Amanda valin í æfingarhóp norska U-19 ára landsliðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2021 15:01 Amanda Andradóttir, leikmaður Noregsmeistara Vålerenga. vif-damefotball.no/ Amanda Jacobsen Andradóttir hefur verið valin í æfingahóp norska U-19 ára landsliðsins í knattspyrnu. Hún hefur áður leikið með yngri landsliðum Íslands en var ekki í síðasta æfingahóp A-landsliðsins né U-19 ára liðsins og því stökk Noregur á tækifærið. Hin 17 ára gamla Amanda er dóttir Andra Sigþórssonar, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns í fótbolta. Andri er eldri bróðir Kolbeins og því ljóst að Amanda er úr mikilli fótboltafjölskyldu. Það kom verulega á óvart þegar Amanda var ekki í nýjasta æfingahóp U-19 ára landslið Íslands og virðist sem Noregur ætli að nýta sér það. Amanda hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri en hún leikur í dag með Noregsmeisturum Vålerenga ásamt landsliðsmiðverðinum Ingibjörgu Sigurðardóttur. Amanda samdi við félagið að loknu síðasta tímabili en þar áður spilaði hún með Fortuna Hjörring og Nordsjælland í Danmörku. Hún hefur byrjað báða leiki Vålerenga til þessa á tímabilinu og lagði upp fyrsta mark liðsins í 4-0 sigri á Lyn um helgina. Móðir Amöndu er norsk og því er hún tengd báðum löndum og gæti augljóslega valið að spila fyrir norska landsliðið standi það til boða. Til þessa hefur Amanda hins vegar leikið með yngri landsliðum Íslands. Hún á að baki 12 leiki fyrir U-16 og U-17 ára landslið Íslands. Í þeim hefur hún skorað hvorki meira né meinna en tíu mörk og því ljóst að hún er með sama markanef og faðir sinn var með á sínum tíma. Hér má sjá æfingahóp norska U-19 ára landsliðsins sem var valinn þann 26. maí. Það er ljóst að það væri mikið áfall fyrir íslenska kvennaknattspyrnu ef leikmaður af sama kalíberi og Amanda myndi ákveða að spila fyrir Noreg frekar en Ísland. Fótbolti KSÍ Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Hún hefur áður leikið með yngri landsliðum Íslands en var ekki í síðasta æfingahóp A-landsliðsins né U-19 ára liðsins og því stökk Noregur á tækifærið. Hin 17 ára gamla Amanda er dóttir Andra Sigþórssonar, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns í fótbolta. Andri er eldri bróðir Kolbeins og því ljóst að Amanda er úr mikilli fótboltafjölskyldu. Það kom verulega á óvart þegar Amanda var ekki í nýjasta æfingahóp U-19 ára landslið Íslands og virðist sem Noregur ætli að nýta sér það. Amanda hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri en hún leikur í dag með Noregsmeisturum Vålerenga ásamt landsliðsmiðverðinum Ingibjörgu Sigurðardóttur. Amanda samdi við félagið að loknu síðasta tímabili en þar áður spilaði hún með Fortuna Hjörring og Nordsjælland í Danmörku. Hún hefur byrjað báða leiki Vålerenga til þessa á tímabilinu og lagði upp fyrsta mark liðsins í 4-0 sigri á Lyn um helgina. Móðir Amöndu er norsk og því er hún tengd báðum löndum og gæti augljóslega valið að spila fyrir norska landsliðið standi það til boða. Til þessa hefur Amanda hins vegar leikið með yngri landsliðum Íslands. Hún á að baki 12 leiki fyrir U-16 og U-17 ára landslið Íslands. Í þeim hefur hún skorað hvorki meira né meinna en tíu mörk og því ljóst að hún er með sama markanef og faðir sinn var með á sínum tíma. Hér má sjá æfingahóp norska U-19 ára landsliðsins sem var valinn þann 26. maí. Það er ljóst að það væri mikið áfall fyrir íslenska kvennaknattspyrnu ef leikmaður af sama kalíberi og Amanda myndi ákveða að spila fyrir Noreg frekar en Ísland.
Fótbolti KSÍ Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira