Íhugaði að flytja heim til Íslands eftir skelfilegt ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2021 09:31 Guðlaugur Victor Pálsson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Íslenski landsliðsmaðurinn, Guðlaugur Victor Pálsson, opnaði sig um mikla erfiðleika á árinu 2020 og viðurkenndi að hann hefði íhugað að hætta í atvinnumennsku og koma heim til Íslands og spila einfaldlega í Pepsi Max-deildinni. Hinn 30 ára gamli Guðlaugur Victor hefur á undanförnum mánuðum orðið einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins og samdi á dögunum við þýska stórliði Schalke 04. Það er hins vegar ekki langt síðan hann íhugaði að koma heim og spila í Pepsi Max-deildinni í sumar en Guðlaugur Victor varð fyrir því áfalli að missa móður sína í lok nóvember síðasta árs. Þetta kom fram í ítarlegu viðtali Guðlaugs Victors við íþróttavef Morgunblaðsins um helgina. Guðlaugur ræðir síðasta tímabil í viðtalinu þar sem hann fer yfir hvernig hann byrjaði í banni og hafði aðeins spilað einn leik fyrir Darmstadt, þáverandi vinnuveitendur sína, áður en hann fer í verkefni með íslenska landsliðinu. Svo spilaði hann tvo leiki til viðbótar áður en hann fór í annað landsliðsverkefni. Guðlaugur Victor Pálsson í skallabaráttu gegn Þýskalandi fyrr á þessu ári.EPA-EFE/TOBIAS SCHWARZ „Allt í allt voru þetta einhverjir fjórir leikir fyrir áramót sem ég spila með Darmstadt á meðan ég tók þátt í sex leikjum með íslenska landsliðinu. Ég meiðst svo um haustið og er frá í einhverja þrjá mánuði allt í allt því ég var eitthvað frá keppni líka eftir að ég missti mömmu.“ Þá þurfti Guðlaugur Victor að fara í tvær aðgerðir á svipuðum tíma sem og barnsmóðir hans var að flytja með son hans til Kanada. Það var því mikið í gangi á ansi stuttum tíma. „Ég kveið því að sjá á eftir stráknum mínum til Kanada, ég meiðist, við komumst ekki á EM, ég fer í tvær aðgerðir og missi svo móður mína. Þetta gerist allt á þriggja vikna kafla og ég get viðurkennt það að tilveran hjá mér hrundi þarna á ákveðnum tímapunkti.“ Guðlaugur Victor segist hafa talað við sálfræðinginn sinn daglega í allt að þrjá mánuði og er hann henni mjög þakklátur. Svo virðist sem þessi öflugi leikmaður hafi náð að finna taktinn og ryðmann á nýjan leik – bæði innan vallar sem utan – og samdi nýverið við þýska stórliði Schalke 04. Guðlaugur Victor Pálsson með treyju Schalke, síns nýja félags.schalke04.de Er honum ætlað stórt hlutverk í liði sem féll óvænt úr þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðið ætlar sér strax upp aftur og mun Guðlaugur Victor eflaust leggja sitt af mörgum svo það gangi eftir. Viðtal Guðlaugs Victors má lesa í heild sinni á vef mbl.is. Fótbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Sjá meira
Hinn 30 ára gamli Guðlaugur Victor hefur á undanförnum mánuðum orðið einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins og samdi á dögunum við þýska stórliði Schalke 04. Það er hins vegar ekki langt síðan hann íhugaði að koma heim og spila í Pepsi Max-deildinni í sumar en Guðlaugur Victor varð fyrir því áfalli að missa móður sína í lok nóvember síðasta árs. Þetta kom fram í ítarlegu viðtali Guðlaugs Victors við íþróttavef Morgunblaðsins um helgina. Guðlaugur ræðir síðasta tímabil í viðtalinu þar sem hann fer yfir hvernig hann byrjaði í banni og hafði aðeins spilað einn leik fyrir Darmstadt, þáverandi vinnuveitendur sína, áður en hann fer í verkefni með íslenska landsliðinu. Svo spilaði hann tvo leiki til viðbótar áður en hann fór í annað landsliðsverkefni. Guðlaugur Victor Pálsson í skallabaráttu gegn Þýskalandi fyrr á þessu ári.EPA-EFE/TOBIAS SCHWARZ „Allt í allt voru þetta einhverjir fjórir leikir fyrir áramót sem ég spila með Darmstadt á meðan ég tók þátt í sex leikjum með íslenska landsliðinu. Ég meiðst svo um haustið og er frá í einhverja þrjá mánuði allt í allt því ég var eitthvað frá keppni líka eftir að ég missti mömmu.“ Þá þurfti Guðlaugur Victor að fara í tvær aðgerðir á svipuðum tíma sem og barnsmóðir hans var að flytja með son hans til Kanada. Það var því mikið í gangi á ansi stuttum tíma. „Ég kveið því að sjá á eftir stráknum mínum til Kanada, ég meiðist, við komumst ekki á EM, ég fer í tvær aðgerðir og missi svo móður mína. Þetta gerist allt á þriggja vikna kafla og ég get viðurkennt það að tilveran hjá mér hrundi þarna á ákveðnum tímapunkti.“ Guðlaugur Victor segist hafa talað við sálfræðinginn sinn daglega í allt að þrjá mánuði og er hann henni mjög þakklátur. Svo virðist sem þessi öflugi leikmaður hafi náð að finna taktinn og ryðmann á nýjan leik – bæði innan vallar sem utan – og samdi nýverið við þýska stórliði Schalke 04. Guðlaugur Victor Pálsson með treyju Schalke, síns nýja félags.schalke04.de Er honum ætlað stórt hlutverk í liði sem féll óvænt úr þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðið ætlar sér strax upp aftur og mun Guðlaugur Victor eflaust leggja sitt af mörgum svo það gangi eftir. Viðtal Guðlaugs Victors má lesa í heild sinni á vef mbl.is.
Fótbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Sjá meira