV Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Fleiri fréttir KA áfram eftir frábæran sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Sjá meira
ÍBV vann fyrsta leik liðanna á Akureyri, 26-27, á sunnudaginn en KA/Þór tryggði sér oddaleik með því að vinna í Eyjum á miðvikudaginn, 21-24. Það var fyrsta tap Eyjakvenna í úrslitakeppninni en þær unnu Stjörnukonur, 2-0, í átta liða úrslitunum. Þar sátu Akureyringar hjá líkt og Frammarar. Hvernig sem leikurinn í dag fer er ljóst að í fyrsta sinn síðan 2005 verður lið af landsbyggðinni í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. ÍBV komst þá í úrslit þriðja árið í röð en tapaði fyrir Haukum, 3-0. Eyjakonur hafa fjórum sinnum komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Þær unnu hann 2000, 2003 og 2004 og svo 2006 þegar engin úrslitakeppni var. Harpa Valey Gylfadóttir er mikilvægur hlekkur hjá ÍBV.vísir/hulda margrét KA/Þór er hins vegar á ókunnugum slóðum en liðið er í fyrsta sinn í úrslitakeppninni. KA/Þór komst upp í Olís-deildina 2018 og lenti í 5. sæti hennar tímabilið 2018-19. Í fyrra var KA/Þór í 6. sæti þegar tímabilið var blásið af. Liðið komst hins vegar í bikarúrslit í fyrsta sinn þar sem það steinlá fyrir Fram. KA/Þór þegar unnið tvo titla á þessu tímabili og tryggt sér þá báða í Safamýrinni. Liðið vann Meistarakeppnina síðasta haust og svo deildarmeistaratitilinn í vor. Í fyrsta leiknum í einvíginu reyndust Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Ásta Björt Júlíusdóttir KA/Þór erfiðar og skoruðu samtals nítján af 27 mörkum ÍBV. Í leiknum á miðvikudaginn gekk Akureyringum betur að hemja þær og þær skoruðu aðeins sjö mörk úr samtals 29 skotum. Hornamaðurinn efnilegi, Rakel Sara Elvarsdóttir, hefur besti leikmaður KA/Þórs í einvíginu. Hún skoraði sex mörk í fyrsta og öðrum leiknum og var með afbragðs góða skotnýtingu. Oddaeikur KA/Þórs og ÍBV hefst klukkan 15:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eftir leikinn verður svo farið yfir hann í Seinni bylgjunni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri ÍBV Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Fleiri fréttir KA áfram eftir frábæran sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Sjá meira